13.12.2013 | 13:53
"Og þegar Íslendingar arka´á suðurpólinn..."
Það þótti tíðindum sæta fyrir hálfum öðrum áratug þegar fyrstu Íslendingarnir gengu á suðurpólinn.
Í langri upptalningu yfir það hvað einkenndi jólin, varð að setja þetta inn í þulu, sem ég syng á skemmtunum á aðventunni varð þetta að vera með í upphafi fjórða erindisins, svona:
"...Og þegar Íslendingar arka´á suðurpólinn
þá er það óhugsandi nema fyrir jólin
og þegar lokaður er loksins barnaskólinn
og lausir kennararnir, eru´að koma jólin.
Og er af rónunum þeir rýma Arnarhólin
má reikna með því að þá séu´að koma jólin..." o.s.frv.
Þegar feðgarnir Ólafur Örn Haraldsson og Haraldur Ólafsson gengu á suðurpólinn markaði það upphaf þess að Íslendingar létu þar til sín taka því að síðar mörkuðu Íslendingar tímamót í farartækni þar með því að innleiða notkun jöklajeppa, sem íslensk tæknikunnátta og reynsla í akstri í íslenskum jöklum hafði skapað.
Prinsinn á pólinn í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.