Flokkar Birgis og Eysteins?

Alþingismennirnir Eysteinn Jónsson og Birgir Kjaran voru meðal helstu brautryðjenda í náttúruvernd í Íslandi á liðinni öld. mynd

Eysteinn var alþingismaður í fjóra áratugi, ráðherra í rúm 20 ár og varaformaður og síðar formaður Framsóknarflokksins.

Hann studdi alla tíð náttúruvernd og beitti sér fyrir stofnun Náttúruverndarráðs enda mikill náttúruverndarmaður og útivistarmaður.

Ég kynntist þessu í ferðum, sem ég fór með honum um landið þegar ég skemmti á héraðsmótum Framsóknarmanna á sjöunda áratugnum.

Þá miðlaði hann af fróðleik sínum og reynslu á þessu sviði. 62-220

Birgir Kjaran alþingismaður var einnig ötull náttúruverndarmaður og formaður Náttúruverndarráðs 1960-72, en þá tók Eysteinn við formennsku.

Í tíð þessara tveggja manna var unnið mikið brautryðjendastarf með gerð viðamikilllar náttúruminjaskrár yfir friðlýst svæði og önnur merk svæði hvað náttúrufar snertir.

Þegar hugsað er til þessara tveggja frumherja í röðum Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna hljómar nöturlega herhvöt Gunnars Braga Sveinssonar til samherja sinna í þingflokki Framsóknarmanna með sms-skeyti á útmánuðum 2013 um að standa vaktina sem allra best gegn náttúruverndinni í beitingu málþófs á Alþingi til að koma í veg fyrir afgreiðslu náttúruverndarlaga.

Og síðan hin dæmalausa einhliða tilskipun umhverfisráðherra flokksins um að hann hefði ákveðið að afturkalla náttúruverndarlögin.

Alþingi hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnar Bragi ferlegt fress,
fagurt allt hann hatar,
sauður sá með essemmess,
engan manninn platar.

Þorsteinn Briem, 3.12.2013 kl. 22:05

2 identicon

Að gera flónið hann Gunnar Braga að utanríkisráðherra, verður líklega frægasta og stórasta "heimsmet" Sigmundar Davíðs.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.12.2013 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband