Grátleg "hugkvæmni" og meðvirkni.

Sérkennilega hugkvæmni má sjá birtast víðar en í því að senda jólapakka með smáþyrlum til viðtakenda. 

Þegar líður nær jóluim eykst örtröð við verslanir og þá er stundum erfitt að krækja sér í bílastæði. 

Ég hef fylgst svolítið með því hvernig stæði sérmerkt hreyfihömluðu fólki eru notuð og mest blöskrar mér þegar bílar með merki hreyfihamlaðra í framglugga eru misnotaðir á þann hátt að fullfrískir bílstjórar leggi þeim í sérmerktu stæðin og skokki síðan léttilega inn í verslanir eða stofnanir til að sinna erindum sínum eða hinna hreyfihömluðu.

Steininn tekur þó úr þegar hinn hreyfihamlaði situr inni í bílnum á með hinn lipri bílstjóri nýtir sér merkið sem bíllinn er merktur með til þess að misnota aðstöðu sína.

Í aðeins einu af þeim ótal tilfellum sem ég hef gefið mig á tal við það fólk, sem hefur farið svona að, hefur það séð neitt athugavert við það og að rökræða um málið hefur verið eins og tala við stein.

Finnst mér magnað að til skuli vera fatlað fólk sem finnst það í lagi að fullfrískir bílstjórar taki stæði af hreyfihömluðum með samþykki hins hreyfihamlaða skráða eiganda bílsins. 

Það er á hreinu að tilgangurinn með því að hafa merki í glugga bílsins er fólginn í því að auðvelda hreyfihömluðum að komast á milli bíls og húss en ekki að gera það auðveldara fyrir fullfrískt fólk.

Þess vegna er varla hægt að álykta öðruvísi en svo að heimska eða eigingirni eða jafnvel hvort tveggja felist í því að reyna að réttlæta misnotkun af því tagi sem virðist vera furðu algeng hvað snertir notkun bíla í eigu hreyfihamlaðra.  

Smá dæmi um "rökræðu" við einn líkamlega fullfríska bílstjórann.

 

"Þetta stæði er fyrir hreyfihamlaða".

"Já, það er svoleiðis merki í bílglugganum."

"En þú ert ekki hreyfihamlaður".

"Nei, konan mín er það, sem situr þarna í bílnum og á bílinn."

"Já, en þú fórst inn í húsið en ekki hún. Hún er búin að sitja allan tímann inni í bílnum."

"Já, en hún á bílinn og ég var að versla fyrir hana."

"Rétturinn til að nota stæðið fyrir þennan bíl gildir aðeins þegar hún þarf að fara út úr bílnum og inn í hann."

"Nei, hann gildir fyrir mig líika þegar ég fer inn í hennar erindagerðum".

"Hér eru tvö stæði og það var kominn bíll í hitt þannig að þú komst í veg fyrir að raunverulega hreyfihamlaður bílstjóri gæti lagt hérna af því að þú ollir því bæði stæðin voru upptekin."

"Það hefur áreiðanlega enginn slíkur bíll komið hér rétt á meðan ég var rétt að skjótast inn."

"Hvernig veistu það aðe enginn slíkur bíll hafi komið? Og hvernig átti sá sem var á þeim bíl að vita að þú ætlaðir bara "rétt að skjótast inn".

"Það er alveg óþarfi að hafa tvö stæði hérna fyrir fatlaða." 

"Jæja? Hér eru apótek, læknamiðstöð, bankaútbú og blokkir fyrir aldraða á bak við. "

"Ég gat ekkert vitað um það."

"Nei, en þú máttir vita að borgarstarfsmennirnir sem gerðu tvö stæði hér teldu vera nauðsyn fyrir þau."

"Nei, ég gat ekkert vitað um það."

"Leggurðu bílnum jafnvel í svona stæði án þess að konan þín sé með?

"Já, alltaf þegar ég get."  

"Og er konan þín ánægð með það? "

"Já, að sjálfsögðu, ég er að nota bílinn fyrir hana. Ég er með merkið í glugganum og hef rétt til þess og þér kemur þetta ekkert við."

"Jú, ég á fatlaðan son og mér kemur þetta víst við, og það jafnvel þótt ég ætti engan fatlaðan ættingja eða vin."  

"Hættu þessu helvítis röfli og dónaskap og hunskastu burtu." 


mbl.is Ætla að senda pakkana með smáþyrlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þér með að stæði hreyfihamlaðra ætti ekki að misnota. En hvernig í ósköpunum tengist það þessari frétt?

Halldór J. (IP-tala skráð) 2.12.2013 kl. 21:13

2 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Ómar, langar að segja þér frá smá vitneskju sem mér barst frá manni sem er mjög áreiðanleg heimild og sýndi mér nýtt app. Með því er hægt að fylgjast með öllum farþegaflugvélum frá því að þær fara í loftið og þar til þær lenda.Sama á við um skip.En vegna þess að þú ræddir um bílastæði þá fylgdi það sögunni að einungis eru til stæði fyrir 70% flugflota heimsins þannig að 30 % flotans verður að vera á flugi.Þetta eru auðvitað einhverskonar meðaltöl en Bandaríkjamenn lentu í vandræðum þegar þeir þurftu að "gránda" allar vélar eftir árásirnar á WTC 11 sept.

Sigurður Ingólfsson, 2.12.2013 kl. 22:38

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jú, það þarf jákvæða hugkvæmni til að nota smáþyrlur til að flytja gjafir, en alveg sérstaklega neikvæða hugkvæmni til að rökstyðja það þegar fullfrískt fólk misnotar stæði fatlaðra.

Ómar Ragnarsson, 2.12.2013 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband