15.11.2013 | 18:18
Þjálfarinn sem markaði tímamót.
Koma Tony Knapp inn í íslenska knattspyrnu markaði tímamót í henni og sigurleikurinn á móti Austur-Þjóðverjum 1975 var einstakur. Austur-Þjóðverjar höfðu unnið Vestur-Þjóðverja á HM 1974 en Vestur-Þjóðverjar urðu samt heimsmeistarar.
Þess vegna sætti það firnum að Íslendingar skyldu sigra þá í alvöru landsleik stórmóts og standa sig mjög vel á móti þeim ytra.
Aðeins einu sinni hafði svipað gerst áður, 1951 og 1954, þegar Íslendingar unnu Svía 4:3 og töpuðu síðan naumlega ytra 3:2, en þá voru Svíar í fremstu röð í heiminum.
1951 var leikið á Melavellinum, sem var malarvöllur, og leikurinn var vináttulandsleikur, en í leiknum við Austur-Þjóðverja 1975 var engum afsökunum til að dreifa.
Tony Knapp fylgist spenntur með landsliði Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mesta var það heimsins happ,
hljóp hér loks á snærið,
tossum kenndi Tony Knapp,
tilefnið var ærið.
Þorsteinn Briem, 16.11.2013 kl. 06:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.