Lærdómsríkt mál.

Tyrkneskur tölvuhakkari hefur heldur betur hrist upp í fjarskiptakerfinu hér á landi og afhjúpað veikleika, ekki bara gagnvart kerfinu sjálfu, heldur líka gagnvart upplýsingagjöf fyrirtækja. 

Það var átakanlegt að heyra viðbrögð fjölmiðlafulltrúa Vodafone í hádegisfréttum útvarps í gær þegar hann var að réttlæta kattarþvott fyrirtækisins varðandi rangar upplýsingar um hina grafalvarlegu stöðu sem blasti við.

Í hádegisfréttum kom í ljós að þau Gunnar Hrafn Jónsson og Alma Ómarsdóttir höfðu unni hratt og vel næstu klukkustundir á undan til þess að upplýsa um hið raunverulega ástand, sem var það að hver sem er gat farið inn á slóðina sem tyrkneski hakkarinn skildi eftir og séð þar trúnaðarsamskipti tugþúsunda Íslendinga í öllum þrepum þjóðfélagsins, allt upp í þingmenn og ráðherra.

Á sama tíma lét Vodafone eins og þessi staðreynd, sem blasti við öllum, væri ekki til.

Ein afsökunin var sú að á þeim tíma, sem fréttatilkynning Vondafone var send út, hefði fyrirtækið ekki vitað betur.

Aumt var það.

Þarna var um að ræða alvarlegustu árás af þessu tagi sem gerð hafði verið hér á landi, og á sama tíma og tveir útvarpsfréttamenn höfðu afhjúpað málið allt og veitt bráðnauðsynlegar upplýsingar áttu útvarpshlustendur að trúa því að sérfræðingar fyrirtækisins og upplýsingafulltrúi hefðu ekki vitað neitt í sinn haus.

Aðeins tvær skýringar gátu verið á því: Annað hvort sváfu þessir menn algerlega á verðinum fram undir hádegi, eða reyndu að lágmarka skaðann með því að veita rangar upplýsingar. Beinskeyttar og nauðsynlegar spurningar Ölmu vörpuðu skýru ljósi á málið. 

Síðan var það innanhússmál hjá Vodafone hvort sérfræðingar fyrittækisins leyndu upplýsingafulltrúann þessum staðreyndum og véluðu hann þar með til þess að senda út rangar upplýsingar eða hvort upplýsingafulltrúinn var þvingaður til að makka rétt.

Í slíku tilfelli er það umhugsunaratriði fyrir hvaða fjölmiðlafulltrúa sem er, hvort hann hefur geð í sér til að vinna áfram fyrir slíka húsbændur og segi ekki frekar upp og beri við trúnaðarbresti.

Hafi upplýsingafulltrúinn hins vegar verið of seinn á sér til að birta umsvifalaust réttar upplýsingar hlýtur hann að skoða alvarlega í eigin barm.

Bogi Ágústsson lýsti frumatriðum þessa máls, sem snertir kjarna allrar fjölmiðlunar, vel í facebook færslu sinni í gær.

Sá sem ætti að vera fyrirmynd allra fjölmiðlamanna, Kristur, sagði það eitt um erindi sitt á jörðinni, þegar Pílatus spurði að því að hann væri "kominn til að bera sannleikanum vitni". Og Pílatus spurði grundavallarspurningar á móti: "Hvað er sannleikur?"  


mbl.is Öryggisáætlun Símans virkjuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir nokkrum arum vöknuðu spurningar um öryggi Vodafone varðandi tölvupóst í máli Jónínu Ben.   Þá var málið afgreitt í umræðunni með því að líklegast hefði hún verið óvarkár í meðferð lykilorða, en var það svo?

Getur verið að Vodafone hafi verið hakað þá líka og hakkarinn talið mál Jónínu það bitastæðasta úr þúsundum pósta sem hann hafi gramsað í?

Ef öryggismálin hjá þeim eru ekki í lagi nú, þá hafa  þau varla verið það þá!

Hafi svo verið þá virðist Vodafone ekki hafa dregið mikin lærdóm af fortíðinni, verður þeim þá treystandi í framtíðinni?

Þeir þurfa að gera hreinna fyrir sínum dyrum en þetta!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 1.12.2013 kl. 16:00

2 identicon

"Snöru viðbrögðin" voru eftir að þessar upplýsingar birtust á netinu

Spurningin er - hvort starfsmenn séu að skoða þessi gögn sér til skemmtunar og fróðleiks 

Fyrst ekkert virðist vera fylgst með því hver er að skoða þessi gögn - allavega uppgötvaði enginn að tekið hafði verið afrit af grunninum 

Grímur (IP-tala skráð) 1.12.2013 kl. 16:08

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Og forstjórinn hyggst sitja sem fastast. Og sennilega áfram á sömu himinháu laun unum sem eru réttlætt vegna mikillrar ábyrgðar!

Því miður eru margir, allt of margir sem lúta engum aga eða verklagsreglum. Aðalhagfræðingur Den danske Bank gagnrýndi Íslendinga fyrir það hve þeir einblína einungis á skammtímamarkmið en gjörsamlega gleyma því hvernig á að setja langtímamarkmið. Sennilega er þetta frá þeim tíma þegar stöðugt þurfti að fá bankalán til að hafa nægt rekstrarfé. Það var einfaldlega sífellt tekið út úr fyrirtækinu en lengi vel var það viðhorf gangandi á Íslandi að fyrirtæki máttu ekki skila arði.

Sennilega eru fá lönd til þar sem fyrirtæki eru jafnháð bönkum vegna rekstrarfjárs og hér. Þegar reksturinn gengur illa er að jafnaði viðkvæðið að launakostnaður sé of hár og kaupkröfur starfsmanna of miklar.

Guðjón Sigþór Jensson, 1.12.2013 kl. 17:03

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þegar menn hringdu í Hlíð í Skíðadal, sem nú er í Dalvíkurbyggð, var símhringingin tvær stuttar og í sveitasímanum talaði Framsóknarflokkurinn undir rós (dulkóðun) um viðkvæm málefni, til að mynda leynifundi flokksins með Landssambandi íslenskra útvegsmanna (LÍÚ).

Þorsteinn Briem, 1.12.2013 kl. 18:23

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Samkvæmt 42. grein fjarskiptalaga ber að eyða öllum gögnum um fjarskiptaumferð þegar þeirra er ekki lengur þörf.

Geyma má gögn vegna reikningsgerðar og rannsóknar sakamála, að undangengnum dómsúrskurði, en ekki má geyma gögnin lengur en í sex mánuði.

Lykilorð voru ekki dulkóðuð hjá Vodafone en þeim ber að halda leyndum."

Þorsteinn Briem, 1.12.2013 kl. 18:43

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.12.2013 (í dag):

Gunnar Bragi Sveinsson Framsóknarflokki með sms 12. mars síðastliðinn:

Við viljum alls ekki að náttúruverndin komist að og þurfum að standa vaktina

Þorsteinn Briem, 1.12.2013 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband