Flóknar línur í borgarstjórn.

'A þeirri tæpu öld, sem liðin er frá fullveldi Íslands, hafa línur verið nokkuð skýrar í bæjarstjórn og síðar borgarstjórn Reykjavíkur.

Fyrst kom 60 ára tímabil með afar skýrum línum þar sem íhaldsmenn og síðar sjálfstæðismenn höfðu meirihluta. Að vísu höfðu landsmál smávægileg áhrif þannig að munurinn var minni þegar sjálfstæðismenn voru í ríkisstjórn en þegar þeir voru í stjórnarandstöðu.

Árin 1978-1982 voru vinstrimenn við stjórn, en sjálfstæðismenn frá 1982-1994. Þá náði  sameiginlegt framboð andstæðinga sjálfstæðismanna meirihluta og hélt honum til 2006.

Það ár höfðu um 90 ár verið með tveggja fylkinga kerfi í borginni, en síðustu átta ár hafa línurnar flækst og ekki að sjá að neitt lát verði á því vegna þess að sum af helstu átakamálum í borgarstjórn fara ekki eftir flokkslínum, heldur er meiri eða minni klofningur innan flokkanna um þau.

Er flugvallarmálið gott dæmi um slíkt.

Meira en 90% mála, sem fjallað er um í borgarstjórn, eru ekki flokkspólitísk eða átakamál, og þess vegna er og verður erfitt að skapa skýrar línur fyrir framboðslistana og ná upp sömu samstöðustemningunni og ríkti á tímum turnanna tveggja.

Margir rýna mjög í það að mannval sé ekki nógu gott sem kjósendur geti valið á milli en ég held að óskýrar línur vegi þyngra um aðeins 3,3% fylgi framsóknarmanna og 28,7% fylgi sjálfstæðismanna.

Auk þess eiga ríkjandi stjórnarflokkar yfirleitt erfitt uppdráttar.   


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks aldrei minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki veit ég til þess að klofningur sé í borgarstjórn Reykjavíkur um flugvallarmálið, nema þá í Sjálfstæðisflokknum.

Þorsteinn Briem, 17.11.2013 kl. 19:04

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Það eru þó nokkuð skýr skilaboð að flugvallarvinir fengu þrjú efstu sætin í prófkjörinu.

Ívar Pálsson, 17.11.2013 kl. 22:35

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég vissi ekki að til væru flugvallaróvinir.

Þorsteinn Briem, 17.11.2013 kl. 22:37

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.11.2013 (í dag):

"Halldór [Halldórsson sigurvegari í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins] segist leggja áherslu á hlutverk Reykjavíkur sem höfuðborgar og samgöngumiðstöðvar:

"Ég myndi auðvitað helst sem minnst hrófla við flugvellinum en ég styð auðvitað það samkomulag að leitað verði að nýju flugvallarstæði og legg áherslu á að sú vinna verði unnin eins hratt og mögulegt er."

Áhyggjur af dræmri þátttöku í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Þorsteinn Briem, 17.11.2013 kl. 22:48

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.11.2013 (í dag):

"Mestu pólitísku áhrifin til framtíðar er þau að leiðtogi sjálfstæðismanna í Reykjavík er yfirlýstur fylgismaður þess að ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið."

Þorsteinn Briem, 17.11.2013 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband