3.12.2013 | 11:34
Hvílíkt fimbulfamb um það hvernig RUV hafi brugðist.
Nú sér maður það á blogginu að sumir þeir sömu og vilja að Ríkisútvarpið verði lagt niður eða fjársvelt sem mest kenna RUV um það að vitneskja um ástandið í Hraunbæ í fyrrinótt varð ekki öllum fjölmiðlum kunnugt fyrr en alllöngu eftir að það hefði getað orðið.
Þessi bloggarar, sem vilja fjársvelta RUV sem mest, segja að lögreglunni beri ekki að segja fjölmiðlum frá því ef hættuástand myndast vegna óðs byssumanns, heldur eigi RUV að hafa fréttamann á vakt allan sólarhringinn við öll íbúðarhús landsins. Annars bregðist það skyldum sínum.
Setjum sem svo að Veðurstofan hefði á undan síðasta Heklugosi ekki hringt í RUV 40 mínútum fyrir gos til að láta vita af því að samkvæmt ákveðnum vísbendingum á mælum myndi byrja að gjósa innan klukkustundar. En þetta gerði Veðurstofan og RUV brást strax við.
Samkvæmt ályktunum ofangreindra bloggar myndi það hafa verið RUV að kenna ef ekki hefði verið sagt frá síðasta Heklugosi fyrr en það hófst af því að fréttastofa RUV hefði ekki fastan fréttamann allan sólarhringinn til að vakta alla mæla Veðurstofunnar.
Raunar sagði RUV frá gosinu 40 mínútum áður en það hófst og var fyrst fjölmiðla með þá frétt, en eingöngu vegna þess að vaktmaður á Veðurstofunni lét fréttastofuna vita.
Visir.is sagði frá ástandinu í Hraunbæ um svipað leyti og RUV og ætti því sennilega að leggja báða helstu ljósvakamiðlana niður að mati óvildarmanna RUV, úr því að báðir "brugðust".
Ofangreindir bloggarar fimbulfamba um hluti sem þeir vita greinilega ekkert um.
Allir fjöllmiðlar reyna að vera með puttan á púlsi fréttanna eftir bestu getu og hafa áratugum saman reynt að beita þrýstingi á almannayfirvöld, lögreglu og aðra um að láta fjölmiðla vita um allt það sem almenning varðar.
Sjálfur hef ég frá upphafi fréttamannsferils míns kappkostað að vera ævinlega í sem bestri viðbragðsstöðu varðandi það ef eitthvað gerist, sem kallar á sem fljótast viðbragð.
Ég gekk meira að segja í björgunarsveit og fór í leitir á flugvél minni á eigin kostnað til að slá tvær flugur í einu höggi, leggja mitt fram við leit og björgun og geta í leiðinni verið á tánum sem fréttamaður fyrir mína fréttastofu.
Ég er enn í þessari viðbragðsstöðu og þess vegna var ég meðal annars fyrstur til að taka góðar myndir í návígi og koma eim í birtingu af síðasta Grímsvatnagosi.
Síðast i gær fór ég út á Reykjavíkurflugvöll til að snúa TF-FRÚ upp í vindinn og binda hana vel, skafa af henni snjó og losa um flapa. Stundum geri ég þetta daglega.
Ég er ævinlega ef þess er nokkur kostur með allan jöklabúnað minn tiltækan í þeim bílum sem ég ek daglega og tek því árásir fyrrgreindra óvildarmanna RUV persónulega til mín.
Allir fjölmiðlar og fjölmiðlafólk reyna að vera á tánum eftir því sem aðstæður og fjárráð leyfa til að geta flutt áríðandi fréttir sem fyrst og réttast.
Síðan koma óvildarmenn RUV og sýna með skrifum sínum að þeir eigi enga ósk heitari en að lögreglan og önnur yfirvöld þegi sem lengst of fastast yfir því sem varðar almenning, bara vegna þess að það sanni að RUV bregðist skyldu sinni og sé óþarft.
Lögreglan lét fjölmiðla ekki vita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jæja Steini minn...koma með einhverja langloku núna..
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 3.12.2013 kl. 12:25
Hvað, er Steini ekki á vaktinni? Leggjum hann niður!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.12.2013 kl. 12:35
Uss, uss...ekki vekja þursinn !
Mér finnst nú persónulega að RUV hafi ekkert verið að standa sig betur en aðrir fjölmiðlar og þessvegna ætti það meiri tilverurétt en aðrir. - RUV er ógeðslegt bákn með handónýtan pólitískan ættlegg sem gerir mann fráhverfan því að óska því góðs. - Þennan flór þarf að moka út og stokka upp á nýtt.
Og að fólk skuli tala um það að RUV sé nauðsynlegt og það sérstaklega vegna landsbyggðarinnar, eitthvert öryggisnet ef þetta og hitt....Bara bull. - Sendar RUV eru oftar bilaðir en nokkurra annarra t.d.
Már Elíson, 3.12.2013 kl. 12:47
Vegna þess að Ómar gekk í björgunarsveit m.a. til ,, í leiðinni verið á tánum sem fréttamaður fyrir mína fréttastofu." er rétt að vekja athygli á að ,, Björgunarsveitarmönnum er skylt að gæta þagmælsku um mál sem þeir fá vitneskju um við störf samkvæmt lögum þessum og leynt skulu fara samkvæmt fyrirmælum stjórnvalda og eðli máls." skv. 4. gr. laga um um björgunarsveitir og björgunarsveitarmenn nr. 43/2003.
Kristján H. Kristjánsson, 3.12.2013 kl. 14:26
Og enn eru öfgahægrivesalingarnir með undirritaðan á heilanum.
Þorsteinn Briem, 3.12.2013 kl. 15:27
Kristján, þagmælskan sem þú vísar í varðar auðvitað persónulegar upplýsingar sem björgunarsveitarmenn verða áskynja. Ekki þess sem blasir við öllum sem á vettvang koma þ.á.m. öllum fréttamönnum, hvort sem þeir eru tengdir björgunarsveitum eða ekki.
Ertu að ásaka Ómar um að hafa rofið trúnað á atriðum sem trúnaður nær yfir?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.12.2013 kl. 16:15
uhh er ég þá óvildarmaður RÚV .. skil þig nú ekki alveg Ómar
Jón Snæbjörnsson, 3.12.2013 kl. 16:18
Hlutverk björgunarsveitamanna er auðvitað að sinna skyldum sínum skv. lögum en ekki samhliða starfa sem fréttamenn. Það er ekki þeirra að meta hvað má fjalla um í fjölmiðlum og varðar auðvitað ekki einungis persónulegar upplýsingar. Það skiptir engu máli þótt það ,,blasir við öllum sem á vettvang koma þ.á.m. öllum fréttamönnum". Yfirmenn þeirra í björgunarsveitum sjá um um samskipti við fjölmiðla í samráð við stjórnvöld sem lögum samkvæmt fara með yfirstjórn björgunar- og leitarmála á hverjum tíma. Ef þú lest vandlega það sem ég hef skrifað þá sérðu að ég hef ekki ásakað ,,Ómar um að hafa rofið trúnað á atriðum sem trúnaður nær yfir." Samkvæmt fréttum var hann handtekinn fyrir að óhlýðnast skipun lögreglu í haust, þannig að ástæða er til þess að efast um löghlýðni hans.
Kristján H. Kristjánsson, 3.12.2013 kl. 16:41
Ljótt er þeirra fimbulfamb,
fretnaglarnir skíta,
heimskir með sinn hanakamb,
hér þeir allir rýta.
Þorsteinn Briem, 3.12.2013 kl. 16:49
Það hlýtur að vera í verkahring aðgerðastjórnar lögreglu að senda fjölmiðlum áríðandi fréttatilkynningar um yfirstandandi lögregluaðgerðir eftir því sem við á.
Guðmundur Ásgeirsson, 3.12.2013 kl. 17:03
Að sjálfsögðu hafa yfirmenn björgunarsveita ekki hugmynd um að Ómar Ragnarsson sé fréttamaður og birti fréttir í Ríkisútvarpinu.
Og ég gæti best trúað að þeim þyki mikill fengur í hans aðstoð við að leita að fólki úr lofti.
Þorsteinn Briem, 3.12.2013 kl. 17:05
Kristján, ég var ekki sammála Ómari í hraunmálinu, fjarri því, en mér sást alveg yfir þá snjöllu hugspeki að flokka hann ómarktækan fyrir vikið.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.12.2013 kl. 17:28
Stein oft hann bloggar hér
og bullar bara og bullar
og ekkert kemur af viti hér
frá hans hendi skrifað.
Hann Steini hrellir eltir mann
Ómar sem og aðra
ekki er gott að hafa hann
skítbuxan at tarna.
Helgi Jonsson (IP-tala skráð) 3.12.2013 kl. 17:59
Helgi Jóns oft hugsar smátt,
hann hér á sig skítur,
öfgakarl sá hefur hátt,
hann allt fyrirlítur.
Þorsteinn Briem, 3.12.2013 kl. 18:20
Merkilegt er að menn skuli rjúka upp núna, eftir alla þessa áratugi með ásakanir um að ég hafi "rofið þagnarskyldu" í störfum mínum sem björgunarsveitarmaður og brotið lög.
Í einni leitinni fann ég manninn sem leitað var að. Eftir að ég var búinn að beina björgunarsveitarmönnum á landi til hans tók ég við hann viðtal að þeim viðstöddum.
Ég fullyrði að aldrei í eitt einasta skipti kom fram athugasemd frá leitarmönnum eða stjórnendum leitar við störf mín. Á þeim tíma var það á allra vitorði að ég var flugflokkur björgunarsveitar Ingólfs og jafnframt fréttamaður.
En þeir sem nú ráðast að mér ætla sér sennilega að nýta sér það hve langt er um liðið til þess að koma á mig höggi.
Ég skora á þá sem koma fram þessar ásakanir nú að leita heimilda hjá þeim, sem stjórnuðu og stjórnað hafa þeim björgunaraðgerðum og leitum, sem ég hef ýmist fjallað um eða tekið þátt í á árum áður og finna ásökunum sínum stað.
Sennilega er til of mikils mæst að óska þess að þeir biðjist afsökunar.
En kannski
Ómar Ragnarsson, 3.12.2013 kl. 21:57
Flaug í leitir forðum tíð
þá fréttir reit að vonum
Ómar þreytir arg og níð
þá að menn veitast honum
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 3.12.2013 kl. 23:54
Steini stekkur bloggið á
í vinsti vanga, hiti
ritar svart og oft á ská
kemur fátt af viti.
HH (IP-tala skráð) 4.12.2013 kl. 10:18
Lærðu nú eitthvað í bragfræði, HH.
Þorsteinn Briem, 4.12.2013 kl. 12:43
Það kom fram hjá lögreglu að þeir töldu aðstæður þannig að ekki væri rétt að vekja athygli utanaðkomandi á þessu meðan á aðgerðum stóð enda getur hver séð að skynsemin er lítil að segja frá og jafnvel fá forvitið fólk á staðinn meðan að kúlurnar flugu um umhverfið. En að öðru leiti er í gangi skipulögð sella sem mönnuð er sérstaklega til að gera árásir á RÚV látlaust til að undirbúa náðarhöggið þe. sölu á rás 2
Bergur (IP-tala skráð) 4.12.2013 kl. 15:28
Ómar, ef þú lest mjög vandlega, eins og æskilegt er að fréttamenn gera, það sem stendur á þessari síðu, þá munt þú sjá að enginn ásakað þig um að þú ,,hafi "rofið þagnarskyldu" í störfum þínum sem björgunarsveitarmaður og brotið lög." Einungis var vakin athygli á að björgunarsveitarmönnum er skylt að gæta þagmælsku um mál sem þeir fá vitneskju um við störf og leynt skulu fara samkvæmt fyrirmælum stjórnvalda og eðli máls. skv. lögum. Það var gert vegna þess að hætta er á að skrif þín hvetji fréttamenn til þess að ganga í björgunarsveitir m.a. til þess að afla frétta, eins og þú viðurkennir að hafa gert. Björgunarsveitir vinna mjög náið með lögreglu, sem nýtur mest traust helstu stofnana samfélagsins. skv. skoðunarkönnun MMR 2013. Björgunarsveitir virðast einnig njóta mikils trausts m.a. lögreglu. Þar á móti er borið lítið traust til fjölmiðla skv. sömu könnun og má þess vegna ekki blanda saman fjölmiðla og björgunarsveitir. Það er mjög erfitt að afla sér trausts, sem getur minnkað verulega eða horfið skyndilega t.d. vegna brot á þagnaskyldu. Fréttamenn geta auðvitað starfað í björgunarsveitir en mega ekki blanda því saman við störf þeirra sem fréttamenn. Sem dæmi má nefna að fólk, sem hefur lent í hræðilegum atburðum, verður að geta treyst því að það er að ræða við björgunarsveitamann en ekki fréttamann dulbúinn sem björgunarsveitarmaður. Einnig ef fjölmiðill birtir myndir af vettvangi, sem dulbúinn fréttamaður tók, getur það skaðað lögreglurannsókn.
Kristján H. Kristjánsson, 4.12.2013 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.