Þar fór það.

Nú mun að líkindum linna í bili fréttaflutningi af auðæfum í formi jarðgass á Skjálfandaflóa, sem skotið hefur ítrekað upp kollinum og stundum á þann hátt að þetta hafi verið staðreynd.

Það mun svo sem ekki breyta miklu hjá olíugróðadreymendum, heldur bara auka gasið í Öxarfirði og olíuna á Drekasvæðinu og Íslendingar verða enn ríkari, þeir ríkustu í heimi eins og þeir voru árin 2006 og 2007, einmitt þegar komið hefur í ljós að bankakerfið okkar stórkostlega var þegar dauðanum merkt.


mbl.is Ekkert jarðgas á Skjálfanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég efast stórlega um að olíufundur yrði þjóðinni til góðs. Í ljósi hagstjórnar undanfarinna áratuga held ég að það væri mikil bjartsýni að halda að við bærum gæfu til að fara svipaða leið og Norðmenn, að leggja mestan hluta gróðans til hliðar.

Við lifum bara fyrir líðandi stund og því hæfist samstundis eitt allsherjar fjárfestingar og eyðslufyllirí og þess yrði ekki langt að bíða að farið yrði að taka lán út á framtíðargróðann til að halda æðinu rúllandi. Svo þryti olíuna og þjóðin sæti eftir, enn verr stödd en nokkurntíma áður. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.12.2013 kl. 10:54

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Alveg ótrúlegt að mönnum skyldi detta þetta í hug eins og eg benti strax á: ,,Ruglið alltaf í innbyggjum. Nú eru þeir farnir að leita að olíu á Skjálfandaflóa hahaha.

Að sjálfsögðu er þetta Sjallarugl sem vonlegt er.

,,Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni.

...

Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var fyrsti flutningsmaður tillögunnar."

http://www.visir.is/borad-i-holur-a-skjalfandafloa-sem-bera-einkenni-oliusvaeda/article/2013131019613

Hahaha þvílíkir rugludallar."

http://heimskringla.blog.is/blog/heimskringla/entry/1320224/

Opinberar stofnanir eiga barasta að hætta að ansa sjöllum þegar þeir koma upp með hina eða þessa fádæmavitleysuna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.12.2013 kl. 11:21

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kristjáns Þórs er kistan full,
krefst þó mikils aga,
margt er sjalla glópagull,
gas í þeirra maga.

Þorsteinn Briem, 16.12.2013 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband