Gallar tölvuheimsins.

Heimur okkar og daglegt líf er að verða svo tölvustýrt, að þeim atvikum fjölgar stöðugt þar sem allt stöðvast og engin leið er að koma því aftur í gang, eins og stöðvun leiksýningar í Þjóðleikhúsinu ber vitni um.

Bíllinn stöðvast og enginn mannlegur máttur virðist geta komið honum í gang á ný vegna þess að tölva eða forrit hefur "krassað" eða hrunið.

Í sýningu einni nýlega var hápunkturinn sungið og leikið lag. Þegar til átti að taka kom það bara alls ekki. Tölvan eða öllu heldur snjalltölvan, sem lagið átti að koma úr, "fraus".

1983 munaði hársbreidd að heimurinn færist í kjarnorkustyrjöld vegna bilunar í sovésku eldflaugavarnarkerfi.

"..vélar unnu störfin og enginn gerði neitt..." var einu sinni spáð um árið 2012 þegar tölva gegndi starfi forsætisráðherrans og örgjörfi væri hinn raunverulegi yfirmaður útvarpsstjóra.

Allt virðist stefna í þessa átt, hægt og bítandi. Spáin um að "enginn gerði neitt" rættist ekki og rættist þó. Hún rættist ekki að því leyti til að æ fleiri störf skapast við að gera við, uppfæra, endurhanna og stilla tölvur og tól, en spáin rættist ef henni hefði verið breytt í "...og enginn gat gert neitt...", ekki haldið áfram sýningu i leikhúsi og ekki komið í veg fyrir kjarnorkuragnarök.


mbl.is Leikhúsgestir sendir heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Event" er fyrst núna að koma í ljós að samreið blindfullra sunnlenskra bænda, í brakandi þurrki um há annantímann, til Reykjavíkur til að mótmæla "information technology" hafi bara verið hárrétt, en langt á undan sínum tíma.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

„Event“ er núna að koma í ljós að reið sunnlenskra bænda, allir blindfullir, í brakandi þurrki um há annantímann til að mótmæla „informaton technlogy“ hafi bara verið hárrétt, en langt á undan sínum tíma.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.11.2013 kl. 15:44

2 identicon

Biðst afsökunar, "gallar tölvuheimsins".

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.11.2013 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband