2.12.2013 | 23:07
Blautt ár.
Ársin 2013 verður minnst sem blauta ársins, ekki vegna þess að úrkoman hafi verið eitthvað óskaplega mikil, heldur vegna þess að hún var svo mikil sumarmánuðina og sumrin þar á undan og raunar flest sumur síðustu tíu árin, höfðu verið svo staðviðrasöm, björt og hlý.
Sumir kuldatrúarmannanna, sem ég kalla svo, gleðjast yfir því að árið skuli vera miðlungi hlýtt og jafnvel heldur svalara en meðalárin frá áramótum, en gleyma því, að loftslagsbreytingar gerast yfirleitt miklu hægara en svo að hægt sé að miða við hvert ár um sig.
Hitinn sveiflast upp og niður á svipaðan hátt og getið er um í ritningunni um sjö feit ár og síðan sjö mögur ár, en þegar dregin er lína í gegnum miðjurnar á niðursveiflunum og uppsveiflunum kemur samfelld hækkun fram frá árinu 1990 og raunar líka samfelld hækkun frá árinu 1890.
Enda gengu skriðjöklar lengra fram það ár en nokkru sinni fyrr frá landnámi.
Næstum þrjátíu prósent meiri úrkoma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Meðalhiti í Reykjavík [í nóvember síðastliðnum] var 2,2 stig, sem er 1,1 stigi ofan meðallags áranna 1961-1990 en 0,1 stigi undir meðallagi síðustu tíu ár."
"Sólskin í Reykjavík mældist 35,4 stundir, 3 stundum færri en í meðalári.
Þá var alhvítt í Reykjavík í fimm daga, sem er tveimur dögum undir meðallagi áranna 1971-2000."
Tíðarfar í nóvember 2013 - Veðurstofa Íslands
Þorsteinn Briem, 2.12.2013 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.