Betra liðið hefur yfir, - en er nú orðið fámennara liðið.

Þegar jafn gott lið og það króatíska er og heldur uppi nær stanslausri pressu lengst af fyrri hálfleik í kjölfar næstum heils síðari hálfleiks í leiknum í Reykjavík, þarf ekki nema ein mistök af hálfu Íslendinga  til að þeim sé refsað grimmilega.

Eitt augnablik var hlaupið frá króatískum leikmanni yst til hægri og sending beint á hann gat ekki endað með öðru en marki.

En staðan breyttist mikið þegar Króatar voru allt í einu orðnir einum færri vegna glórulauss brots, sem að sínu leyti var gróft glappaskot þeim megin.

Íslendingar þurfa ekki að skora nema eitt mark til að komast yfir í leiknum. Nú verður þetta enn meira spennandi fyrir vikið í seinni hálfleiknum.


mbl.is Draumurinn úti - Króatar á HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er Króatía, ekki færeyjar, líklega eitt 5. sterkasta lið evrópu.  Flott að þessir íslensku kappar komust svona langt. Efast um að íslenska ríkið leggi mikið til að okkar lið æfi saman nógu oft og nógu vel?  Íslensku strákarnir eru góðir, og munar ekki miklu á sterkustu liðum, en jafnvel sterkustu íþróttamenn vinna ekki vel saman með lítilli æfingu. Hver man ekki eftir "the dream team" frá MBA?  Þeir töpuðu auðveldlega á móti vel æfðum háskólanemum. 

Mér finnst samt alltaf spurning hvort íslenska þjóðin þurfi á meiri stærisíki / sjómennskubrjálun að halda :p

Jonsi (IP-tala skráð) 19.11.2013 kl. 21:20

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Bara flott hjá piltunum og engin niðurlæging að lúta í lægra haldi fyrir Króötum á heimavelli þeirra.

Mér þótt þó skondið að fylgjast með forsetanum, sem mætti galvaskur í hádegisverð með liðinu.

Hann ætlaði sér aldeilis að vera miðdepill sigursins. Hann lét sig þó hverfa tímanlega, því ekki vill vera miðdepill tapsins.

Brjánn Guðjónsson, 20.11.2013 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband