Fólkið, sem tekur þátt í lýðræði, á að ráða.

Margir eiga erfitt með að skilja grundvallarreglur lýðræðisins. Þótt aðeins flokksbundið fólk megi kjósa í flestum prófkjörum gildir samt hið sama um það og í öðrum kosningum, að þeir, sem kjósa, ráða.

Það er ósanngjarnt þegar fjargviðrast er yfir lítilli þátttöku og að úrslit hefðu orðið öðru vísi ef allir kjörgengir hefðu tekið þátt.

Með því er verið að fara fram á að þeir sem ekki nenna á kjörstað öðlist samt rétt.

Það er rétt að taka þetta fram vegna þess að íslenskir alþingismenn völdu verri kostinn þegar þeir ákváðu að þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnarskrá væri ógild nema ákveðinn hluti kjósenda tæki þátt í henni.

Með því er stillt upp ójafnræði meðal kjósenda. Þeir, sem eru fylgjandi, verða að fara á kjörstað, en hinir, sem eru á móti, geta látið sér nægja að gera ekki neitt, sem auðvitað er miklu auðveldara.

Nær hefði verið að hafa ákvæði um aukinn meirihluta, til dæmis 60% eða 67%. Þá standa báðir aðilar jafnt að vígi og verða að fara á kjörstað til að hafa áhrif.


mbl.is Þorbjörg Helga tekur ekki sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skrítið...Steini ekki búinn að komenda...???

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 19.11.2013 kl. 13:29

2 identicon

Alveg sammála þér Ómar, það er alveg með ólíkindum að fólk geti ekki skilið þetta grundvallaratriði í lýðræði, það er ekki hægt að telja atkvæði sem ekki er skilað inn.

Gulli (IP-tala skráð) 19.11.2013 kl. 13:38

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

Ófullkomið fulltrúalýðræði birtist hér. Skylda á fólk til að kjósa og velja frambjóðendur. Einnig félagsmenn í flokkunum ef þeir eiga að standa undir nafni. Það þýðir væntanlega miklu betri kynningu á frambjóðendum.

Þorbjörg er augljóslega hæfileikakona sem er vanmetin. Hún hefur skrifað áhugaverðar greinar um borgarmálin. Rafbíla og fleira nýlega. Allt málefni sem skipta borgarbúa miklu máli. Skila vel vonbrigði hennar með val á lista. Kona með bein í nefinu sem getur valið úr störfum.

Fjármál borgarinnar eru veikasti hlekkurinn og þar hefur hún sýnt athygliverðan áhuga á að betrun bæta. Nú þegar borgarmeirihlutinn er að fara af stað með sundlaug sem á að kosta hátt í 2 milljarða er augljóslega eitthvað að. Þorbjörg hefur sýnt fram á hve vitlaust er að niðurgreiða sundlaugarverð fyrir túrista, meðal annars.

Allir tapa. Sýnir hve kosningareglur eru ófullkomnar.

Sigurður Antonsson, 19.11.2013 kl. 13:52

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gríðarleg uppbygging verður hér í Reykjavík næstu árin.

Reist verður stórt hótel og fleiri stórhýsi
við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu, fjöldinn allur af íbúðarhúsum verða byggð við Gömlu höfnina og Skerjafjörð, þar sem nú er NA/SV-braut Reykjavíkurflugvallar.

Íbúðir verða einnig reistar í til að mynda Úlfarsárdal og um þrjú þúsund leiguíbúðir hér í Reykjavík næstu fimm árin.

17.10.2013:


Um þrjú þúsund nýjar leiguíbúðir í Reykjavík


14.6.2013:


Lóðir í Úlfarsárdal og Reynisvatnsási boðnar út


Hótelum hér í Reykjavík fjölgar nú verulega
og Vísindagarðar verða byggðir skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar.

19.9.2013:


Lyfjafyrirtækið Alvogen reisir hátæknisetur í Vísindagörðum fyrir sex milljarða króna


Og Planið varðandi Orkuveitu Reykjavíkur gengur vel.

Þar af leiðandi er engin ástæða til að hafa áhyggjur af Reykjavíkurborg
, hvorki fyrir núverandi borgarstjóra né aðra.

31.7.2013:


Planið hjá Orkuveitu Reykjavíkur gengur betur en áætlað var


Lánshæfismat Orkuveitu Reykjavíkur í október 2013

Þorsteinn Briem, 19.11.2013 kl. 14:05

5 Smámynd: Már Elíson

St.Breim klikkar ekki, Helgi...mættur í öllu sínu veldi með langlokurnar !...

Már Elíson, 19.11.2013 kl. 14:52

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rétt hjá Ómari Ragnarssyni.

Undirskriftir á þessu ári varðandi Reykjavíkurflugvöll eru einungis um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í alþingiskosningunum nú í vor.

Þar að auki eru þessar undirskriftir langt frá því að vera eingöngu undirskriftir Reykvíkinga og undirskriftasafnanir eru ekki kosningar, sem hafa nú þegar farið fram varðandi Reykjavíkurflugvöll.

Og ekki er kosið um nákvæmlega sama mál þar til einhverjir verða ánægðir með niðurstöðuna.

Þorsteinn Briem, 19.11.2013 kl. 15:04

7 identicon

Kæri Ómar.

Þú segir: "íslenskir alþingismenn völdu verri kostinn þegar þeir ákváðu að þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnarskrá væri ógild nema ákveðinn hluti kjósenda tæki þátt í henni."

Við þetta er sitthvað að aðthuga:

1. Alþingismenn hafa ekki ákveðið að þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október hafi verið ógild, og hafa ekkert lögmætt vald til þess.

2. Kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslunni var góð, auk þess sem engin skilyrði voru um lágmarksþátttöku. Leikreglum verður ekki breytt eftir að leik er lokið.

3. Landsmenn þurfa að knýja Alþingi til að virða úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október.

Ég bendi þér á fróðlega grein eftir Sigurð félaga okkar: http://www.dv.is/blogg/sigurdur-hr-sigurdsson/2013/11/19/ritar-althingi-nyjan-kafla-i-sogu-nordurlanda/

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 19.11.2013 kl. 15:19

8 identicon

Djöfull er þ.að hrútleiðinlegt þetta endalausa sníkjublogg hjá þessum Steina Breim á þessari síðu. Getur þessi ömurlegi og hundleiðinlegi mannandskoti ekki bara bloggað sjálfur á eigin síðu? Af hverju í andskotanum lokar þú ekki á þetta fífl, Ómar Ragnarsson?

Rebbi (IP-tala skráð) 19.11.2013 kl. 17:01

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég spyr á móti: Getur þú ekki, nafnlausi maður, hlaupið yfir Steina þegar þú rennir yfir athugasemdirnar hérna?  Ég neyði ekki nokkurn mann til þess að lesa þessa bloggsíðu, einstaka bloggpistla eða athugasemdir.

Ómar Ragnarsson, 19.11.2013 kl. 17:25

10 identicon

Jú, jú, auðvitað "get" ég alveg hlaupið yfir þetta sníkjublogg frá Steina alveg eins og maður "getur" alveg stigið yfir hundakúk og látið sem hann sé ekki á gangstéttinni. En mikið vildi ég samt að hann væri ekki þar.

Rebbi (IP-tala skráð) 19.11.2013 kl. 18:08

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Takk fyrir þetta, Ómar minn.

Ekki þora vesalingarnir að skrifa hér undir nafni frekar en fyrri daginn.

Þorsteinn Briem, 19.11.2013 kl. 19:24

12 identicon

Margir eiga erfitt með að skilja grundvallarreglur lýðræðisins. Þann 17. mars 2001 var haldin atkvæðagreiðsla í Reykjavík um framtíð Reykjavíkurflugvallar, meirihluti gildra atkvæða var fyrir því að völlurinn myndi víkja eftir 2016. Þeir, sem kjósa, ráða....nema þegar Ómar Ragnarsson getur ekki sætt sig við lýðræðislega niðurstöðu kosninga. 

Hannes (IP-tala skráð) 20.11.2013 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband