19.11.2013 | 00:26
Lenti út af veginum og ók til baka.
Fyrir mörgum árum var maður einn á leið til Vopnafjarðar. Hann missti stjórn á bílnum svo að hann lenti út af veginum.
Ekki man ég hvort hann valt heilan hring, en þetta var nógu mikil bílbylta til þess að ökumaðurinn ruglaðist og ók til baka sömu leið og hann hafði komið.
Fór eina veltu og ók til Búðardals | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ætli hann hafi ekki verið á Wartburg (er þetta ekki rétt skrifað),þessum Austur-Þýsku? Það virkað oft ekki bakkgírinn á þeim.
Jósef Smári Ásmundsson, 19.11.2013 kl. 06:56
Karlinn hefur greinilega lagast í kollinum við útafaksturinn og ákveðið að hætta við að fara til Vopnafjarðar.
Þorsteinn Briem, 19.11.2013 kl. 07:35
Ef þetta hefði gerst fyrir 15-20 árum síðan þá hefði Ómar Ragnarsson verið fyrsta nafnið sem manni hefði dottið í hug :)
Guðmann Jónasson (IP-tala skráð) 19.11.2013 kl. 08:04
Því miður, Guðmann, þá var þetta ekki ég. Ég veit að vísu hvað maðurinn hét, en mér finnst ekki rétt að vera að velta honum upp úr því núna, eftir öll þessi ár.
Ómar Ragnarsson, 19.11.2013 kl. 12:32
Hann hefur að öllum líkindum verið framsóknarmaður. Þeir vita ekkert hvað þeir vilja.
Guðjón Sigþór Jensson, 19.11.2013 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.