22.12.2013 | 04:55
Hve lengi getur þetta gengið?
Þjóðskipulag Norðurlandanna, lýðræði og minni ójöfnuður milli fólks en víðast annars staðar hefur lengið vakið aðdáun víða um heim. Þess vegna stingur það einhvern veginn í stúf að í þremur þeirra skuli vera konungdæmi, sem getur engan veginn talist lýðræðislegt fyrirkomulag.
Ef aðeins rúmlega 40% þeirra Svía, sem taka afstöðu í skoðanakönnun, vilja að núverandi konungur verði áfram þjóðhöfðingi væri eðlilegast að fara að vilja fólksins og skömminni skárra að kjósa um bæði konungdæmið og þjóðhöfðingjann eftir ákveðnum reglum.
Spurningin er hve lengi núverandi fyrirkomulag geti gengið hjá jafn grónum lýðræðisþjóðum og Norðurlandaþjóðirnar eru.
48% Svía vilja að konungurinn segi af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
15.9.2009:
Einungis 1% Íslendinga segir Ólaf Ragnar Grímsson vera sameiningartákn þjóðarinnar
Þorsteinn Briem, 22.12.2013 kl. 05:15
Orðið konungdæmi er notað yfir það sem á ensku kallast monarchy, enda þótt þjóðhöfðinginn beri ekki í öllum tilfellum titilinn konungur eða drottning og dæmi um aðra titla eru keisari, fursti, hertogi, emír og soldán.
Í ríkjum með þingbundinni konungsstjórn er forsætisráðherra höfuð framkvæmdavaldsins og leiðtogi löggjafarvaldsins en þjóðhöfðinginn beitir einungis táknrænu valdi sínu með samþykki ríkisstjórnarinnar.
Danmörk, Svíþjóð og Noregur eru öll með þingbundna konungsstjórn.
Með nýrri stjórnarskrá árið 1975 var allt vald konungs Svíþjóðar afnumið en táknrænu embætti konungs haldið.
Í Bretlandi er einnig þingbundin konungsstjórn og Elísabet 2. Bretadrottning er nú þjóðhöfðingi Bretlands og fimmtán annarra ríkja í Breska samveldinu, þar sem hún tilnefnir landstjóra sem hefur táknrænt gildi.
Þessi ríki eru því einnig með þingbundna konungsstjórn, til að mynda Kanada, Ástralía og Nýja-Sjáland.
Stjórnarskrá Konungsríkisins Íslands árið 1920:
"1. gr. Stjórnskipulagið er þingbundin konungsstjórn."
Ísland varð fullvalda og sjálfstætt ríki 1. desember 1918 og Danmörk og Ísland voru frá þeim tíma tvö aðskilin og jafnrétthá ríki, enda þótt þau hefðu sama þjóðhöfðingja.
Færeyjar og Grænland eru hins vegar í danska ríkinu og því engan veginn hægt að tala um "ríkjasamband" Færeyja, Grænlands og Danmerkur, enda þótt Færeyjar og Grænland hafi fengið heimastjórn.
Konungsríki - Vísindavefurinn
Þorsteinn Briem, 22.12.2013 kl. 07:35
Steina Briem a bessastadi
allir vedum ofsa gladir
visdomurinn rikir þar
altaf skorum yfir par
ABC (IP-tala skráð) 22.12.2013 kl. 09:04
Þessi könnum um 1 prósentin hjá Steina Bríem er frá árinu 2009, en síðan þá mikið vatn runnið óbeislað til sjávar
Árið 2012 kosið til Forseta þar sem að 6 frambjóðendur voru í framboði, það má geta þess að Hr. Ólafur fékk yfir 52 prósentur atkvæða en hinir 5 skiptu svo 48 prósentunum á milli sín.
Ég veit ekki betra sameiningartákn ÓRG, en eins fram kom í Icesave deilunni þegar að Forsetinn neitaði að staðfesta lögin og efnt var til þóðaratkvæðagreiðslu í mars 2010.
þar voru 134.397 sem fylgdu honum að máli en 2.599 voru á móti ákvörðun hans. Ef þetta er ekki sameiningartákn, þá veit ég ekki hvað það er.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.12.2013 kl. 09:49
Kanada og Nýja Sjáland eru í konungssambandi við Bretland og eiga ekki einu sinn þjóðhöfðingja sem býr í landi þeirra. Það er lítil stemmning fyrir lýðveldi í þessum löndum? Hvers vegna?
Fáir utan Íslands myndu þó telja að þessi lönd búi við minna lýðræði en lýðveldi.
Það er ekki allt fengið með því að hafa Forseta.
Erum við svo viss um að það hafi verið gæfuspor fyrir Island að slíta konungssambandi við Danmörku?
Andri Geir Arinbjarnarson, 22.12.2013 kl. 12:20
Í síðustu forsetakosningum fékk Ólafur Ragnar Grímsson atkvæði 35,7%, um þriðjungs þeirra sem þá voru á kjörskrá.
Þorsteinn Briem, 22.12.2013 kl. 12:56
Það er kannski ekki allt fengið með því að hafa Forseta, en mér finnst hann ÓRG hafa sannað sig sem verðugur talsmaður og fulltrúi fyrir Íslendinga, eins og með Icesave og hvernig hann hefur talað máli Íslendinga erlendis þegar að stjórnmálamenn hafa þagað.
Auðvitað var það gæfuspor að stofna lýðveldi þótt svo að Danir hafi reynst okkur vel.
Ólafur fékk um 52% greiddra atkvæða í síðustu kosningum. Auðvitað á hann óvildarmenn innan Samfylkingarinnar sem vildu bola honum burt með því að tefla fram vinsælli sjónvarps gellu sem er af sterku Alþýðuflokks kyni.
En þótt hún sé vinsæl, þá var hún ekki það vinsæl að fólk flykktist á kjörstað til að kjósa hana. Eins og vinur minn sagði:
"Það er alveg óþarfi að fara á kjörstað, Óli kallinn hefur þetta þótt svo að ég mæti ekki."
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.12.2013 kl. 13:37
Hér á Íslandi voru fjórar þjóðaratkvæðagreiðslur á 25 árum, 1908-1933, um áfengisbann árið 1908, þegnskylduvinnu árið 1916, Sambandslögin árið 1918 og um afnám áfengisbannsins árið 1933.
Hins vegar voru engar þjóðaratkvæðagreiðslur hér á Íslandi á lýðveldistímanum á árunum 1945-2009, í 65 ár, og Sjálfstæðisflokkurinn var við völd 83% af þeim tíma.
Þorsteinn Briem, 22.12.2013 kl. 13:44
"Lýðveldi er tegund stjórnarfars þar sem þjóðhöfðinginn er kjörinn eða útnefndur, oftast um ákveðinn tíma, en embættið ekki látið ganga í arf líkt og í konungsveldum.
Það að land sé lýðveldi þarf ekki að merkja að stjórnarfarið í því landi einkennist af lýðræði.
Stundum er þjóðhöfðinginn kjörinn af þjóðinni sjálfri en stundum af kjörmönnum, þingi eða fámennri valdaklíku."
Þorsteinn Briem, 22.12.2013 kl. 13:55
Í síðustu forsetakosningum fékk Ólafur Ragnar Grímsson atkvæði um þriðjungs þeirra sem þá voru á kjörskrá.
Og það merkir að sjálfsögðu ekki að hann sé sameiningartákn íslensku þjóðarinnar, enda vægast sagt umdeildur maður hér á Íslandi.
Þorsteinn Briem, 22.12.2013 kl. 14:08
Missti ég af einhverju? Vann ekki ÓRG síðustu kosningar með bærilegu forskoti? Var það ekki hann sem kom Icesave í þjóðaratkvæði, og voru þær kosningar ekki allt að því rússneskt absolút?
Jón Logi (IP-tala skráð) 23.12.2013 kl. 11:43
Jón Logi þú misstir ekki af neinu, það var hann Steini Bríem sem sér ekki flísina fyrir bjálkanum í augunum. En eins og ég sagði fyrr þá fékk Ólafur um 52% greiddra atkvæða í síðustu kosningum. Auðvitað á hann óvildarmenn innan Samfylkingarinnar sem vildu bola honum burt með því að tefla fram vinsælli sjónvarps gellu sem er af sterku Alþýðuflokks kyni.
En þótt hún sé vinsæl, þá var hún ekki það vinsæl að fólk flykktist á kjörstað til að kjósa hana. Eins og vinur minn sagði:
"Það er alveg óþarfi að fara á kjörstað, Óli kallinn hefur þetta þótt svo að ég mæti ekki."
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.12.2013 kl. 16:59
Staðreyndirnar eru þær að í síðustu forsetakosningum fékk Ólafur Ragnar Grímsson atkvæði um þriðjungs þeirra sem þá voru á kjörskrá og hann er vægast sagt umdeildur maður hér á Íslandi.
Að hann hafi fengið flest atkvæði í kosningunum skiptir hér engu máli.
Fólk getur að sjálfsögðu kosið einhvern í forsetakosningum hér á Íslandi án þess að líta svo á viðkomandi verði sameiningartákn íslensku þjóðarinnar fengi hann flest atkvæði í kosningunum.
Ómar Ragnarsson er einnig mjög umdeildur maður hér á Íslandi en hann gæti þrátt fyrir það fengið flest atkvæði í forsetakosningum.
Og mikill meirihluti íslensku þjóðarinnar gæti litið svo á löngu eftir kosningarnar að hann sé ekki sameiningartákn þjóðarinnar.
Þorsteinn Briem, 23.12.2013 kl. 18:25
Gleðileg Jól Steini!
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.12.2013 kl. 20:50
Takk, sömuleiðis!
Þorsteinn Briem, 23.12.2013 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.