"Tröllasögur" eins og í stríðinu?

Sögurnar af aftökum fólks í Norður-Kóreu fyrir að horfa á suðurkóreska sjónvarpsþætti eru svo ótrúlegar að kalla mætti þær tröllasögur. Ekki minnist ég til dæmis þess að villimenn nasista hafi tekið fólk af lífi fyrir að hlusta á útvarp frá löndum bandamanna í seinni heimsstyrjöldinni.

En þá er þess að minnast að þegar "tröllasögur" um helförina fóru að leka út í stríðinu óraði fólki á vesturlöndum ekki fyrir því að þær gætu verið sannar.

Annað kom þó heldur betur í ljós.

Yfirvöld í Norður-Kóreu eru svo firrt að þeim er trúandi til alls. Þess vegna fá "tröllasögur" byr undir báða vængi.   


mbl.is Drepnir fyrir að horfa á sjónvarpsþætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru ósannar tröllasögur Ómar. Þó ástandið sé ekki neitt flott þarna þá er það ekki svona slæmt. Asíubúum dettur ekki í huug að trúa svona bulli. Þeir hlæja að þessu og eru hissa á að við látum bjóða okkur svona sögur.

Kveðja,

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 11.11.2013 kl. 14:54

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Norður-Kórea hefur algera sérstöðu sem Asíuþjóð hvað snertir lengd þess tíma, sem innilokuð þjóð hefur verið í heilaþvotti nýrra trúarbragða, þar sem öll tilbeiðsla hefur færst yfir á einn eiræðisherra og arftaka hans.

Senn hverfa þeir Norður-Kóreubúar alveg af sjónarsviðinu sem muna annað en þetta umhverfi hinnar takmarkalausu trúar á harðstjórann.

Ómar Ragnarsson, 11.11.2013 kl. 16:56

3 identicon

Hélt að þú værir sérstakur áhugamaður, jafnvel sérfræðingur
um síðari heimstyrjöldina, en það virðist bersýnilega eitthvað vera farið
fenna yfir þá þekkingu fyrst þú minnist þess ekki lengur að
fyrir stríð sektuðu nasistar, fangelsuðu síðan þegar nær dró og sendu loks menn í fangabúðir fyrir það eitt að hlusta á erlendar útvarpsstöðvar. Útvarpstæki sem náðu stuttbylgjusendingum voru "streng verboten", sama gilti fyrir þá sök eina að eiga slík viðtæki eða hafa aðgang að þeim

Meira að segja þeir íslendingar sem upplifðu stríðið innan landamæra og hernámssvæða Þriðja Ríkisins voguðu sér ekki fyrir sitt litla líf að reyna að ná útsendingum íslenska ríkisútvarpsins, sjá endurminningabækur þeirra.

Eftir að stríðið var skollið á, þá voru menn
skotnir án dóms og laga fyrir þessar sakir.
Svo einfalt var það.

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 11.11.2013 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband