Kína var ekkert stórveldi.

"Kínverjar þurfa að gera sér grein fyrir því að þeir eru ekkert stórveldi heldur aðeins gamalt asískt land..." 

Svona hefðu Bretar getað talað niður til Kínverja allt fram að miðri síðustu öld í lok eymdartíma hins gamla stórveldis sem Kína hafði verið fyrr á tímum.

Á þeim tíma sem vestrænu nýlenduveldin blómstruðu best nýttu þau stöðu sína til þess að kúga kínverja og lítillækka þá.  Þar fóru Bretar fremstir í flokki.

Hæst skein dýrðarsól Breta fyrir réttum hundrað árum, áður en Fyrri heimsstyrjöldin skall á.

Þá hneig sólin aldrei til viðar í hinu mikla breska heimsveldi.

Styrjöldin og heimskreppan fóru illa með Breta og Seinni heimsstyrjöldin, sem Churchill vildi ekki aðeins heyja til að bjarga vestrænu lýðræði, heldur enn frekar til að viðhalda heimsveldinu, varð líkkistunaglinn í veldi Breta jafnframt því sem ný stórveldi, Bandaríkin og Sovétríkin, tóku við.

Breska nýlenduveldið hrundi og á tímabili var jafnvel talað um Bretland sem  "vesaling Evrópu", ("the sick man of Europe").   

Um 1970 fóru Japanir að rétta hratt úr kútnum og uppgangur Kínverja hefur verið ævintýri líkastur síðustu tuttugu ár.  Auk þess hafa Indland og Suður-Kórea styrkt stöðu sína sem efnahagsveldi.

Ég man þá tíð þegar Kína var vesalingur en sagt var: "Kína er sofandi risi. Guð hjálpi okkur þegar hann vaknar".

Síðustu ár hafa þessi orð fengið nýja merkingu. Ummæli kínverska sjónvarpsins, ef rétt eru eftir höfð, lýsa hroka en ekkert er nýtt undir sólinni. Ummæli vestrænna nýlenduherra um Kínverja voru ekki síður hrokafull í mínu ungdæmi.  


mbl.is Bretland ekkert stórveldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

History is full of defeated nations who did the sole mistake of underestimating the British.

Hver sagði þetta annars?

 Man annan, - eftir fall Frakklands 1940 og brottharf Breska hersins þar (BEF & RAF) sögðu Frakkar að Bretar yrðu fyrir þetta snúnir úr hálslið eins auðveldlega og kjúklingur. En eftir úrslit orrustunnar um Bretland hrökk upp úr ákveðnum og orðheppnum forsætisráðherra hin fræga setning, - "Some neck. Some chicken"

Kína er stórveldi. En þeir eru kannski á háskalegri braut.

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.12.2013 kl. 15:54

2 identicon

Þeir mega nú alveg hnýta aðeins í þá, Bretar píndu uppá þá mörgum tonnum af ópíum og þegar þeir reyndu að banna ópíum í kína þá bombuðu þeir þá til helvítis með skipafallbyssunum og tóku af þeim Hong Kong, var það ekki einhvernveginn þannig..

maggi220 (IP-tala skráð) 4.12.2013 kl. 07:48

3 identicon

Þessi röksemd minnir á söguna um úlfinn og lambið sem hittust við læk.
Úlfurinn át lambið eftir að réttlæta sig með röksemdum um það að hrútur nokkur, pabbi lambsins hefði stangað sig þegar hann var hvolpur.
Bretar börðust gegn Japönum sem bandamenn Kínverja í seinna stríði. Mannfall Kínverja er talið leika nærri 15 milljónum. Þetta er enn í mannsminni en lok seinna ópíumstríðsins er það ekki (1860)
Skipa-fallbyssu-aðferðin var reyndar kölluð "gunboat policy" og var beitt víða um heim. Nelson minnir mig að hafi bombaderað Kaupmannahöfn......

Jón Logi (IP-tala skráð) 5.12.2013 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband