Heimilisjól.

Jólin í ár verða líklega mestu "heimilisjól" í langan tíma ef verðurspár ganga eftir, að minnsta kosti á norðanverðu landinu og undir fjöllum á sunnanverðu landinu.

Það kostar að vísu minni ferðalög í heimsóknir en þeim mun drýgri tíma til að njóta jólanna í friðsæld heima hjá sér, en friðsældin og rólegheitin eru aðall jólanna.

"Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott."


mbl.is Versta norðankast um jól í hálfa öld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Inni verða Ómars jól,
étur haus af hrúti,
úti verða ferleg fól,
Framsókn verður úti.

Þorsteinn Briem, 22.12.2013 kl. 15:08

2 identicon

"Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur spáir mjög slæmu norðankasti um landið norðan- og austanvert um jólin. Þetta verði samfellt hríðarveður í 3-4 sólarhringa. Á jóladag megi búast við versta norðankasti í a.m.k. hálfa öld og þ.a.l. megi búast við miklum samgöngutruflunum á Norður- og Austurlandi."(sic)

Sérlega "heimilisleg" jól fyrir Norðlendinga og Austfirðinga Ómar!

Var óðahlýnunin (hnatthlýnun af meintum manna völdum) byrjuð fyrir hálfri öld?

Þið koltvísýringshatararnir sjáið auðvitað friðsældina og rólegheitin í brjáluðu hríðarveðri sem engu eirir :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 22.12.2013 kl. 15:26

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Meðalhiti í Reykjavík [í nóvember síðastliðnum] var 2,2 stig, sem er 1,1 stigi ofan meðallags áranna 1961-1990 en 0,1 stigi undir meðallagi síðustu tíu ár."

"Sólskin í Reykjavík mældist 35,4 stundir, 3 stundum færri en í meðalári.

Þá var alhvítt í Reykjavík í fimm daga, sem er tveimur dögum undir meðallagi áranna 1971-2000."

Tíðarfar í nóvember 2013 - Veðurstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 22.12.2013 kl. 15:39

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Trausti Jónsson veðurfræðingur um veðurfar hér á Íslandi árið 2012:

"Árið [2012] var mjög hlýtt, sérstaklega um landið vestanvert.

Ekkert lát virðist vera á hlýindunum miklu sem hófust skömmu fyrir aldamót.
"

"Í Reykjavík er árið það sautjánda í óslitinni röð ára þar sem árshitinn er yfir meðallagi og það fjórtánda á Akureyri.

Meðalhitinn í Reykjavík var 5,5 stig, sem er um 1,2 stigum ofan meðallags áranna 1961-1990 og í meðallagi sé miðað við árin 2001-2010."

Og á Akureyri var meðalhitinn 4,3 stig, sem er 1,1 stigi ofan meðallags.

Tíðarfar hér á Íslandi árið 2012

Þorsteinn Briem, 22.12.2013 kl. 15:45

5 identicon

Það er í anda jólanna hjá þér Ómar að horfa á björtu hliðina.
(Sú eina sem ég sæi væri sú að Steini Briem væri í Svarfaðardal akkúrat frá og með núna fram yfir áramót, hehe, og læsi ævisögu Jónasar á Hriflu við kertaljós)

Það er ekkert "heimilislegt" við drulluveður á hálfu landinu. Engin friðsæld við það sem búast má við, og búast má við rafmagnstruflunum, samgöngurofi, og veseni með útigangsfénað.
Kannski bara "jólalegt" svona rétt á Suðvesturhorninu.

Og Hilmar, - "Hnatthlýnunin", - henni var lýst fyrir mér í skóla fyrir svona 30 árum. Áhrifin voru það sem kallast "pendulum", - sem sagt meiri sveiflur en vant var. Vaxandi öfgar í veðri. Og þetta hefur verið að koma aðeins fram um allan heim. Þetta lægðarskott sem er að flakka í nágrenninu er veðurmet, og mörg eru þau fallin.

Jón Logi (IP-tala skráð) 22.12.2013 kl. 15:56

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rafmagn fór oft af bæjum í Skíðadal á veturna þegar ég bjó þar og reyndar ekki komið rafmagn í dalinn þegar ég kom þangað fyrst.

Notaðir voru olíulampar og eldað á gasi.

Og oft gekk ég yfir Skíðadalsána ísilagða á leiðinni í og úr Húsabakkaskóla í Svarfaðardal.

Sjálfstæðisflokkurinn getur hins vegar ekki gengið nokkra metra á auðri jörð.

Þorsteinn Briem, 22.12.2013 kl. 16:10

7 identicon

Varstu utarlega í Skíðadal? Ég hef komið á bæ þarna utarlega, og gist á Húsabakka. 1988 og 1975.

Jón Logi (IP-tala skráð) 23.12.2013 kl. 11:40

8 identicon

Finnst ekkert sérstaklega "heimilisleg" tilhugsun að hugsanlega sitja heima í rafmagnslausu og þar af leiðandi óupphituðu húsinu. En vona að svartsýnisspár um rafmagnsleysi og hvað þá snjóflóð annars staðar á landinu rætist ekki. Heimilisjól, það var þá!

Þorvarður (IP-tala skráð) 23.12.2013 kl. 16:10

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég bjó í Hlíð í Skíðadal sem er inn af Svarfaðardal og Skíðadalurinn sést frá Dalvík.

Svarfaðardalurinn liggur hins vegar til vesturs við mynni Skíðadals en Dalvík, Svarfaðardalur og Skíðadalur eru nú í Dalvíkurbyggð.

Og Hlíð er skammt frá Klængshóli í Skíðadal.

Klængshóll ski lodge, Bergmenn Mountain Guides


Kort af Dalvíkurbyggð

Þorsteinn Briem, 23.12.2013 kl. 19:18

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé að máltækið, sem stundum er notuð til huggunar þegar eitthvað bjátar á;  - "fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott", -  sé túlkað sem tákn um óvildarhug og illvilja.

Næsta skrif þessa bölmóðs verður hugsanlega að óskin um gleðileg jól eigi ekki við þegar veðrið verður erfitt um jólin.

Ómar Ragnarsson, 23.12.2013 kl. 23:24

11 identicon

Ég segi nú bara gleðileg jól til ykkar bloggara handa. Sérstaklega handa þér Ómar minn.
Krosslegg svo puttana fyrir hönd þeirra sem verða veðurbarðir og í brasi um jólin.

Jón Logi (IP-tala skráð) 24.12.2013 kl. 09:23

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gleðileg jól, Jón Logi!

Þorsteinn Briem, 24.12.2013 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband