Hefði verið óráð að hafa hann með.

Í síðari leiknum við Króata veit enginn fyrirfram hvenær það augnablik eða þau augnablik koma þegar verður að vera hægt að treysta á iítrustu getu hvaða leikmanns sem er.

Augljóst var af atvikinu þegar Kolbeinn Sigþórsson tognaði á ökkla þegar hann var undir hámarks álagi að komast í marktækfæri, að ekki yrði hægt að treysta 100% á ökklann í seinni leiknum, - ævinlega yrði tekin einhver áhætta með það.

Það hefði verið mjög óþægilegt fyrir bæði hann og aðra leikmenn að vita af möguleikanum á því að þetta endurtæki sig.

Í svona mikilvægum leik má ekki taka hina minnstu áhættu og hugsanlega hefðu aðrir leikmenn orðið eitthvað ragari við að reyna krefjandi spil með Kolbeini eða að hann sjálfur hefði ekki verið með 100% sjálfstraust, jafnvel þótt ökklinn liti bara ljómandi vel út í upphafi leiks á þriðjudaginn.


mbl.is Kolbeinn fer ekki til Króatíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þessu. Ákaflega slæmt að missa hinn frábæra Kolbein út. Krefst samt breytingar á taktík sem  Króatar geta þá ekki gengið að vísri eftir fyrri leikinn...

Ýzlensgunemy (IP-tala skráð) 17.11.2013 kl. 15:14

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Leikur sá er leikur einn,
líka með þeim tíu,
kall einn bara Kolbeinn,
kemst til Brasilíu.

Þorsteinn Briem, 17.11.2013 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband