16.12.2013 | 15:33
"Finnska leiðin".
Finnar fóru í gegnum dýpri kreppu upp úr 1990 eftir fall Sovétríkjanna en Íslendingar frá 2008 til þessa dags.
Í fyrstu datt þeim í hug að klára virkjun vatnsorku landsins til orkuöflunar fyrir stóriðju, en hurfu frá því af umhverfissjónarmiðum, enda um að ræða að skapa tiltöluega afar fá störf sem kostuðu hvert um sig margfalt meira að skapa en nokkur önnur störð.
Þeir fóru hinsvegar útí nýsköpun, rannsókn og þróun og efldi menntu landsmanna.
Þeir viðurkenndu að vísu á eftir að þeir hefðu mátt fara heldur vægar í að skera niður fé til velferðar- og heilbrigðismála en að öðru leyti svínvirkaði þessi leið sem fékk nafnið "finnska leiðin".
Núverandi stjórnarflokkar virðast hins vegar algerlega fráhverfir neinu sem líkist finnsku leiðinni.
Ríkisstjórnin hefur lýst yfir einróma vilja til að reisa álver í Helguvík og fara á fullu út í stóriðjustefnuna, sem hefur sömu galla hér á landi og Finnar fundu út upp úr 1990.
Sókn skapi tekjur til framtíðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Í fyrstu datt þeim í hug að klára virkjun vatnsorku landsins til orkuöflunar..." Það var nefnilega lítið eftir af virkjanlegum ám. Finnar voru þegar 1990 búnir að virkja hlutfallslega nærri tvöfalt meira af sínum virkjanlegu ám en við höfum virkjað í dag. Ef við ætlum að taka Finna til fyrirmyndar þá ættum við að byrja á því að virkja eins mikið og búið er bara til að verða samanburðarhæf.
"Þeir fóru hinsvegar útí nýsköpun, rannsókn og þróun og efldi menntu landsmanna." En það gerðu þeir með því að hækka skatta, veita bönkum ríkisábyrgðir eftir miklar innspýtingar fjármagns til þeirra, fella gengið og sætta sig við 15 til 20 prósent atvinnuleysi í nokkur ár. Auk þess að skera niður heilbrigðis og félagsþjónustu.
En eitt helsta og áhrifaríkasta vopn Finna til að sigrast endanlega á kreppunni var aðild að Evrópusambandinu og upptaka Evrunnar. Það er nefnilega þannig að efling menntunar, nýsköpun, rannsóknir og þróun skilar sér ekki á þeim tíma sem það tók Finna að komast út úr kreppunni. "Finnska leiðin" að setja alla í langskólanám eða endurbætur á músagildrum sem leið út úr kreppu er mýta. "Finnska leiðin" er fyrst og fremst stefna í menntamálum sem skilað hefur mjög góðum árangri og kemur kreppum ekkert við.
Oddur zz (IP-tala skráð) 16.12.2013 kl. 18:15
Þetta er sannarlega kjaftæðisblogg.
Það er fátt líkt með kreppunni í Finnlandi og bankahruninu á Íslandi.
Finnar misstu markaði þegar Sovétblokkin féll, og nam samdráttur útflutnings um 20%. Bankar lentu í framhaldinu í erfiðleikum, en ekki hruni. Við höfðum fiskinn og orkuna, sem gerði það að verkum að í kjölfar bankahruns varð ekki útflutningshrun.
Nær væri að líkja síldarhruninu á Íslandi 1969 við markaðsmissi Finna. Samdráttur í þjóðartekjum Íslendinga var meiri í prósentum, en samdrátturinn í Finnlandi. Samt er ekki talað um "íslenska efnahagsundrið" þó Íslendingar hafi náð sér eftir þetta áfall.
Það er nefnilega svo, að þjóðir ná sér eftir áföll. Það tekur mismunandi langan tíma, en sjaldnast er það einhverjum sérstökum aðgerðum ríkisstjórna að þakka. Það er yfirleitt almenningur og fyrirtæki sem leita nýrra leiða, nýrrar tækni, nýrra markaða o.sv.frv.
ESB og evran höfðu svo ekkert með efnahagsbata Finna að gera. Evran var tekin upp löngu eftir að finnskir markaðir náðu sér.
En hinsvegar er evrukreppan að ná til Finnlands nú, með tilheyrandi blikum á lofti, samdrætti og erfiðleikum.
Hilmar (IP-tala skráð) 16.12.2013 kl. 19:29
16.12.2013 (í dag):
"Landsvirkjun getur ekki annast orkuöflun fyrir álver í Helguvík nema að litlu leyti, að sögn forstjórans.
Álverð þyrfti að hækka um 30 til 40 prósent svo að hægt yrði að ljúka samningum."
Landsvirkjun getur ekki aflað orku fyrir álver í Helguvík
Þorsteinn Briem, 16.12.2013 kl. 19:51
"Útflutningur vöru og þó einkum þjónustu hefur dregið vagninn frá hruni.
Mestu munar þar um hlut ferðaþjónustunnar, sem hefur vaxið langt umfram væntingar og hvert metið verið slegið á fætur öðru í komu erlendra ferðamanna.
Álverð hefur hins vegar lækkað skarpt frá því vorið 2011.
Verðið á tonni af áli var 1.820 dollarar í ágúst síðastliðnum en 2.600 dollarar í apríl 2011 [sem er verðlækkun um 30%].
Og Seðlabanki Íslands reiknar með að meðalverð sjávarafurða lækki um 4% á þessu ári og 2% á næsta ári."
Blikur á lofti í vöruútflutningi héðan frá Íslandi
Þorsteinn Briem, 16.12.2013 kl. 19:54
"Valio Ltd is a company owned by 18 Finnish dairy co-operatives whose procurement share of Finnish raw milk is around 86%.
Valio Group comprises 9 dairy co-operatives with around 9,000 milk producers, while the total number of milk producers in Finland is a little over 10,000."
[Valio Group greiddi hverjum mjólkurframleiðanda að meðaltali um 16 milljónir íslenskra króna árið 2010, miðað við 1. janúar 2010, og fyrirtækið er með um 90% finnskra mjólkurframleiðenda.]
"In 2010, Valio paid 40.9 euro cents per litre of raw milk [73,42 íslenskar krónur, miðað við 1. janúar 2010], which is 0.5 cents higher than in 2009."
[En hér á Íslandi var "afurðastöðvarverð mjólkur 1. nóv. 2008 - 31. jan. 2011: 71,13 kr./l."]
Valio Group key figures 2010 - All of Valio's profit goes to its milk producers
Þorsteinn Briem, 16.12.2013 kl. 20:02
Þorsteinn Briem, 16.12.2013 kl. 20:10
Húsnæðislán í Svíþjóð:
Handelsbanken - Aktuella boräntor
Þorsteinn Briem, 16.12.2013 kl. 20:13
Sænskir bændur fá um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna, en tæplega helmingur allra útgjalda sambandsins fer til landbúnaðarmála.
Þorsteinn Briem, 16.12.2013 kl. 20:20
Hér á Íslandi var 5,2% atvinnuleysi nú í september, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands, sem er sama atvinnuleysi og í evruríkinu Þýskalandi, þar sem 80 milljónir manna búa.
Atvinnuleysi 5,2% hér á Íslandi - Hagstofa Íslands
Þorsteinn Briem, 16.12.2013 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.