Einhver besta dagskrárhugmyndin í langan tíma.

Þátturinn "Orðbragð" er einhver besta dagskrárhugmynd, sem ég man eftir. Og spurningin vaknar: Af hverju datt engum þetta í hug fyrir langalöngu? 

Ég var að vísu einu sinni með alllangt uppistand í sjónarpi út af aðeins einu íslensku orði: "Mál". Átti auðvitað að kveikja á perunni og víkka þetta út upp í þátt. Gerði það ekki. Asni.

Bragi Valdimar og Brynja eru eins og fædd í hlutverkin. Bragi er enda snillingur í textagerð og meðferð ástkæra ylhýra. Og Brynja pottþétt að vanda. 

Orð geta gert svipað gagn og verkjatöflur eða lyf. Dæmi um það er nýyrði, sem varð mér til mikils léttis eftir að búið var að skera þrívegis upp uppslitin hné mín og ég var stundum ansi aumur í hnjánum.

Þetta nýyrði er lýsingarorðið "sárhnjáður". Í hvert skipti sem ég ætla að fara að vorkenna sjálfum mér og bölva ástandi hnjánna þarf ég ekki annað en að nefna orðið "sárhnjáður" upphátt eða í hljóði og það gerbreytir ástandinu til sálar og líkama. 

Til hamingju með flotta byrjun, BOBarar! BOB er skammstöfun fyrir Bragi og Brynja, samanber RUV.  


mbl.is „Nýja yfirgnæfan mín er alger tæfa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Frábær þáttur!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.11.2013 kl. 23:02

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bragðarefur Brynjuís,
í bobba komst þar skarinn,
heldur ég nú hana kýs,
en hnjáðan Valdimarinn.

Þorsteinn Briem, 25.11.2013 kl. 23:38

3 identicon

Flottur þáttur og frábært orð (ég hef verið þarna!). Ég er með annað gott. Dóttir mín var sífellt að reka sig í eitthvað þegar hún var barn. Eitt sinn þegar hún var ca 8 ára kom hún heim eina ferðina enn, benti á fótinn og sagðist vera "sárfætla".

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 26.11.2013 kl. 00:48

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Frábær þáttur og afbragðsfólk sem stýrir honum

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.11.2013 kl. 09:31

5 identicon

Var rétt í þessu að horfa á "Orðbragð" i minni tölvi, en er erlendis. Var nokkuð spenntur eftir mikið lof. Get hinsvegar ekki tekið undir það, að þetta hafi verið frábært. Góð byrjun vissulega, en sjáum hvert framhaldið verður.

Mér fannst þátturinn of stuttur og of mikið "show". Minnti mig of mikið á áramótaskaup.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.11.2013 kl. 12:53

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú verðum við að gæta okkur að því að lofa ekki of mikið því niðurskurðarhnífur ríkisstjórnarinnar er hafinn hátt til höggs. Allt sem er vel gert má reikna með að verði strikað út.

Annars er þessi þáttur vel lukkaður og vonandi verður hann á vetur setjandi.

Guðjón Sigþór Jensson, 27.11.2013 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband