7.1.2014 | 11:35
Illskiljanleg stjórnarskrá á Íslandi.
Norðmönnum finnst slæmt hve orðalag stjórnarskrár landsins er torskilið. Það er ekki eina stjórnarskráin sem er torskilin fyrir almenning. Norðmönnum finnst að það sé nauðsynlegt að grundvallarlög landsins séu skiljanleg fyrir almenning sem á að fara eftir þeim vegna þess að það sé ekki æskilegt að aðeins lítill hópur manna sé þess umkominn að skilja og skýra þau.
Íslenska stjórnarskráin er því miður svipuðu marki brennd og sú norska.
Uppsetning stjórnarskrár okkar, einkum fyrstu 30 greinarnar, bera þess merki, að hún er að stofni til frá 1849 þegar Danakonungur afsalaði sér einveldi sínu, en til þess að mýkja konunginn og milda þá staðreynd fyrir konungssinnum og konungsættinni, að hann væri ekki lengur einvaldur, voru flestar þessara greina um það að konungurinn geri hitt og konungurinn geri þetta þótt hann réði litlu sem engu um það, því að valdið er tekið af honum með því að segja að hann sé ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum og láti ráðherra framkvæma vald sitt.
Þegar Ísland varð lýðveldi 1944 voru gerðar algerar lágmarksbreytingar á stjórnarskránni og orðið "forseti" sett inn í stað orðsins "konungur" þar sem fjallað var um þjóðhöfðingjann og því eru flestar af fyrstu 30 greinunum um það að forsetinn geri þetta og forsetinn geri hitt, þótt hann geri það í raun alls ekki eða hafi um það ákvörðunarvald annað en það sem felst í 26. greininni um málskotsrétt hans, sem var sett inn í stjórnarskrána 1944.
Og þrátt fyrir þá nýju grein deildu fræðimenn og stjórnmálamenn um það allt fram til 2004 hvort hún væri lengur í gildi í raun og í synjun forsetans á því að staðfesta fjölmiðlalög 2004 var deilt um það hvort löglega hefði verið staðið að málum þegar engin þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram.
Í stjórnarskrárfrumvarpi stjórnlagaráðs er þetta hvort tveggja gert algerlega skýrt.
Útilokað er fyrir almennan borgara á Íslandi að fá almennilegan botn í stjórnarskrána nema með því að fara á námskeið hjá fræðimanni í stjórnskipunarrétti.
Nokkrir rithöfundar eða menn, sem höfðu stundað ritstörf voru í stjórnlagaráði, og reynt var í starfi ráðsins að stilla nýrri stjórnsrkrá rökréttar upp en þeirri gömlu og hafa hana á ljósu og skýru máli sem almenningur gæti skilið.
Mjög mikið af starfi ráðsins fór í það að reyna þetta og aðal hindrunin var sú, að "elítan", sem einn háskólaprófessor taldi að ætti að semja stjórnarskrána, taldi að það yrði að vera ákveðið "lagatæknilegt" orðalag á stjórnarskránni til að viðhalda samræmi við "júridískan þankagang" og oft á tíðum afsprengi af því tyrfna stofnanamáli, sem er svo algengt hér á landi, líka varðandi lög og rétt.
Í sumu tilliti er núgildandi stjórnarskrá meira að segja illskiljanleg fyrir elítuna sjálfa eins og ótal lagadeilur og þras bera vitni um.
Deilt um stjórnarskrárbreytingar í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Íslenska stjórnrskráin er vel skrifuð og er skiljanleg öllum þeim sem hafa þokkalegt vald á tungunni, og hafa ekki annarlegar hvatir við að gera hana torskilda.
Enda er það svo að áhugi landsmanna á breytingum á stjórnarskrá, í samræmi við vilja hinnar vinstrisinnuðu nefndar sem vinstristjórnin skipaði, afar takmarkaður.
Reyndar vita allir þeir sem vilja vita, af hverju vinstrimönnum er svo umhugað að slátra íslensku stjórnarskránni, sem hefur reynst okkur svo vel. Öðruvísi er ekki hægt að samþykkja lög og reglur ESB á Alþingi, og koma Íslandi de facto í ESB, áður en kosið yrði um það.
Það er nefnilega þnnig, að þegar búið er að innleiða allt sem ESB krefst, þá má kjósa um aðild að ESB eins oft og þarf, til þess að fá samþykki. Það er nefnilega þannig, að einungis þarf að samþykkja aðild að ESB einu sinni, en aldrei hægt að ganga út aftur.
Þetta er nú það sem liggur að baki meintu skilningsleysi vinstrimanna á íslensku stjórnarskránni.
Hilmar (IP-tala skráð) 7.1.2014 kl. 12:38
Júridískt orðalag er nauðsynlegt meðal annars til að hægt sé að höfða mál og túlka innihald á mismunandi hátt, um það snýst starf lögfræðinga. Varla vilja lögfræðingar fara að svipta stéttarbræður lifibrauði, eller hur?
E (IP-tala skráð) 7.1.2014 kl. 12:40
Það segir sína sögu um elítuna á Íslandi og þá framsjalla, að þegar danir settu sína stjórnarskrá grunloven 1848 sem var framsæknasta stjórnarskrá í Evrópu og sennilega heiminum - þá höfnuðu íslendingar henni! Þeir höfnuðu henni. Vegna þess sennilega að ekki var gætt nógu vel að því að púkka undir rass íslenskrar elítu, býst eg við.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.1.2014 kl. 12:50
Sjáðu til E, það þarf ekki mismunandi túlkun á stjórnarskrá til þess að höfða mál. Málshöfðanir eru nánast undantekningalaust grundvallaðar á lögum eða reglugerðum.
Það er afar gagnlegt í umræðunni, að fólk kunni að gera greinarmun á stjórnarskrá annars vegar, og lögum og reglugerðum hins vegar.
Sá sem ekki gerir þennan greinarmun á auðvitað erfitt með að skilja stjórnarskrána, en það er ekki stjórnarskránni að kenna.
Hilmar (IP-tala skráð) 7.1.2014 kl. 12:53
Sammála Ómari, okkar núverandi stjórnarskrá er vel ruglingsleg þar sem svo stór hluti hennar er úreldur.
Mofi, 7.1.2014 kl. 14:15
Ekki var það nú til bóta þetta stjörnuvitlausa hnoð stjórlagaráðs Ómar. Annað eins rugl og hringlanda hef ég ekki séð í einu plaggi, enda fór það í ruslafötuna. Þú tokst þátt í því sögulega bulli og ættir að taka hinti og hætta að láta þig málið varða. Þú botnar hvort sem er ekkert í því sjálfur
Hlæjandi (IP-tala skráð) 7.1.2014 kl. 16:39
Sæll Ómar,
Óskylt mál Ómar, en ég finn því miður ekki t-póstfang hjá þér, sem ég get sent á.
Í færslu 1.8.2010 frá þér http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/1081696/ segir m.a.: "Í Faxaflóa liggja tvö flök sem njóta verndar laga um grafarhelgi. Það eru flökin af Goðafossi undan Garðskaga og flakið af DC-3 vélinni Glitfaxa, sem liggur út af Flekkuvík." Getur þú upplýst mig um Ómar það hvaðan þú hefur upplýsingarnar um grafarhelgina, dagsetningu þegar hún var sett á og hversu lengi hún gildir? Var t.d. lögformleg birting varðandi þetta í Lögbirtingi eða Stjórnartíðindum á sínum tíma? með beztu kveðju, Vigfús ( vigfus.erlendsson@simnet.is )
Vigfús Erlendsson (IP-tala skráð) 7.1.2014 kl. 17:12
Ég tek undir orð Hilmars hér (innlegg nr. 1) og vara við allri umturnan á stjórnarskránni, sér í lagi á fullveldisákvæðum hennar, í 2. grein og um tíu öðrum til viðbótar.
Sviksamlegt leyfi hins ólögmæta "stjórnlagaráðs" til hræbillegs framsals fullveldis (og óafturkallanlegs af þjóðarinnar hálfu, sjá 67. gr. "ráðsins") var fordæmanlegt og eitt sér nægilegt til að gera plagg þessa "ráðs" óalandi og óferjandi, en margt annað bættist við, enda voru það margir tugir breytinga sem lögfróðir vildu gera á uppkastinu blöskranlega. Sem betur fer var hrákasmíðinni stungið undir stól.
Jón Valur Jensson, 7.1.2014 kl. 18:35
að er náttúruleg að vonum að hægri-öfga-bullustampar vilja halda bullstjórnarskrá sem hægt er að túlka barasta eftir behag þessa eða hins bullustampsins.
Mér finnst æ líklegra að Ísland missi bráðlega fullveldi og sjálfstæði. Og þá fyrst og fremst vegna ótrúlegrar framkomu hægri-öfga bullustampa og bulukolla sem vega slag í slag að sínu eigin landi og þjóð.
Bultal öfga-hægri rugludalla er bókstaflega orðið mjög vandræðanlegt fyrir landið útávið. Allstaðar farið að hlægja að fíflalátunum í þeim endalaust.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.1.2014 kl. 18:50
Sé gamla Stjórnarskráin torskilin að þá er hún þó hátíð miðað við ruglið sem kom út úr starfi stjórnlagaráðs sem fékk algera falleinkun hjá nánast öllum sérfræðingum landsins sem skiluðu inn umsögnum um hana.
Þetta var slíkt endalaust samansafn af tómri þvælu að annað eins plagg fyrirfinnt hvergi í veröldinni.
Plaggið bera það með sér endanna á milli að allir áttu að fá sitt, þess vegna var hver einasta grein, sama hversu vitlaus hún var sett inn í plaggið svo allir gætu nú sagt að þeir ættu þessa og þessa grein.
Enda leitun að öðrum hóp sem er eins upptekinn af sjálfum sér og þessum hóp í stjórnlagaráði, sem var umboðslaust með öllu til að fleygja stjórnarskránni okkar, hafði hvorki meirihluta kjósenda né meirihluta Alþingis á bak við sig.
Sigurður (IP-tala skráð) 7.1.2014 kl. 19:38
Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20.10.2012:
1. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?
Já sögðu 67,5%.
2. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?
Já sögðu 82,9%.
3. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?
Já sögðu 57,1%.
4. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?
Já sögðu 78,4%.
5. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?
Já sögðu 66,5%.
6. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Já sögðu 73,3%.
Þorsteinn Briem, 7.1.2014 kl. 21:05
Í þjóðaratkvæðagreiðslu hér á Íslandi um þegnskylduvinnu árið 1916 var kosningaþátttakan 53%, um Sambandslögin árið 1918 44% og um afnám áfengisbanns árið 1933 45%.
Matthías Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins:
"Dagurinn 1. desember 1918 var lokadagur í þeim árangri að Ísland varð sjálfstætt og fullvalda ríki."
"43,8% kjósenda greiddu atkvæði [um Sambandslögin 1918]."
Þorsteinn Briem, 7.1.2014 kl. 21:09
Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 um tillögur Stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskrár var kosningaþátttakan 49%, um Sambandslögin árið 1918 44% og um afnám áfengisbanns árið 1933 45%.
Þorsteinn Briem, 7.1.2014 kl. 21:16
Sér einhver fyrir sér að aðildarríki ESB komi til með að líða það, að ekki verði virkjuð hver spræna á Íslandi, handa jöfnunar-bandalaginu "fullkomna", með Breta-elítuna í broddi fylkingar?
Ómar minn. Þú getur ekki ætlað þér að afsala friðlandinu öllu undir vikjanir, til framtíðar-Big-brother, sem er á leið í heimsveldis-Páfakerfið bankaræningjastýrða?
Er landið, vatnið, orkan og almenningur virkilega ekki meira virði, þegar allt kemur til alls?
Það er gjaldeyrisskortur í öllu heims-apparatinu, vegna glæpabanka-stjórnsýslu síðustu áratuga, sem enn prentar peninga samkvæmt innsláttar-tölum, á tölvur fjármálaglæpona Wall-banka-Strætisvögnum heimsins! Kauphallir! Hvað er nú það?
Það er nú þegar byrjað að frjósa í Wall-Páfa-vítis-kanónu-stræti, þaðan sem ætlunin er að stjórna heimsglæpunum, með lögregluríkja-valdi, (í nafni Kristni)!
Ómar minn. Nú þyrftir meira að segja þú sjálfur, að einbeita þér að heildarmyndinni, en ekki einhverri fáránlegri áróðurs-stjórnarskrá. Skrá, sem einhverjum heimsveldisbönkum/lífeyrissjóðum, og tilheyrandi Páfa-mafíu-stjórnarskrár-hönnuðum, er alveg jafn nákvæmlega sama um, eins og allt annað, sem sú Djöflagryfja blekkinganna í Róm hefur hingað til rænt og svikið út úr saklausu fólki.
Morð er bara skemmtilegur barna-pyntingar-leikur í augum Páfa-elítunnar, sem skipuleggur nú allar banka-löggubrellur heimsins, án heimildar.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.1.2014 kl. 21:30
Það er svo sannarlega "höchste Zeit" að hafa áhyggjur af þeirri þróun sem er í gangi á skerinu eftir að hrunverjum, framsjöllunum, tókst að ljúga sig til valda á nýjan leik með innherja og braskara syni í formennsku peninga valdsins.
En einnig þarf að hafa áhyggjur af bloggi eins og 1,6,8 og 10 í þessari umræðu um góðan pistil Ómars. Þar birtist okkur fasistískt öfgarugl ignoranta og trúarofstækismanna.
Forseta garmurinn og biskup, bæði í ábyrgðarstöðu samfélagsins, ættu auðvitað að sjá sóma sinn í því að reyna að stöðva eða hafa áhrif á bófaflokkana, en líklega skortir þessum manneskjum gæfa og gáfur til þess.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.1.2014 kl. 21:36
"111. gr. Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu.
Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft.
Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst.
Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar.
Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi."
Frumvarp Stjórnlagaráðs
Þorsteinn Briem, 7.1.2014 kl. 21:42
Enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.
Íslenska ríkið tekur nú þegar upp meirihlutann af lögum Evrópusambandsins án þess að taka nokkurn þátt í að semja þau.
Það er nú allt fullveldið.
Þorsteinn Briem, 7.1.2014 kl. 21:49
Annars er mesti brandarinn auðvitað sá, að fólk sem telur sig ekki skilja stjórnarskrá Íslands, skuli telja sig umkomið að skrifa nýja.
Vitaskuld verður svoleiðis fólk undir í umræðunni, og bregst eins og venjulega við, með hefbundnu DV stílbragði.
Það er engin tilviljun að vinstriflokkarnir buðu afhroð í síðustu kosningum. Þjóðin er orðin þreytt á orðbragði, skoðanaofbeldi, einelti og svívirðingum vinstrimanna. Og þegar misheppnaðar tilraunir til að ljúga þjóðina inn í ESB og til þess að greiða skuldir einkabanka, þá var svo sem ekki að úrslitunum að spyrja.
Tilraunir til þess að eyðileggja stjórnarskrána er bara eitt af þessum mörgu málum sem reynt var að nauðga inn á þjóðina, með pólitísku rohypnóli. Þjóðin sagði nei, hún trúir ekki á nýju stjórnarskrá vinstrimanna, hún trúir ekki á sæluríki ESB, hún trúði ekki á að henni bæri að borga Icesave, og hún hafði enga trú á því að Ísland yrði Kúba norðursins.
Þjóðin hafði rétt fyrir sér í öllum málum, vinstrimenn höfðu rangt fyrir sér í öllum, og niðurstaðan varð Evrópumet í vantrausdti á sitjandi stjórn.
En vinstrimenn, DV lýðurinn, trúir ekki á lýðræði, þeir trúa á "rétt" sinn til að neyða hvaða ógeðisdrykk sem er ofan í þjóðina.
Hilmar (IP-tala skráð) 7.1.2014 kl. 21:55
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:
"Nefndin skoðaði ítarlega þau álitaefni er lúta að vatns- og orkuauðlindum, enda er þar um að ræða grundvallarþætti í auðlindanýtingu á Íslandi.
