"Einu sinni á ævinni".

Upp kom sú staða hjá Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra Dana að sitja á milli Barack Obama Bandaríkjaforseta og David Camerons forsætisráðherra Breta.

Slíkt gerist líklega einu sinni á ævi hennar eða hvers þess, sem í slíku lendir og Helle tók mynd af sér og sessunautum sínum til að eiga fyrir sjálfa sig.

Þetta heitir að taka "selfie", athæfi, sem gerist líkast til milljón sinnum í heiminum í hverri viku.

Úr þessu verður stórfrétt og sú mest lesna hér á mbl.is og víðar um heiminn. Já, ekki má nú mikið til að úr verði stærsta fréttin þær stundirnar!

Hæst hafa þeir sem myndu sjálfsagt hafa gert það sama í sporum Helle eða eru búnir að gera það sama í svipuðum sporum.   


mbl.is Tók „selfie“ með Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefur allavega nokkuð hátt um það og ætla ég því að þú talir af reynslu. Og augljóslega þarf ekki mikið til að þú takir af heilum hug þátt í fjölmiðlafárinu. Hvort ætli þetta flokkist undir athyglissýki eða öfund?

Hallgrímur (IP-tala skráð) 11.12.2013 kl. 01:36

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mynd

Þorsteinn Briem, 11.12.2013 kl. 01:57

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Steini Breim, er fyrrv. ráðherra Noregs svona sólbrúnn, eða er hann fæddur í Afríku?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.12.2013 kl. 08:43

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Síðustu forvöð fyrir Helle. Annar hver ráðherra í ríkisstjórn hennar er atavinnulygari, og einn sagði af sér í gær þegar hann var tekinn í lygi. Hann hefur væntanlega ekki tekið selfie í þeirri stöðu.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.12.2013 kl. 08:46

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú hefur gaman af að uppnefna fólk eins og fleiri hægriöfgasinnaðir vesalingar, Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.

Þú býrð nærri Noregi og ert því væntanlega sólbrenndur á rassinum.

Og vilt umskorinn endilega búa í Danmörku.

Þorsteinn Briem, 11.12.2013 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband