"Fugl í skógi"?

Ofangreind orð notaði Bjarni Benediktsson í sjónvarpsumræðum fyrir kosningarnar í vor varðandi það hvernig erlendir "hrægammar" og vogunarsjóðir myndu verða látnir borga skuldaniðurfellingu heimilanna. 

Eftir kosningarnar hef ég ekki heyrt orðin "hrægammar" eða vogunarsjóði nefnda, enda er ekki hægt að skilgreina stóran hluta kröfuhafanna í þrotabúum bankanna með þessum heitum af þvi að þar er um að ræða ósköp venjulega kröfuhafa af ýmsu tagi, fyrirtæki, einstaklinga, lífeyrissjóði og opinbera sjóði.

Nú svarar Sigmundur Davíð því til að það verði að bíða enn um sinn í ótiltekinn tíma eftir því að hægt verða að sækja fé í þennan langstærsta fjársjóð, sem kosningaloforð Framsóknarmanna byggðust á.

Forsætisráðherra er bjartsýnn um að málaferli vegna jólagjafar hans vinnist og það kann vel að vera rétt. Áður en það vinnst verður þó þar líka um að ræða "fugl í skógi."

Jólagjöf ríkisstjórnarinnar virðist við fyrstu sýn vera afrakstur nokkuð haganlega unnrar úrlausnar.

Vel má vera að allt fari á besta veg og að þetta skili einhverjum árangri þótt tíminn verði að leiða það endanlega í ljós.  Og vonandi fer þetta allt saman vel svo að betur sé farið af stað en heima setið. 

Ef það hins vegar heppnast ekki og afleiðingarnar lenda á ríkissjóði á endanum er hætt við að sá stóri hluti þjóðarinnar sem ekki fær neina jólagjöf núna frá ríkisstjórninni til að bæta fyrir "forsendubrestinn" sem allir urðu fyrir, en verður síðar að borga brúsann, verði ekki ánægður.

Enda myndu þau útgjöld líka lenda á þeim sem nú fá gott í skóinn.  


mbl.is Greiðslubyrði lána lækkar strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 ""forsendubrestinn" sem allir urðu fyrir", hvað áttu við?

Hrunið var kanski "forsendubrestur" sem allir lentu í, svona í þeim skilningi að menn höfðu velflestir gert ráð fyrir öðrum forsendum en urðu. 

En það lentu ekki allir í þeim forsendubresti sem venjulega er átt við, þ.e. að vegna kerfisvillu þá hrukku verðtryggðu  lánin upp þegar hagkerfið skrapp saman, með þeim afleiðingum að skuldarar tóku allan skellinn en lánveitendur engann (nema náttúrulega þann sem hlýst af því að skuldararir geta ekki greitt allt það sem á þá var klínt)

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 21:54

2 identicon

Hænuskref!

Staðreyndir:

1. Stór hluti heimila er í alvarlegum vanskilum.

2. Vítisvélin ("verðtryggingin") verður á fullu innsogi.

3. Uppboð halda áfram (sjá Fréttablaðið sl.fimmtudag! NÝTT MET!)

4. Hrun heimila hefst strax eftir áramót - NEMA inngrip verði STRAX í 2. og 3.!

Þjóðólfur (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 22:01

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Menn geta að sjálfsögðu kallað þá sem fengið hafa eignir ókeypis hér á Íslandi með löglegum hætti hrægamma ef þeir vilja, til að mynda þá sem fengu peninga að láni á áttunda áratugnum og greiddu þá engan veginn að fullu til baka.

Og væntanlega eru þeir tilbúnir að lána mér eina milljón króna í eitt ár, ég greiði þeim sömu upphæð til baka að ári liðnu, eða jafnvel einungis 900 þúsund krónur, og þeir takir áhættuna af því að ég greiði þeim ekkert af upphæðinni til baka.

Ætli þeir vildu ekki að ég greiddi þeim eina milljón króna til baka ásamt raunvöxtum, vöxtum umfram verðbólgu á þessu eina ári sem þeir lánuðu mér peningana.

En þeir gætu að sjálfsögðu látið þessa einu milljón króna rýrna að verðgildi í bankahólfi sem næmi verðbólgunni á þessu eina ári, ef þeir endilega vilja.

Þeir sem eiga peninga vilja að sjálfsögðu fá einhvern arð af þeirri eign
, rétt eins og sá sem leigir út íbúðarhúsnæði sem er í hans eigu vill að sjálfsögðu fá leigu fyrir eignina, húsnæðið, allan tímann sem hann leigir það út.

Og væntanlega hækkar hann húsaleiguna að minnsta kosti sem nemur verðbólgunni á hverju ári fyrir sig.

Þorsteinn Briem, 30.11.2013 kl. 22:23

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef verðtryggingin yrði aflögð koma að sjálfsögðu óverðtryggð lán í staðinn fyrir verðtryggð.

Enginn hefur
hins vegar hugmynd um hver verðbólgan hér á Íslandi yrði næstu árin ef við yrðum áfram með íslenskar krónur.

Lánveitendur vilja því að sjálfsögðu hafa vexti af óverðtryggðum lánum í íslenskum krónum hærri en sem nemur hugsanlegri verðbólgu hérlendis á lánstímanum.

Í löndum þar sem verðbólgan hefur lengi verið mun lægri en hér á Íslandi og nokkuð stöðug í langan tíma treysta lánveitendur sér hins vegar til að lána fé með lágum föstum vöxtum til nokkuð langs tíma.

Húsnæðislán í Svíþjóð:


Handelsbanken - Aktuella boräntor


Fyrirtæki fá
lán hjá heimilum í gegnum banka til að kaupa húsnæði, vélar og tæki.

Og fyrirtækin greiða hluthöfum sínum arð en eiga yfirleitt ekki háar innistæður á bankareikningum, enda þyrftu þau þá ekki að fá lán í bönkum.

Ef
heimili fá hins vegar ekki raunvexti af því fé sem þau eiga fjárfesta þau í húsnæði eins fljótt og auðið er, eins og gerðist hér á Íslandi á áttunda áratugnum.

Og íslensk heimili reyna þá strax að fá lán í bönkum, þar sem raunvextirnir eru neikvæðir, vextirnir sem sagt lægri en verðbólgan hérlendis.

Þorsteinn Briem, 30.11.2013 kl. 23:05

5 identicon

Vítisvélin ("verðtryggingin") verður nú ekki lengi að mala gömmunum gull upp í þetta hundsbit.

Sér í lagi þegar húseignir hrannast upp hjá þeim eftir áramót.
http://www.dv.is/frettir/2013/11/29/ofsagrodi-bankanna-478-milljardar-thad-sem-af-er-ari/

Hrúturinn (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 23:16

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar kaupum frá evrusvæðinu mest af þeim vörum sem við flytjum hér inn og lækki gengi íslensku krónunnar gagnvart evrunni hækkar hér verð á vörum og aðföngum sem við kaupum frá evrusvæðinu.

Hækki hins vegar gengi íslensku krónunnar töluvert gagnvart evrunni kaupa Íslendingar mun meira en áður af vörum frá evrusvæðinu, til að mynda alls kyns tæki og bifreiðar, sem skapar hér eftirspurnarverðbólgu, eins og árið 2006, þegar verðbólgan var um 8% hérlendis.

Við Íslendingar flytjum mest af okkar vörum til evrusvæðisins og kaupum einnig mest þaðan.


Við eigum því að fá greidd laun okkar hér á Íslandi í evrum og greiða hér fyrir vörur og þjónustu í evrum, rétt eins og erlendir ferðamenn hér á Íslandi, sem búa á evrusvæðinu.

Við Íslendingar höfum enga góða ástæðu til að skipta hér evrum í íslenskar krónur og þeim svo aftur í evrur með tilheyrandi gríðarlegum kostnaði.

Þorsteinn Briem, 30.11.2013 kl. 23:26

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi hafa nú verið gjaldeyrishöft í fimm ár og útlendingar eiga hér um eitt þúsund milljarða króna.

Danskar, norskar og sænskar krónur eru mikils virði erlendis og engin gjaldeyrishöft eru í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.

Seðlabanki Íslands getur að töluverðu leyti stjórnað gengi íslensku krónunnar á meðan hér eru gjaldeyrishöft en ef þau yrðu afnumin á skömmum tíma hryndi aftur gengi íslensku krónunnar.

Þar að auki er íslenska krónan örsmár gjaldmiðill en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð búa margar milljónir manna í hverju landi fyrir sig og Finnland er á evrusvæðinu þar sem um 330 milljónir manna búa, fleiri en í Bandaríkjunum.

Ísland er eins og Noregur á Evrópska efnahagssvæðinu og á öllu því svæði eiga að vera frjálsir fjármagnsflutningar en ekki gjaldeyrishöft í áratugi hér á Íslandi.

Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Þorsteinn Briem, 30.11.2013 kl. 23:45

8 identicon

Aflausn skulda skulu njóta

Sigmundur og Bjarni Ben.

Flokkinn fylla með Kíkóta

og froðusnakknum Münchausen!

Leirmundur (IP-tala skráð) 1.12.2013 kl. 00:48

9 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Innlendir aðilar, sem sumir hafa kosið að kalla hrunverja, sólunduðu 4.000.000.000.000.- og krefjast þess nú að fá tjón sitt bætt í erlendum gjaldeyri. Innlendir eyðsluseggir tóku þessu fjármagni fagnandi og krefjast þess nú að fá eyðsluna bætta. Eyðslu og óráðsíu sem bitnar í dag hvað harðast á þeim, sem ekki féllu í forarvilpu eyðslu og gjálífis á árunum fyrir hrun. Staðan er slæm. Hnútinn verður hins vegar að leysa með einum eð öðrum hætti. Ómar Ragnarsson.: Hvernig myndir þú leysa þetta mál svo öllum líki? Það er ekkert mál að hrópa úti í horni um að allt sé ómögulegt, en vinsamlegast greindu frá þinni lausn.

Kær kveðja að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 1.12.2013 kl. 01:15

10 identicon

Afleiðingarnar munu óhjákvæmilega lenda að fullu á ríkissjóði óháð því hvernig tekst til með að semja við kröfuhafa um lækkun krónueigna þrotabúanna eða um skattlagningu þrotabúanna.

Þetta yrðu tekjur ríkisins rétt eins og aðrar tekjur og eru á engan hátt háðar því að þeim verði varið í skuldalækkun.

Kostnaður ríkisins yrði því 80 milljarðar vegna skuldalækkunarinnar og 30 milljarðar vegna tapaðra skatttekna af viðbótarlífeyrissparnaði. Þá á eftir að reikna vexti og verðbætur enda er að hluta um að ræða tap sem dreifist á nokkra áratugi.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 1.12.2013 kl. 11:04

11 identicon

Nú eru VG (wc) og samfylking svona reiðir að loksins eitthvað (hugsanlega) að gerast ...

endilega skoða :

http://www.dv.is/frettir/2013/11/29/ofsagrodi-bankanna-478-milljardar-thad-sem-af-er-ari/

Iskan (IP-tala skráð) 1.12.2013 kl. 12:24

12 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Efasemdir hafa flest raunsætt fólk á stórkarlalegum kosningaloforðum Sigmundar Davíðs frá í vor. „Strax“ á að teygja í 4 ár enda hefur komið í ljós að sækja auðveldlega þennan mikla auð vefst fyrir loforðasmiðnum mikla, Sigmundi Davíð. Nú blasa við einhverjar krókaleiðir, jafnvel „fjallabaksleiðir“ og fagmenn í fjarmálum hafa miklar efasemdir. Vilhjálmur Bjarnason þingmaður telur þetta vera eins og hvert annað fúsk í fjármálum þó hann orði það ekki alveg svo hreint út en gagnrýni hans hlýtur að vekja athygli þjóðarinnar enda verður Vilhjálmur sagður vera fúskari í fjármálum þó ýmsir slíkir hafi dagað uppi á þingi.

Við munum sennilega minnast Sigmundar Davíðs sem stjórnmálamanninn sem afvegaleiddi þjóðina margsinnis. Hann blés upp andófið gegn Icesave samningunum sem hefðu skilað okkur fyrr út úr bankahruninu og sparað okkur 60 milljarða. Þá hefðum við fengið strax hagstæðara lánshæfismat, betri viðskipta og vaxtakjör og þar fram eftir götunum. En þar sem þjóðin virtist vera allt of grunlaus að þetta andóf ætti sér einhverja ástæðu, þá hefur því miður allt of margir lagt trúnað á fláræði og blekkingar þessa manns. Þess má geta að nú í haust sem leið kom í ljós að meira fé hefði skilað sér úr útistandandi skuldum þrotabús Landsbankans að nægi fyrir öllum Icesave skuldindingunum og meira til. Nú talar enginn um Icesave enda var uppákoman aðeins til þess að grafa undan ríkisstjórn Jóhönnu Siguraðardóttur hratt og vel. Blekkingarvefurinn tókst og nú er þjóðin fest í nýjum blekkingarvef Sigmundar Davíðs.

Guðjón Sigþór Jensson, 1.12.2013 kl. 13:35

13 identicon

Lítið verið rætt um hugsanlegt lögbrot vegna framkvæmdar verðtryggðra lána á Íslandi þar sem ekki er tilgreindur heildarkostnaður við lántöku. Þetta hafa þeir SDG og BB lítið vilja ræða um. því vil ég frekar segja að þessi aðgerð sé tilraun til að verja fjármálageirann.

Hlíf (IP-tala skráð) 1.12.2013 kl. 13:50

14 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Og ekki hefur verið minnst einu aukateknu orði hvað nefndarfargan Sigmundar Davíðs kostar íslensku þjóðina.

Reynsla okkar af þessum stjórnmálamanni á eftir að reynast okkur dýr.

Guðjón Sigþór Jensson, 1.12.2013 kl. 13:55

15 identicon

Málið er Guðjón að skilmálar verðtryggðra lána breytast ekki. Fjármálaöfllin hafa gullgæsina í hendi sér og almenningur eins og venjulega, fúleggin í kjöltu sér.

Hlíf (IP-tala skráð) 1.12.2013 kl. 14:22

16 Smámynd: Már Elíson

Góð grein, Guðjón (12#). - Þessi maður er þannig gena-og flokkstengdur að svik, lævísi og lygi er meðfætt ásamt stöðugri fyllingu á silfurskeiðina, sem má ekki tæmast. - Hann valdi sér einmitt líka hinn rétta og samtvinnaða rétttrúnaðarbróðir, sem er einnig "rétt uppalinn" í blekkingarleikinn. - Já, einmitt, STRAX, er víst 4 ár. - Þá vitum við það. - Hvenær á að ráðast gegn þessum viðbjóð í íslensku samfélagi ?

Már Elíson, 1.12.2013 kl. 14:24

17 Smámynd: Benedikt Helgason

Þetta er rangt Ásmundur nr. 10.

C.a. 3/4 af upphæðinni fer í að færa niður lán ÍBLS og þar með að vinda ofan af yfirveðsetningu sjóðsins.  Það er tjón sem ríkið þarf alltaf að greiða jafnvel þó svo að menn velji að gera ekkert í skuldamálunum.

Að kostnaðurinn vegna minni skatttekna vegna lífeyrissparnaðar hlutans sé 30 milljarðar dreg ég stórlega í efa því þú gerir þar með ráð fyrir að fullur 42% skattur hefði fengist af þessum inngreiðslum án þess að nokkur persónufrádráttur kæmi á móti.  Það er afar hæpið að það standist.  Þar fyrir utan getur niðurfærsla skulda minnkað þörfina á vaxtabótum og þar með sparað ríkinu nokkurt fé.

Ég heildina litið þá held ég að þetta sé nokkuð vel sloppið hjá skattgreiðendum ef þetta dugar.  

Benedikt Helgason, 1.12.2013 kl. 15:00

18 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvet sem flesta að kynna sér rannsóknir Svans Kristjánssonar prófessors við HÍ en hann hefur verið að rannsaka lýðræðið og þróun þess í íslensku samfélagi. Á ráðstefnu nýverið í Þjóðminjasafninu í tilefni 80 ára afmælis Harðar Bergmanns hélt Svanur mikla tölu um hvernig lýðræðið hefur þróast og þroskast. Við erum því miður að hverfa frá frekari útfærslu lýðræðisins eftir síðustu stjórnarskipti telur Svanur og bendir sérstaklega á þá einföldu staðreynd að nú hefur verið horfið frá að þjóðin hafi frumkvæði að nýrri stjórnarskrá. Nú er nefnd falið verkefnið undir forystu íhaldssams lögfræðiprófessors á eftirlaunum sem vill helst engu breyta!

Og ákvörðunarréttur um mikilsverð mál eins og áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið? Af hverju mátti ekki halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það mál? Og af hverju má ekki spyrja þjóðina hvort hún vilji nútímaleg eða gamaldags og óframkvæmanleg náttúruverndarlög? Það þótti sjálfsagt að leggja undir þjóðaratkvæði ef mál var til þess að grafa undan þáverandi ríkisstjórn í eina mesta áróðursstríði sem hafið hefur verið í íslenskum stjórnmálum. Ekki einu sinni, heldur tvívegis. Með' því var höggvið tvisvar í sama knérunn!

Guðjón Sigþór Jensson, 1.12.2013 kl. 15:12

19 identicon

Guðjón @18

"Og ákvörðunarréttur um mikilsverð mál eins og áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið? Af hverju mátti ekki halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það mál?"

Spyr á móti: Af hverju mátti ekki halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort farið væri út í aðildarviðræður í upphafi?   Alþingiskosningar gáfu a.m.k. enga forskrift fyrir slíku, þvert á móti!   (En þetta er sussum útrætt mál)

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 1.12.2013 kl. 15:20

20 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Við skulum athuga að með aðild okkar í EFTA og síðar EES þá erum við nálægt 70% í Evrópusambandinu. Umræður hafa fyrst og fremst mótast af tilfinningahita fremur en skynsemi og raunsæi. Þeim hefur verið stjórnað af fólki sem þráir einna mest rómantíska sveitasælu í afdal þar sem hvorki skín sól skynseminnar né raunsæisins. „Allt var betra í fornöld“ mættu einkunnarorð hóps þessa vera.

Mjög varkárir fagmenn í þessum málum telja að hagurinn sé meiri en ókostirnir. Hér hefur því miður verið stjórnað af fálmkenndum agalausum aðgerðum sem mótast fyrst og fremst af skammtímasjónarmiðum sbr. gagnrýni aðalhagfræðings Den danske Bank. Það er eins og megi aldrei líta til framtíðar í þessu landi. Nei afdalaleiðin skal farin og ekki bera hana undir atkvæði. „Við einir vitum og ráðum“ virðast vera sjónarmið þeirra sem nú ráða landi og þjóð.

Guðjón Sigþór Jensson, 1.12.2013 kl. 16:56

21 identicon

Benedikt #10, áttu við að lán ÍBLS verði ekki að fullu endurgreidd án lækkunar og þess vegna verði skuldaleiðréttingin ekki að öllu leyti aukakostnaður fyrir ríkið?

Auðvitað yrði eitthvað um slíkt. En ég tel að það yrði lítið enda eru lánin á fyrsta veðrétti í íbúum sem fara hækkandi í verði. Þeir sem ráða ekki við greiðslur eru einnig  flestir komnir fram nú þegar.

Það er örugglega mjög lítið ef nokkuð um að fólk sé undir skattleysismörkum með aukalífernissparnað enda eru lágmarksbætur hærri en skattleysismörk. Á hinn bóginn er töluverður fjöldi með hátekjuskatt.

Verst við þessar tillögur er að þeir verst settu fá ekkert en hinir best settu fá mest. Það er auðvitað galið að greiða allt að fjorum milljónum fólki sem tók lán fyrir 2005 þrátt fyrir að greiðslubyrði þeirra hafi ekkert hækkað.

Á sama tíma er ríkissjóður rekinn með tapi þrátt fyrir sársaukafullan niðurskurð á mörgum sviðum. Með slíku háttalagi stjórnvalda verður ekki langt í að Ísland verði gjaldþrota. Þetta eru fúskvinnubrögð. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 1.12.2013 kl. 17:57

22 Smámynd: Benedikt Helgason

Yfirveðsetningin nam fyrir stuttu 120-150 milljörðum ef ég man rétta Ásmundur enda er  ennþá er verið að bjóða upp eignir í stórum stíl.  Það er mikil bjartsýni að halda að mestur hluti þessa fés innheimtist án aðgerða ef eitthvað er að marka skýrslurnar um ÍBLS.  Reyndar þá held ég að þrátt fyrir að skuldaleiðréttingarnar muni minnka kostnað ríkisins vegna þessa vanda, þá duga þær ekki til til þess að klára að vinda ofan af þessu.  Því miður.  

Benedikt Helgason, 1.12.2013 kl. 18:25

23 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það eru bara 23 dagar til aðfangadags jóla, árið 2013, á falskirkju-"kristna" Íslandi!

Fjöldi fólks verður borinn út af heimilum sínum þann dag, með dyggri aðstoð sýslumanna og lögfræðinga.

Gleðilega aðventu, þið sem hafið raunverulega geð í ykkur til að gleðjast í þessu fámenna, banka/lífeyrissjóðs-rænda og svikna samfélagi.

Mér ofbýður þetta viðbjóðslega Alþjóðabanka-leikrit svo mikið, að ég get ekki annað en bent á það sem við blasir.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.12.2013 kl. 20:50

24 identicon

"um að ræða ósköp venjulega kröfuhafa af ýmsu tagi, fyrirtæki, einstaklinga, lífeyrissjóði og opinbera sjóði."

Þú ert skrítin skrúfa Ómar. Upp til hópa eru kröfuhafar atvinnufjárfestar sem haga sínum fjárfestingum algjörlega og eingöngu útfrá gróðasjónarmiði. Það að þú skulir hér vera að tala um þessa aðila eins og þetta séu einhver góðgerðarsamtök er þér ekki sæmandi.

Víst eru þetta hrægammar, þeir keyptu kröfur á fallna banka í von um fyrirhafnarlausann gróða. Og þessum aðilum viltu hlífa við þvi að verða skattlagðir, en skítt með þá sem eru að reyna að byggja sér þak yfir höfuðið. Þú ættir að skammast þín.

Bjarni (IP-tala skráð) 1.12.2013 kl. 20:54

25 identicon

Benedikt, allir skuldarar fá lækkun. Flestir þeirra hefðu hvort sem er staðið að fullu í skilum. Yfirveðsetning, hver sem hún er,  nær því aðeins að litlu leyti til skuldalækkunarinnar. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 1.12.2013 kl. 21:04

26 Smámynd: Benedikt Helgason

Já, það er markmiðið með almennri aðgerð Ásmundur, að leiðrétta hjá öllum.

Hversu jákvæð áhrifin á yfirveðsetningarvandamálið verður á bara eftir að koma í ljós. Í því samhengi þá skiptir fjöldi þeirra sem hvort sem er hefðu staðið í skilum ekki endilega meginmáli heldur hvernig gengur að færa niður skuldir þeirra sem skulda háar fjárhæðir og hafa hátt veðsetningarhlutfall. Það er væntanlega líklegast að þeir eigi í mestu brasi með að standa í skilum en þeir eru jafnframt líklegastir til þess að eiga rétt á hámarks leiðréttingu.

En það gleðilega í þessu öllu er auðvitað sú staðreynd að nota á fé úr þrotabúum bankanna í að lagfæra stöðu ÍBLS og lántakenda hans. Við hljótum að styðja allar aðgerðir sem miða að því að beita kröfuhafa gömlu bankana hörku. Það er þjóðhagslega hagkvæmt.  

Benedikt Helgason, 1.12.2013 kl. 21:45

27 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég sagði ekki að allir kröfuhafarnir hefðu verið ósköp venjuleg fyrirtæki, stofnanir og fólk, sem vildi ávaxta fé sitt.

Ég sagði að stór hluti þeirra væru af þessum toga og get alveg fallist á það að meirihlutinn sé "hrægammar" og "vogunarfjárfestar."

Ómar Ragnarsson, 1.12.2013 kl. 21:53

28 identicon

Benedikt, kröfuhafar gömlu bankanna bera enga ábyrgð á hruni þeirra. Þetta eru aðilar sem lánuðu þeim fé þar á meðal íslenskir einstaklingar og lífeyrissjóðir sem keyptu skuldabréf gefin út af bönkunum.

Að ætla sér að misnota aðstöðu sína til að knýja fé út úr kröfuhöfum er siðblinda sem mun koma okkur í koll á alþjóðlegum fjármálamörkuðum sem við erum mjög háðir. Eðlilegir samningar eru annað mál.

Slíkar aðgerðir eru einnig líklegar til að seinka afléttingu gjaldeyrishafta enda vita vogunarsjóðir að þeir þurfa ekki að gefa neitt eftir af kröfum sínum þegar þeim hefur verið aflétt.

Vogunarsjóðir eru þekktir fyrir að gefa aldrei neitt eftir. Þeir geta hæglega beðið þangað til höftum hefur verið aflétt. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 2.12.2013 kl. 11:31

29 Smámynd: Benedikt Helgason

Íslenskur almenningur ber heldur enga ábyrgð á hruni bankanna Ásmundur. Hér er fyrst og fremst tekist á um hver eigi að borga restina af hruninu sem var stöðvað áður en landið var endanlega lagt í rúst í október 2008.

Það sem er hins vegar raunverulega siðlaust er að ætlast til þess að íslenskir skattgreiðendur verði skuldsettir upp í rjáfur og velferðarkerfið lagt í rúst til þess að vogunnarsjóðir geti farið af landi brott með hagnað.

Og það er alveg sama hvernig þú lítur á þetta mál.  Á endanum á þessu veðmáli vogunnarsjóða og annarra kröfuhafa eru þeir af þínum landsmönnum sem minnst meiga sín. Og þú, eins og flest annað samfylkingarfólk, hefur stillt þér upp gegn þeim.  

Benedikt Helgason, 2.12.2013 kl. 12:01

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verðbólga hér á Íslandi í janúar 2009: 18,6%.

Verðbólga hér á Íslandi í apríl 2013: 3,3%.

Hagvöxtur
hér á Íslandi árið 2009: Mínus 6,7%.

Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2012: Plús 1,4%.

Halli á ríkissjóði
Íslands árið 2008: 216 milljarðar króna.

Halli á ríkissjóði Íslands árið 2012: 36 milljarðar króna.

Þorsteinn Briem, 2.12.2013 kl. 14:02

31 Smámynd: Þorsteinn Briem

Icesave er arfleifð Sjálfstæðisflokksins.

"Icesave var vörumerki innlánsreikninga á Netinu í eigu Landsbankans sem starfaði á Bretlandi og í Hollandi."

"Lykilstjórnendur í Landsbankanum á því tímabili sem Icesave varð að veruleika voru þeir Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson.

Í bankaráði sátu Björgólfur Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson, Þór Kristjánsson, Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda og einn af eigendum Þórsmerkur ehf. (sem er eigandi Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið) og Guðbjörg Matthíasdóttir, afhafnakona í Vestmannaeyjum."

Þorsteinn Briem, 2.12.2013 kl. 14:06

32 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Einkavæðing bankanna 2002 var einkavæðing sem fór fram árið 2002 með sölu á ríkisreknum bönkum, Landsbankanum og Búnaðarbankanum, í hendur einkaaðila.

Einkavæðingin var alla tíð nokkuð umdeild og varð enn umdeildari eftir bankahrunið 2008.

Bent hefur verið á að ef öðruvísi hefði verið farið að hefði þenslan í hagkerfinu ekki orðið jafn mikil á jafn skömmum tíma.

Einnig hefur verið gagnrýnt að ekki var fylgt upprunalegri settri stefnu um að bankarnir skyldu verða í dreifðri eignaraðild.

Steingrímur Ari Arason
sagði sig úr einkavæðingarnefnd Landsbankans í september 2002 og viðhafði þau orð að hann hefði aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum."

Geir H. Haarde
, þáverandi fjármálaráðherra, 12.9.2002:

"Við erum ekki sammála Steingrími [Ara Arasyni] þegar hann segir önnur tilboð vera hagstæðari á alla hefðbundna mælikvarða.

Þessu erum við einfaldlega ósammála og það er um þennan ágreining sem málið snýst.

Við byggjum afstöðu okkar á mati HSBC-bankans og einkavæðingarnefnd sendir málið áfram til ráðherranefndar sem tekur þessa ákvörðun eins og henni ber.

Hún er hinn pólitískt ábyrgi aðili í málinu.

Þorsteinn Briem, 2.12.2013 kl. 14:12

33 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.6.2011:

"Samkvæmt OECD er beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna bankahrunsins 2008 sá mesti sem nokkurt ríki tók á sig í bankahruninu, að írska ríkinu undanskildu.

Stofnunin segir að þyngsta höggið hafi átt sér stað nokkuð fyrir hrun þegar Seðlabanki Íslands lánaði gömlu bönkunum gegn veði af vafasömum gæðum, ástarbréfin svokölluðu, sem aðallega voru kröfur á aðra íslenska banka."

Ástarbréf Seðlabanka Íslands voru þyngsta höggið í hruninu

Þorsteinn Briem, 2.12.2013 kl. 14:15

34 identicon

Benedikt, Ísland er réttarríki. Við verðum að fara að leikreglum eða semja um frávik.

Þeir sem taka verðtryggð lán eiga að vera undir það búnir að þau hækki meira en laun. Þeir geta ekki bent á einhvern annan og sagt ég vil að hann borgi mitt tap þó að engin lög kveði á um það auk þess sem sá ber enga ábyrgð á tapinu.

Það er furðulegt að benda á kröfuhafa til að greiða tap skuldara  í ljósi þess að þeir hafa tapað mun meira en skuldarar. Tap þeirra er upp á 7.000 milljarða eða þar um  bil vegna hruns bankanna.

Þó að einhverjir hafi keypt kröfur á lágu verði og hafi því hagnast mun 30% krafna vera enn í eigu upprunalegra eigenda. Það væri fráleitt að auka tap þeirra með skattlagningu.

Ég er hræddur um að ekki sé hægt að skattleggja þrotabú bankanna nema sá skattur nái yfir öll þrotabú. Þrotabú bankanna eru ekki fjármálafyrirtæki. Það væri auðvitað fáránlegt að ríkið myndi þannig hagnast á gjaldþrotum annarra og um leið gera tap saklausra kröfuhafa enn meira en ella.

Hvorum heldurðu að liggi meira á; okkur að losna við gjaldeyrishöftin eða kröfuhöfum að koma sínu fé úr landi? Kröfuhafar geta reyndar alltaf komið sínu fé úr landi. Kröfurnar ganga kaupum og sölum á frjálsum markaði erlendis þar sem greitt er fyrir þær í gjaldeyri.

Auk þess vita kröfuhafar að okkur liggur á að losna við stórskaðleg gjaldeyrishöft. Þegar þeim hefur verið aflétt er kröfuhöfum frjálst að fara með allt sítt fé úr landi án afsláttar. Margir eru því eflaust tilbúnir til að bíða þolinmóðir.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 2.12.2013 kl. 17:07

35 Smámynd: Benedikt Helgason

Hverjum liggur á Ásmundur?

Tja, það er spurning hvort að nú fari ekki hver að verða síðastur til þess að selja kröfur á gömlu bankana?  Ég sá að minnsta kosti ekki betur í dag en að stjórnvöld væru farin að hóta að setja lög sem að koma í veg fyrir að hægt sé að halda þrotabúum í skilameðferð út í það óendanlega. Það er mikið fagnaðarefni og að sjálfsögðu liður í þessari skák sem snýst um að verðfella krónueignir kröfuhafa og fá þá til þess að greiða raunverð fyrir gjaldeyrinn.

