24.12.2013 | 02:54
Oftast vindstyrkurinn sem er of lítill.
Veðurspákortin á vedur.is eru með annmörkum, sem lýst er í tengdri frétt á mbl.is.
Þeir eru aðallega fólgnir í skekkjum á veturna, þar sem veðurbreytingar koma ekki á alveg réttum tíma og einkum eru spár um vindstyrk með skekkjum, sem oftast felast í því að vindurinn er sýndur of lítill.
Spurt er hér á blogginu af hverju þessi kort séu ekki lögð niður, úr því að hvort eð er þurfi að hafa hliðsjón af textaspá og láta hana ráða, ef mismunur er á.
Ég teldi það misráðið að leggja þessi kort niður, því að kostir þeirra vega að mínum dómi miklu þyngra en gallarnir. Þau gefa miklu fjölbreytari upplýsingar en textaspáin og hjálpa mjög við að fá yfirsýn yfir líklegt veður á hverju svæði.
Gagnslítil spákort | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sjálfvirkt leysa sjallar vind,
á sól þó mikil vöntun,
ekki þó hjá Ingu Lind,
allt þar eftir pöntun.
Þorsteinn Briem, 24.12.2013 kl. 08:47
Sjálfvirk spá er talin í 80 % tilvika rétt. Hátt hlutfall, en hvað með textaspá, hversu áreiðanleg er hún? Spákort Veðurstofunnar eru aðgengileg og einföld. Atlandshafsspáin er áhugaverðari fyrir þá sem vilja spá sjálfir í hreyfingar lægða, vindstyrk og hita.
Margir sjófarendur meta sjálfir hvort þeir sneiði hjá lægðum þegar þeir sigla um höfin. Gott er ef yfir vitleg stofnun, björgunarsveitir eða blaðamenn séu ekki alls ráðandi í veðurspám. Margir hagsmunir eru tengdir veðri og nauðsynlegt að menn kunni að spá í aðstæður og veður.
Veðurstofan er með yfirgripsmikla netútgáfu af allskonar fróðleik um veður og spár. Dagblöðin eru með skýrar myndir og tákn. Almannavarnaútvarpið er með veðurspá tengdar fréttum. Samt sem áður verða alltaf einhver óhöpp þar sem menn vanmeta kringumstæður eða tæki.
Sigurður Antonsson, 24.12.2013 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.