10.12.2013 | 13:42
Fyndnastir eru "jeppar" með aðeins framhjóladrif.
Eitthvert best heppnaða markaðsátak síðustu áratuga er "jeppabylgjan" sem segja má að hafi byrjað af alvöru með tilkomu Toyota RAV 4 fyrir tæpum 20 árum.
Hann var að vísu af svipaðri stærð og gerð og hinn fjórhjóladrifni Lada Niva ("sport" á Íslandi) hafði verið 15 árum fyrr og Suzuki Vitara og Daihatsu Terios fimm árum fyrr, en RAV 4 var sá fyrsti sem var með sjálfstæðri gormafjöðrun á öllum hjólum og grindarlaus, byggingarlag, sem síðar fékk heitið "crossover" eða umskiptingar.
Brátt fylgdu í kjölfarið jepplingar eins og Honda CRV, Mitsubishi Outlander og Landrover Freelander og segja má að þarna hafi bílaframleiðendur fundið það sama og Framsóknarflokkurinn hér heima, þ. e. hina rómuðu millistétt, sem til dæmis Barack Obama telur undirstöðu grósku í hagkerfinu ef hún sé nærð sem best.
Markaðsátakið varðandi jeppa og jepplinga á enn mikið inni og nú er enginn maður með mönnum nema hann sé á "jeppa".
Hið fyndna er að hjá meira en 95% kaupendanna það er aðeins útlitið sem skiptir í raun máli, ekki eiginleikarnir því að í 95% tilfella erlendis fer bíllinn aldrei út af malbiki.
Sumir "jepplingarnir" eru aðeins með aðeins um 17 sentimetra hæð frá jörðu og síga niður í 12 sentimetra við hleðslu, en í því ástandi komast þeir engar torfærur og það er lægra undir þá en óhlaðna venjulega fólksbíla.
Og hin síðari ár seljast framhjóladrifnir "jepplingar" miklu betur en fjórhjóladrifnir og sumir þeir nýjustu eru ekki einu sinni framleiddir með fjórhjóladrifi eins og Opel Mokka og Chevrolet Trax !
Aðeins lítill hluti Nissan Juke er seldur með fjórhjóladrifi því að það að vera á "jeppa" er stöðutákn.
Og framendarnir á flestum "jeppunum" skaga langt og lágt fram og eru þannig, að þeir hafa þessa fínu eiginleika sem jarðýtutannir eða snjómoksturstannir
Jeppinn tekur við af fjölnotabílnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ei hefur Steini bloggað hér
furðu það nú vekur
ætli hann sé eins og bráðið smér
og buxum hans nú lekur.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 10.12.2013 kl. 15:09
Ætli það séu aðrir en Íslendingar sem kenna þessa bíla við jeppa/torfærutæki? Víðast hvar eru þeir einfaldlega kallaðir SUV (Sport Utility Vehicle). Ekki er ætlast til mikilla torfærueiginleika af þeim.
Fjórhjóladrif kemur sér vissulega vel t.d. í snjó (þó ekki miklu meira en rúmlega ökkladjúpum). En yfirleitt held ég menn geri ekki ráð fyrir að þurfa mikið að nota það.
Fyrir um aldarfjórðungi þegar ég sá um bílasíðu Morgunblaðsins skrifaði ég þar frétt um rannsókn sem gerð hafði verið í Bandaríkjunum og leiddi í ljós að 95% eigenda fjórhjóladrifinna bíla, sem við mundum kalla jeppa, fóru ALDREI út fyrir malbikið. Þetta voru bílar á borð við Bronco, Blazer og Jeep.
Þeir sem vilja og ætla sér í torfærur eins og slóða (sem ná ekki fjallvegastaðli), yfir óbrúaðar ár, ösla djúpan snjó o.s.frv. leita varla eftir jepplingum.
Sjálfur er ég ánægður með minn gamla litla Hyundai Tuscon jeppling, ekki síst fyrir það hve auðveldur hann er í umgengni og rúmgóður, en líka fyrir hvað hann er duglegur í snjó upp að þolmörkum (þolmörkin eru þegar hann sest á kviðinn, veit ekki alveg hve djúpt það er, giska á 25-30 sm). Fyrir þá sem þurfa ekki að paufast mikið í snjó þarf einfaldlega ekki nema eitt drif. En, byggingarlagið hefur sömu kosti þótt drifið sé bara eitt og svo eyðir hann minna.
Þórhallur Birgir Jósepsson, 10.12.2013 kl. 16:24
Hrossataðið Helga Jóns,
hafnar í hans koki,
þrýstiloft nú þessa flóns,
þessu veldur roki.
Þorsteinn Briem, 10.12.2013 kl. 16:45
Fyndnastir eru jeppar, aðeins með framdrifi ?
Ég vissi ekki að þesskonar jeppar væru til.
Hér áður fyrr voru það eingöngu fjórhjóla drifnir herbílar af minni gerð og bílar þróaðir út frá þeim, sem voru kallaðir jeppar á Íslensku. Þetta voru einfaldir, traustir bílar sem hægt var að binda í allan hringinn.
En hér uppi á Íslandi er mönnum meinlega við reglur, en amerísk skammstöfun sem varð að ágætu íslensku orði sem allir skildu, er nú notað um bíla sem hvergi er hægt að binda í og kæmust ekki einu sinni í slóðina eftir gamlan Skoda, hvað þá VW bjöllu.
Jepplingur er ágætt orð og þá er átt við fjórhjóladrifin, frekar ferkantaðan bíl sem þægilegt er fyrir fullorðið fólk að setjast inní og stíga útúr. Einnig er hagkvæmt fyrir fullorðið fólk að þurfa ekki mikið að vera að ýta eða moka frá bílum sínum þegar færð versnar aðeins.
Einkum hefur þetta orð Jepplingur verið notað um minni bíla af þessari gerð, en æti og að gilda um þá stóru 200 - 300 Hö. Sem ekki hafa neitt meiri veghæð en aðrir jepplingar og er oft vandræði að binda í.
Hrólfur Þ Hraundal, 10.12.2013 kl. 23:26
Steini briem með sóðakjaft
sem ekkert er á mark takandi
hann kann eigi að segja satt
og rétt svo varla talandi
Helgi jónsson (IP-tala skráð) 11.12.2013 kl. 12:34
Lærðu nú bragfræði, Helgi Jónsson.
Hef alltaf fengið 10 í íslensku, elsku kallinn minn.
Þorsteinn Briem, 11.12.2013 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.