Mest brotna umferðarreglan.

Í umferðarlögunum var, þegar ég vissi síðast til, ákvæði þess efnis að ökumönnum bæri að aka þannig að umferðin í heild gengi sem greiðast og öruggast fyrir sig.

Á móti þessu hefur hins vegar komið það kjörorð Íslendinga að "..á Íslandi við getum verið kóngar allir hreint..."

Fyrir bragðið er þessi gamla regla mest brotna umferðarreglan hér á landi og líka sú regla sem ég minnist ekki nokkurn tíma að lögregla hafi skipt sér af að sé haldin.

Hér ríkir hér öryggisleysi sem skapast af því að afar stór hluti ökumanna þjösnast áfram og hagar sér eins í umferðinni og þeir væru einir á ferð, bæði í akstrinu sjálfum og ekki síður varðandi það að gefa ekki stefnuljós þegar það getur gagnast öðrum ökumönnum.

Enn skortir mikið á að hér gildi reglan "fyrstur kemur fyrstur fær" gildi varðandi það þegar tvær akreinar þrengjast í eina, en það er frumskilyrði þess að hægt sé að búa til svonefndan "rennilás" eða "tannhjól" þannig að bílarnir renni úr tveimur röðum inn í eina röð, annar hver í einu, eins og alls staðar tíðkast erlendis og umferðin verði þannig eins átakalaus og snurðulaus og kostur er.


mbl.is Reiddist mjög þegar „svínað“ var á hann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Man ekki betur en að Ómar Ragnarsson hafi að eigin sögn nánast gert gamla konu höfðinu styttri með hjólhesti sínum við Menntaskólann í Reykjavík.

Þorsteinn Briem, 19.11.2013 kl. 18:55

2 Smámynd: Már Elíson

Það er allt annað mál og kemur þessu "rennilása / tannhjólakerfi" ekkert við, Mr. breim. - Vertu málefnalegur.

Það geta allir lent í því óvart að "svína" fyrir, en svona hegðun eins og hjá þessum vesalings manni, er til skammar. Alltaf þegar ég kem að slaufu þá undantekningarlaust er mér hugsað til "tannhjólsins" og vona það sama þegar ég er að fara inná, að aðrir muni eftir þessu.

Már Elíson, 20.11.2013 kl. 08:57

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki skilur þú glettni frekar en fyrri daginn, Már Elíson,

Þar að auki heiti ég ekki Mr. briem eins og þú staglast á í skrifum þínum hér og telur greinilega "málefnalegt".

Þorsteinn Briem, 20.11.2013 kl. 12:55

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mr. breim átti þetta nú að vera.

Ég heiti Þorsteinn Briem, eins og hér hefur margoft komið fram, en eins og aðrir vesalingar uppnefnir þú hér stöðugt mann sem þér er greinilega mjög í nöp við, Már Elíson.

Þorsteinn Briem, 20.11.2013 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband