Verstu spár duga ekki.

Nú er búið að þylja spár um vonskuveðrið sem gengur yfir landið og biðja fólk um að fara eftir þeim.

Spáin fyrir Suðausturland hefur verið ljótust, spáð 28 metra meðalvindi eða 57 hnútum, sem er ofsaveður, en í byljum undir fjöllum eins og í Öræfasveit, er stundum hægt að bæta helmingi við fyrir hviðurnar, sem verða þá meira en 80 hnútar.

Nú klukkan 15:00 fóru hviðurnar á Fagurhólsmýri upp í 37 m/sek og fara vaxandi. Vestar í sveitinni verða byljirnir mun harðari en á Mýrinni.

Hrakningarnir, sem nú heyrist um, voru því fyrirsjáanlegir en gerðust og gerast samt.  


mbl.is Fara fimm ferðir á bryndrekanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eg er orðlaus yfir kæruleysinu. Að sinna ekki aðvörunum Veðurstofunnar er heimska af versta tagi.

Sjálfur lenti eg fyrir nokkrum árum að verða veðurtepptur á Djúpavogi um mitt sumar með hóp ferðamanna. Ákveðið var í samráði við ferðaskrifstofu að halda kyrru fyrir og bíða átekta uns veður gekk niður. Eftir um 5 tíma töf hafði veður gengið niður og allir voru fegnir að enginn varð fyrir skaða sökum veðurs en vindhviður fóu í tæpa 50 metra í Hamarsfirði.

Guðjón Sigþór Jensson, 24.12.2013 kl. 15:53

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Ómar, já þetta er forkastanlegt með öllu og lendir á samfélaginu að bjarga fólki þar sem fyrirtæki í þessum iðnaði eru ekki að standa sig og treysta á björgunarsvetir landsins.

Sigurður Haraldsson, 24.12.2013 kl. 15:57

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Ekki verður betur séð en þarna sé um hrein ásetningsbrot að ræða hjá umræddum rútufyrirtækjum, sem stofna tugum manna í stórkostlega hættu sem margsinnis hafði verið varað við. Í mínum huga er ljóst að menn sem haga sér með þessum hætti, eiga alls ekki að hafa heimild til að reka rútufyrirtæki eða almennt hafa heimild til fólksflutninga. Þeir sýndu þarna að þeir bera afar takmarkaða virðingu fyrir lífi og limum farþega sinna en virðast leggja ofurkapp á að ná frá þeim gjaldi fyrir ferðina, þó hún verði ferðafólkinu alls ekki til þeirra ánægju sem það vænti sér.

Guðbjörn Jónsson, 24.12.2013 kl. 16:39

4 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Ég ætlaði vart að trúa þessu, er ég las fréttina um að bjarga þyrfti rúmlega 40 manns sem voru á ferðalagi á vegum ferðaskrifstofu, þar sem margsinnis var búið að senda út aðvaranir um slæmt veður. Maður spyr sig hvað sé í gangi, eru peningar meira virði, en mannslíf hjá þessum fyrirtækjum? Og mest hissa er ég á því að þarna skulu atvinnubílstjórar ana með fólk út í svona vitleysu. Björgunarsveitir eiga skylirðislaust að rukka viðkomandi fyrirtæki fyrir svona vitleysisgang.

Hjörtur Herbertsson, 24.12.2013 kl. 17:32

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nákvæmlega stöðva þarf svona fáránleika og sekta háum fjárhæðum ef menn láta ekki segjast! Allt blaður um að veðurspá hafi ekki staðist er út úr korti! Þessir bílstjórar og ferðaskrifstofa hafa enga málsvörn!

Sigurður Haraldsson, 25.12.2013 kl. 08:52

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eg hefi oft bent á að björgunarsveitir eiga að setja upp gjaldskrá vegna veitrrar aðstoðar. Það hvetur til aukinnar varkárni og draga úr kæruleysi. Þá eiga tryggingarfélög að bjóða upp á tryggingar og samvinnu um aukna fræðslu hvernig undirbúa má sig betur fyrir áhættusama ferðamennsku eins og veiðiferðir. Hvað skyldu björgunarsveitir oft hafa leitað að týndum rjúpnaskyttum?

Í Sviss er góð stjórn á þessu og mætti hafa til fyrirmyndar. Með þessu móti tekst Svissurum að koma í veg fyrir glannaskap og að hvaða fífl sem er setur sig í hættu. Varhugaverð fjöll eins og Matterhorn verða ekki klifin nema viðkomandi sanni getu sína og þrótt með að sanna að hafa tekist á við áþekk viðfangsefni.

Björgunarsveitir fjármagna starf sitt á vægast sagt undarlegan og vafasaman hátt: flugeldasölu. Í þeim er mikið af mengandi viðsjárverðum efnum sem eru mjög óæskileg í íslenska náttúru. Þessir flugeldar eru framleiddir í miklu magni í Kína oft við mjög frumstæðar og ámælisverðar aðstæður. Víða um heim er notkun flugelda bönnuð nema sérfræðingum og oft á kostnað sveitarfélaga. Hér getur hvaða ævintýramaður sem er keypt sér þessa hættulegu vöru og getur valdið sjálfum sér og öðrum óafturkræfan skaða á líkama og sál.

Við Íslendingar erum mjög á eftir öðrum þjóðum og högum okkur oft eins og börn sem skynja ekki hætturnar og hvað beri að varast.

Guðjón Sigþór Jensson, 25.12.2013 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband