Sálfræðilegur sigur.

Þjálfari króatíska liðsins upplýsti aðeins eitt fyrir landsleikinn í kvöld, að lið hans yrði að skora mark.

Það tókst ekki, þótt Íslendingar væru einum færri í 40 mínútur eftir vafasaman dóm spánska dómarans og leikurinn í kvöld, bæði af hendi leikmanna og áhorfenda, var stórbrotinn sigur fyrir íslenska þjóðarsál.

Íslensku leikmennirnir eru vanir að leika á erlendri grundu þannig að leikurinn í Króatíu á ekki að verða erfiðari en það var að halda jöfnu í mestallan seinni hálfleik hér heima.

Ef Íslendingar ná að skora mark í þeim leik verða Króatar að vinna hann með eins marks mun.  


mbl.is Ísland náði jafntefli manni færri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Glæsilegt!

"Ísland ekki lítið land, Ísland vera stórasta land í heimi!"

Þorsteinn Briem, 15.11.2013 kl. 21:09

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Ef Íslendingar ná að skora mark í þeim leik verða Króatar að vinna hann með eins marks mun. "

Þetta er ekkert annað en svæsnasta pólitík Ómar og leikur að tölum.

Eitt mark Íslands í Króatíu, þýðir að þeir verða að skora tvö. Ef Íslendingar skora tvö....

Þú sérð um rest. Þeir voru æðislegir í kvöld.! Flottasti leikur "landsliðsins " og áhorfeda síðan Benfica og Daddi frændi handleggsbrotnaði....

Hoppandi inn á völlinn eins og bjálfi.

Góðar stundir.

Halldór Egill Guðnason, 16.11.2013 kl. 04:34

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jamm, þetta er alveg stórmerkileg ályktun:

"Ef Íslendingar ná að skora mark í þeim leik verða Króatar að vinna hann með eins marks mun."

Þorsteinn Briem, 16.11.2013 kl. 05:15

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Allvel reikna Ómar kann,
upp á mörgu tekur,
út'á þekju ætíð hann,
oftast heilinn lekur.

Þorsteinn Briem, 16.11.2013 kl. 05:24

5 identicon

Lars hvetur þá örugglega til að njóta leiksins úti - pressan er á Króötum

Annars er þetta heilsteyptasta lið og aðstoðarmenn sem ég hef séð hjá landsliði okkar í kanattspyrnu og hvað sem verður á þriðjudag þá ættu Lars og Heimir að halda áfram að starfa saman.

Grímur (IP-tala skráð) 16.11.2013 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband