25.11.2013 | 21:31
Mannsheilinn er mesta auðlindin.
Það er það skammt síðan Íslendingar komu út úr torfkofunum, að það er engu líka en stór hluti ráðamanna og þjóðarinnar sé enn að skoða sig um á bæjarhlaðinu og ekki enn komnir yfir þann tímabil breytinganna í nútímaþjóðfélag, sem fól í sér þá einu lausn að framleiða eitthvað hráefni, sem hægt væri að mæla í tonnnum.
Sem þýddi verksmiðjusamfélag.
Dæmi um þetta er vinur minn einn á aldur við mig sem fór fyrir nokkrum árum um Noreg í fyrsta sinn og skrifaði um það lýsingu í tímarit eiitt þegar hann kom heim.
Af því að ég fór á sínum tíma margar ferðir um þveran og endilangan Noreg var ég spenntur fyrir því hvernig hann upplifði landið og kjör og þjóðlíf Norðmanna.
Er skemmst frá því að segja að frásögnin fjallaði nær eingöngu um það hvernig hann ferðaðist á milli verksmiðja af ýmsu tagi sem framleiddu vörur úr málmum eða trjáviði, auk þess sem verksmiðjubæirnir út af fyrir sig virtust heilla hann óskaplega.
Eina náttúrufyrirbrigðið sem hann minntist á var fjallið Gausta, hæsta fjallið í suðurhluta landsins, ekki vegna þess að þar væri vinsælt ferðamanna svæði eða fjallið merkilegt, heldur aðeins vegna þess að það sást frá verksmiðjubænum Rjukan, sem hann skoðaði að sjálfsögðu í tætlur.
Norsku firðirnir, eitt af sjö helstu náttúruundrum Evrópu, fóru alveg fram hjá honum.
Morgunljóst er að þessum manni hefði aldrei dottiið í hug að skoða tölvuleikjafyrirtæki eða stoðtækjafyrirtæki sem byggð eru á hugviti fólks ef slík fyrir tæki hefði verið að finna í Noregsferðinni.
Þurfa að bæta við sig 100 manns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Á Suðurlandi sauðkindin,
sést þar oft við barinn,
Auðhumla er auðlindin,
apinn hann er farinn.
Þorsteinn Briem, 25.11.2013 kl. 22:09
Það þarf hráefni í alla skapaða hluti, t.d. í tölvum er plast, málmar o.fl.
Lítið gagn í hugvitinu í hugbúnaðargeiranum án þess.
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.11.2013 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.