Ólöglegt að klappa einhverjum á kinnina ?

Er ólögleg sú "aðferð" að klappa einhverjum á kinnina. Nei, það er ekki ólöglegt ef það er gert þannig að það sé tákn um vináttu eða blíðuhót.  

En það er ekki sama hvernig það er gert eða við hvaða aðstæður. Ef klappað er fast eða slegið með lófanum er það árás.

Sú "aðferð", sem byggist í þeirri hreyfingu handar að færa flatan lófann að kinn annarrar manneskju og taka hann frá aftur, er ekki og verður ekki ólögleg svo framarlega sem þetta er gert laust en ekki fast.


mbl.is Vilja handtökumálið fyrir Hæstarétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á mörgum löggan klappar kinn,
kyssir líka stundum,
enginn sést þar afglapinn,
allt þar löglegt fundum.

Þorsteinn Briem, 10.12.2013 kl. 18:32

2 identicon

Já það eru margir sem furða sig á því hve erfitt virðist vera fyrir "sumt fólk" að skilja þetta, en það má lagfæra með því að ræða meira "siðblindu". Það er fínt mál að Snorri Magnússon láti mikið fyrir sér fara í þessari umræðu, það mun koma að því að embættisverk hans verði rædd opinberlega.

símon (IP-tala skráð) 10.12.2013 kl. 18:32

3 identicon

það a að reka lögreglumanin ur lögregluini an tafar við eigum ekki að þurfa að borga svona hrotta laun .Snorri Magnusson ma fara sömu leið

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 10.12.2013 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband