"Skvísurnar" í minni bók voru eldri, en áður ungar !

Klukkan fimm næstkomandi miðvikudag verður nýútkomin bók, "Manga með svartan vanga - sagan öll" kynnt í bókabóð Máls og Menningar við Laugaveg.

Þar verður frumflutt lagið "Manga með svartan vanga". IMG_0067 

Þetta er sagan um Möngu með svartan vanga, Ásdísi skáldkonu frá Rugludal, systurnar í Baslhaga og aðrar hvunndagshetjur síðustu aldar.

Bókin "Manga með svartan vanga" kom út 1993, fyrir réttum 20 árum, en seldist upp tveimur dögum fyrir jól og hefur verið ófáanleg síðan.

En nú er sú bók orðin gersamlega úrelt og þess vegna er þessi nýja bók skrifuð, því að eftir útgáfu fyrri bókarinnar skolaði svo mörgum nýjum upplýsingum og munum, tengdum þessum persónum, í hendur mér, að í þessari bók eru 60 blaðsíður nýsmíði.

Í gömlu bókinni vantaði alveg 30 ára kafla í sögu Möngu og margt fleira vantar líka um hinar konurnar, þannig að það vantaði hryggjarstykkið í söguna sem verður að vera til að hægt sé að skilja hin ótrúlegu örlög þessara kvenna.

Manga var ung, skarpgáfuð, fróð og kraftmikil kona um 1910 þegar örlög þessarar síðar gömlu förukonu, sem ég kynntist sem drengur, voru ráðin,  - og í þessari nýju bók er þetta  þungamiðjan í sögu hennar.

Manga, Ásdís skáldkona og systurnar í Baslahaga voru nokkur konar kvenkyns Bjartar í sumarhúsum þessa tíma, raunverulegar og lifandi persónur, sem brutust um í hlekkjum þjóðfélagsins og gengu í gegnum ótrúlegar raunir og örlög, oft hafðar að háði og spotti, enda margir atburðir í kringum þær bæði gráthlægilegir og ömurlega harmrænir í senn.  

Manga gekk síðustu æviárin, orðin heyrnarsljó, eftir þjóðveginum miðjum, oft með stóð af hundum og köttum í kringum síg og flautandi bílaröð á eftir, talin einn af helstu farartálmum norðurleiðarinnar.

Ég hafði lengi haft í huga að skrifa þessa sögu upp á nýtt, en úrslitum réði bloggpistill minn með heitinu "Það er ekki lengra síðan" í ágúst síðastliðinum, skrifaður í tilefni af umræðum um orð forsætisráðherra í 17. júni ræðu um litla stéttaskiptingu í íslensku þjóðfélagi.

Bloggpistilinn vakti miklu meiri athygli og umtal en mig óraði fyrir og þessi bók er eðlilegt framhald af honum, enda er einn af síðustu köflum bókarinnar með heitinu "Það er ekki lengra síðan."   

 

 


mbl.is Skvísurnar fjölmenntu á Slippbarnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Rugludal hann Bjarni býr,
í basli alla daga,
Sigmundur þar kyssir kýr,
með kúlulaga maga.

Þorsteinn Briem, 11.11.2013 kl. 17:38

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ásdís heitin hefði kunnað að meta hana þessa, Steini.

Ómar Ragnarsson, 11.11.2013 kl. 20:05

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bæjarnöfnin í Skíðadal í Dalvíkurbyggð eru nú ekki merkileg, Dæli, Syðra-Hvarf, Másstaðir, Þverá, Hlíð og Hnjúkur. Þó er þar Klængshóll með ferðaþjónustu og þyrluskíðaferðir.

Þorsteinn Briem, 11.11.2013 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband