1.1.2014 | 04:11
Ljúf áramót í ljúfu veðri í borginni.
Áramótin voru ljúf í borginni og veðrið sömuleiðis. Mikið knús, mikið hlegið og dansað og unað við kraftmikla tónlist.
Ég hafði á tilfinningunni að eitthvað hefði verið skotið upp minna af flugeldum en venjulega en kannski er það rangt hjá mér.
Ávarp forsætisráðherra var þægilegt og uppbyggilegt og Áramótaskaupið vel gert og fór afar vel af stað, en missti svolítið flugi í einstaka atriðum í lokin.
Er ekki sammála árvissu nöldri sumra á blogginu vegna skaupsins en það er svo sem erfitt að deila um smekk og verður ekki gert hér.
Gleðilegt nýtt ár! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gleðilegt ár, Ómar minn.
Betra er eitt knús í borg en tvö í skógi, eins og Framsóknarflokkurinn segir.
Þorsteinn Briem, 1.1.2014 kl. 06:07
Gleðilegt ár!
Tek undir með þér, mér fannst komast kyrrð á fyrr en í fyrra. Hvað skaupið varðar, þá fannst mér það betra en það hefur verið í langan tíma.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.1.2014 kl. 10:13
Gleðilegt ár. Þetta voru ágætis áramót og skaupið oft betra en áður. Hvað ávarp forsætisráðherra snertir þá var það fyrir minn smekk allt of troðfullt af þjóðrembingi, en þetta er bara mín skoðun.
Úrsúla Jünemann, 1.1.2014 kl. 13:31
"Ein Gutes Neues Jahr Ursula". Tek undir ummæli þín um ávarp SDG.
Ólafur Ragnar Grímsson varð sér til ævarandi skammar þegar hann flutti sínar bullræður í nafni útrásar-þjófanna. "We are different", hrópaði forseta ræfillinn.
Kögunarstrákurinn lætur sér ekki víti til varnaðar verða og heldur áfram á sömu kjána brautinni.
En þetta virðist falla vel í kramið hjá mörgum innbyggjurum.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.1.2014 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.