Og við skulum endilega nýta okkur að Ísland er réttarríki. Hvaða lög eða réttur bannar okkur t.d. að setja þessi bú í gjaldþrotameðferð og rétt hverra erum við að brjóta ef við skyldum útgreiðslur úr búunum í krónum? Eftir dóm hæstaréttar þar sem kveðið var á um að heimilt er að greiða út úr þrotabúi í krónum þá er vandséð að kröfuhafar geti sannað tjón ef þetta verður gert að skyldu með lögum.

Annars held ég að skattlagning þrotabúanna sé í raun aukaatriði í þessu máli. Hún er væntanlega sett í gang til þess að minna kröfuhafa á hverjum liggur á og hverjum liggur minna á. Ef skattlagninginn heldur ekki fyrir dómstólum, sem ég sé enga ástæðu til þess að ætla, þá má trúlega ná þessu fé eftir sem áður ef búin verða þvinguð í þrot. Og kröfuhafar geta svo alltaf losnað við að borga skattinn ef þeir drífa sig bara í að semja.

En göfugustu skyldur okkar Ásmundur og auðvitað ríkisins líka eru að vernda íslenskt velferðarsamfélag og þá skiptir engu máli hvort að einhverjir einkaaðilar hafi tapað 7.000 eða 70.000 milljörðum á glórulausum viðskiptahugmyndum.

Benedikt Helgason, 2.12.2013 kl. 19:58

36 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jamm, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru fjármálasnillingar, bæði fyrir og eftir hrun íslensku bankanna haustið 2008.

Þorsteinn Briem, 2.12.2013 kl. 23:01

37 identicon

Benedikt, heldurðu virkilega að það sé lausn á okkar vanda að setja gömlu bankana í gjaldþrot svo að hægt sé að greiða kröfuhöfum í krónum?

Við það myndi snjóhengjan vaxa upp úr öllu valdi og möguleikar okkar á að losna úr höftum verða endanlega úr sögunni með skelfilegum afleiðingum.

Auðvitað á að vernda velferðarþjóðfélagið. En allar tilraunir til að gera það á siðlausan hátt eru líklegar til að mistakast og geta endað með því að við lendum í sömu sporum og Argentína sem er enn á barmi gjaldþrots fullkomlega rúin lánstrausti.

Að einangrast frá öðrum þjóðum sem óalandi og óferjandi væri ömurlegt hlutskipti. Það er alls ekki útilokað að fá afslátt á krónueignum kröfuhafa. Ég er hins vegar hræddur um að núverandi stjórnvöld muni klúðra því máli.

Ásmundur (IP-tala skráð) 3.12.2013 kl. 11:10

38 Smámynd: Benedikt Helgason

Já Ásmundur, það lítur út eins og prýðileg lausn svona frá mínum bæjardyrum séð.

Snjóhengjan væri vissulega stærri en við sætum hins vegar með allar erlendar eignir þrotabúanna og gætum t.d. sett á útgönguskatt.  Nú ef það hreyfir ekki við "þolinmóðum" kröfuhöfum þá skuldar SÍ ríkinu peninga svona að nafninu til vegna endurreisnar SÍ ef ég man rétt.  Ríkið gæti þá kannski fengið skuldina frá SÍ greidda í gjaldeyri, keypt fyrir hana Orkuveituna, gert í framhaldinu upp skuldir OR með tilheyrandi útgönguskatti sem rennur í ríkiskassann svona bara til þess að nefna eitthvað.  Það býður upp á marga skemmtilega möguleika að kalla inn erlendu eignir þrotabúanna. Ég væri hissa ef það myndi ekki örva kröfuhafa til dáða við samningaborðið ef við færum þessa leið.

En ef þú hefur áhyggjur af argentísku ástandi Ásmundur þá liggur beinast við að þú styðjir mig í þessu máli en sért ekki að gefa því undir fótinn að kröfuhafar verði frelsaðir með því að ríkið skuldsetji sig fyrir gjaldeyri fyrir þá. Þá fyrst værum við komnir í sömu stöðu og Argentína.  Það er einmitt kosturinn við ástandið á Íslandi og það er að kröfuhafar eiga fyrst og fremst kröfur á þrotabú einkabanka en ekki ríkið.

Annars erum við búin að heyra þetta með Kúbu norðursins einu sinni áður Ásmundur. Sá áróður virkar ekki. Það veit hver einasti maður á Íslandi að það bætir ekki lánstraust ríkisins að auka skuldir þess í erlendum gjaldeyri. 

Benedikt Helgason, 3.12.2013 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband