16.11.2013 | 22:52
Mikilvægt fyrir RUV og skyldu þess.
Menningarstofnanir í eigu þjóðarinnar gegna þýðingarmiklu hlutverki við að viðhalda þjóðtungunni og góðri meðferð hennar sem allra best. Það er eðlilegt að gera miklar kröfur til skólanna og stofnana eða fyrirtækja eins og Ríkisútvarpsins og leikhúsanna því að vinur er sá er til vamms segir.
Þessar stofnanir eiga ekki að kveinka sér undan ábendingum og gagnrýni heldur líta á þær sem áskorun til að gera betur.
Að sama skapi ætti það að vera hvatning til að gera betur þegar viðurkenningar falla starfsmönnum RUV í skaut og ánægjuefni fyrir gamlan starfsmann RUV þegar Jórunn Sigurðardóttir hlýtur að verðleikum verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu.
Nýlega var Broddi Broddason heiðraður fyrir sitt góða starf og vegna hinnar sérstöku stöðu ríkisútvarpsins væri það áhyggjuefni ef mjög mörg ár liðu á milli þess að starfsmenn RUV fengu svona viðurkenningar, svo miklar kröfur hlýtur að verða að gera til þess að þeir séu í fararbroddi í þessum efnum.
Til hamingju, Jórunn !
Jórunn hlýtur verðlaun Jónasar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Breytingar á tungumálum eiga að fá að þróast á eðlilegan hátt.Það er engin þörf á að viðhalda eða vernda eitthvað í þeim efnum.Þau þróuðust í ólíkar áttir út af samgönguleysinu og einangruninni og þróast nú til baka með meiri samgöngum og samskiptum milli þjóða.Einangrunarstefna sem fylgir miðstýrðum og ófrjálsum fréttamiðlum er óæskileg á okkar tímum og á að leggja af.Við eigum að stefna til framtíðar.
Jósef Smári Ásmundsson, 17.11.2013 kl. 06:38
Jósef; þannig að það sem stuðlar að meiri einsleitni er gott og það sem eykur fjölbreytni ætti að víkja? Manni þótti nú betra að þekkja Fljótamenn úr í gamla daga og þurfa ekki að rugla þeim saman við Hofsósinga.
Viljum við að í framtíðinni verði allir eins? Viljum við éta sama konfekt úr sömu skál sífellt?
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 17.11.2013 kl. 09:23
"Breytingar á tungumálum eiga að fá að þróast á eðlilegan hátt", skrifar Jósef Smári.
En hvað er eðlileg þróun, ummælin fyrir neðan? Er verndun tungunnar ekki svipuð verndun gróðurs og jarðvegs, að komandi kynslóðir taki ekki við við uppblásnu og örfoka landi.
Eða eigum við að láta uppblástur og jarðvegseyðingu "þróast á eðlilegan hátt"?
Viljum við að komandi kynslóðir geti ekki lesið Halldór Laxness á íslensku?
"drullusokkur að er notadrúgt verkfæri þekgar þarf að losa stíplur eftir hægra vinstrið og að var nú gott að leita til framsóknarveslínganA ÞEGAR ÁTTI AÐ LOSNA GEIRSTJÓRNINNA . ÓMAR. ef síðasta stjórn stöðvaði uppoð hvervegna heldu þau áfram að kosníngum?. ruðníngaumíngjar? er það nýirði? þessi orð fara ekki saman man ekki eftir að hafa lofað neini paradís hvaða blöð lest þú eiginlega um hvaða neið ert þú að skrifa um bjargaði seinasta stjórn ekki þjóðinni þjóðníðíngur er þó ekki en búi að skulsetja þjóðina uppí rjáfur einsog seinasta stjórn er búin að gera og vildi gera meira af því en auðvitað má skuldsetja börninn . en nei ég skamast mín ekki neitt ."
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.11.2013 kl. 09:43
Það er ekki "þróun tungunnar" þegar fólk notar enskuslettur, rangar beygingar ig vitlaus föll. Þetta stafar af lesleti, fólk nennir ekki lengur að lesa bók eða blað og af lélegri kennslu í barnaskólum.Ég líki þessu við umferðarmneningu og virðingu fyrir landi og samborgurum. Ég yrði ekki hissa ef umferðarsóðar, sem fleygja drasli út um bílglugga á ferð, færu að kalla sóðaskapinn "þróun umferðarmenningar". Við ættum sð stofna "Dag Stefáns Gunnlaugssonar" sem hluta af bættri meðferð tungunnar. Á þeim degi myndu fjölmiðlar helga tíma og rúmi til að benda á málvillur og slettur og brýna almenning að varðveita þjóðararfinn.Börn og unglingar myndu keppa í villuleit í prentuðu máli og mæltu.
Geir Mangússon.
geirmagnusson (IP-tala skráð) 17.11.2013 kl. 10:25
Jósef, ég átta mig ekki á því hvað þú ert að fara með svona rökfærslum. Hvað er að "þróast á eðlilegan hátt"...? - Útskýrðu það.
Skrifaðu bæði skýrt og rétt
svo skötnum þyki snilli.
Orðin standa eiga þétt
en þó bil á milli.
Á eftir punkti er bil á milli, Jósef.
Már Elíson, 17.11.2013 kl. 10:34
Ertu þá að meina Þorvaldur að það eigi að vernda þennan sérvitring ,mig ,og láta mig ekki verða fyrir áhrifum frá öðru fólki.Jú,jú ég hef nú aldrei verið hrifinn af norminu og elska fólk sem er öðruvísi en ég held að það tengist ekki þessu máli.En þú virðist vera kunnugur þarna fyrir norðan.Á ég kannski að kannast eitthvað við þig.
Jósef Smári Ásmundsson, 17.11.2013 kl. 15:29
Haukur,þú ert næstur.Algjörlega óskylt mál með verndun náttúru og máls.En kannski samnefnari þegar kemur að því að láta náttúruna sjá um það sjálf að móta sig.Gott dæmi úr Fljótum þegar menn mættu með skurðgröfuna til að búa til hyl í ánni fyrir urriðann.Það fylltist um leið upp í hylinn.Gott að þú nefnir Halldór Laxness.Hann skrifaði nú íslenskuna á svolítið annan hátt en gerist og gengur og held ég ívið grófari en ég í þeim efnum sem geri mig sekan um að spara spacetakkann ,svo ég sletti nú útlenskunni.En þó ég segi sjálfur frá þá tel ég mig vera ögn betri í málfarinu en margir bloggarar á Mbl.
Jósef Smári Ásmundsson, 17.11.2013 kl. 15:39
Nei Geir,þetta kallast málleti á góðri íslensku,lazyspeech á vondri ensku.
Jósef Smári Ásmundsson, 17.11.2013 kl. 15:43
Már þú spyrð hvað er að þróast á eðlilegan hátt.Vísa bara í frásögnina með skurðgröfuna og hylinn.
Þó ég sé vondur í mállýðskunni
og á ritvellinum ei mikill penni.
þá þótt ég víki frá reglu þinni
þú hlýtur að skilja að það ei nenni.
Jósef Smári Ásmundsson, 17.11.2013 kl. 16:08
Jósef Smári. Ég les alltaf með athygli það sem þú skrifar og var ekki að finna að þínu málfari eða texta. Hef ekki burði til þess, hef verið utan landsteinanna mest allt mitt líf og talaði aldrei Íslensku á mínu heimili.
Vil samt vekja athygli þína á bókinni; "Skynsamleg orð og skætingur", eftir Helga Halfdánarson. Einhver mesti, ef ekki eini "genius" okkar Íslendinga á síðustu öld.
Sú bók ætti að vera á náttborði allra þeirra Íslendinga, sem láta sig íslenska tungu varða.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.11.2013 kl. 16:41
Jósef, að mínu mati ertu greinagóður og skýr penni, (láttu vísnagerð samt eiga sig) en.."og held ég ívið grófari en ég í þeim efnum sem geri mig sekan um að spara spacetakkann..." eins og þú segir. - Notaðu þessa ábendingu og það að þú vitir af þessu, og taktu þér taki þarna. Þá verða greinarnar þínar læsilegri þegar rennt er yfir þær.
Annars gæti þetta "þróast" og orðið málfarsböl og mikil minnkun fyrir læsi á íslensku....
Bara ábending.
Már Elíson, 17.11.2013 kl. 17:00
Ef ég man eftir þessu Már þá reyni ég að fara eftir ábendingunni. En verð nú eiginlega að segja "Dittó" hvað varðar vísnagerðina. En þú ert örugglega snillingur á einhverju sviði þó það tengist ekki ljóða- eða ritsmiðum. Sjálfur er ég sannfærður um að ég er snillingur á einhverju sviði en vandfundið á hvaða sviði það er. Sennilega kemur það aldrei í ljós.
Jósef Smári Ásmundsson, 17.11.2013 kl. 17:21
Gott svar, Jósef..gott svar.
Már Elíson, 17.11.2013 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.