12.11.2013 | 00:03
Skapar kannski auka útgjöld ?
Eiður Svanberg Guðnason bendir á það í fésbókarfærslu að stjórn Íslensku óperunnar sé ólaunuð og þannig sparist ekkert við það að sameina þá stjórn stjórnum annarra menningarstofnana.
Í framhaldi af athugasemd Eiðs mætti velta því fyrir sér, hvort aukið "álag" og vinna á þeim, sem nú eru launaðir annars staðar og bæta myndu stjórn óperunnar við sín störf, þyrftu ekki launahækkun.
Sem sagt: Auka útgjöld?
Verða að líta á það sem lokið er | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skapandi greinar hér á Íslandi veltu 189 milljörðum króna árið 2009, útflutningstekjur þeirra voru þá 24 milljarðar króna og ársverk voru 9.371.
Kortlagning á hagrænum áhrifum skapandi greina - Maí 2011
Ríkið fær tekjuskatt þeirra sem starfa hjá ríkisstofnunum og næsthæsta virðisaukaskatt í heimi af því sem þeir kaupa fyrir laun sín hérlendis, svo og til að mynda bensíngjald, sem Sjálfstæðisflokkurinn sagðist ætla að lækka.
Raunverulegur launakostnaður ríkisins er því mun minni en einkafyrirtækja.
Þorsteinn Briem, 12.11.2013 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.