Meirihlutinn leggur áherslu á að við þessa ítarlegu skoðun kom ekkert fram sem gefur ástæðu til að ætla að aðild að Evrópusambandinu hefði áhrif á íslenska hagsmuni á þessum sviðum og bendir í því sambandi einnig á að fyrirkomulag eignarhalds náttúruauðlinda er ekki viðfangsefni Evrópusambandsins, heldur alfarið á hendi aðildarríkjanna þar sem innri markaðslöggjöfin tekur ekki á eignarhaldi."
Þorsteinn Briem, 7.1.2014 kl. 21:56
Þjóðin kvað upp sinn dóm:
Samfylkingin 12,9%
Vinstri grænir 10,9%
Afhroð vinstrimanna er staðfesting á því að þjóðin hvorki treystir né trúir vinstrimönnum.
Hilmar (IP-tala skráð) 7.1.2014 kl. 22:01
Enda þótt ríkin Bretland og Frakkland eigi bæði aðild að Evrópusambandinu á Frakkland ekki hlutdeild í olíuauðlindum Bretlands.
Þorsteinn Briem, 7.1.2014 kl. 22:02
Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.
Þorsteinn Briem, 7.1.2014 kl. 22:05
23.11.2010:
"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.
"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."
"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.
Eignarhlutur Kínverjanna er um 44%, beint og óbeint.
Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."
Þorsteinn Briem, 7.1.2014 kl. 22:08
Ef einhverjar útgerðir í Evrópusambandsríkjum ættu að fá ókeypis aflakvóta hér á Íslandsmiðum yrðu þau að fá hluta af aflakvóta sem er í eigu íslenskra útgerða.
Eignarrétturinn er hins vegar friðhelgur, bæði hér á Íslandi og í Evrópusambandsríkjunum.
Útgerðir og aðrir í Evrópusambandsríkjunum geta hins vegar keypt hluti í íslenskum útgerðarfyrirtækjum, rétt eins og Samherji hefur keypt hluti í útgerðarfyrirtækjum í Evrópusambandsríkjum.
Þorsteinn Briem, 7.1.2014 kl. 22:12
Jamm, sem betur fer erum við ekki í ESB. Ef svo væri, gætum við ekki krafist meirihlutaeignar Íslendinga.
Og það sem meira er, við getum sett lög og reglur sem hamla enn frekar erlendu eignarhaldi, og það gætum við svo sannarlega ekki í ESB.
Hilmar (IP-tala skráð) 7.1.2014 kl. 22:15
Annars er ágætt að fá þessa venjulegu innihaldssnauðu súpu frá Breimaranum, hún staðfestir náttúrulega að málið snýst um ESB, ekki stjórnarskrá per se. Bara að það þurfi að rústa núverandi stjórnarskrá til þess að neyða þjóðina í ESB.
Hilmar (IP-tala skráð) 7.1.2014 kl. 22:19
"Svíþjóð er aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.
Og ef við beitum svipuðum aðferðum og Davíð Oddsson gerði í sínu svari getum við fundið út að okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."
Þorsteinn Briem, 7.1.2014 kl. 22:24
"Samkvæmt upplýsingum frá Evrópusambandinu hefur Svíþjóð innleitt 98,85% af tilskipunum sambandsins"
http://www.evropuvefur.is/svar.php?id=61249
"Í skýrslu forsætisráðuneytisins er einnig sagt frá svari Davíðs Oddssonar, þáverandi utanríkisráðherra, við fyrirspurn á Alþingi árið 2005 en þar kom fram að Ísland hafi tekið upp 6,5% af heildarlöggjöf ESB á tímabilinu 1994-2004"
Ef staðan er töpuð hjá ESB sinnum, þá er bara að ljúga.
Hilmar (IP-tala skráð) 7.1.2014 kl. 22:28
25.5.2009:
"The European Union is the source of less than 30 per cent of Irish laws and regulation – not the 80 per cent figure claimed by Lisbon Treaty opponents, Fine Gael has said.
Since 1992, 588 Acts have been passed by the Houses of the Oireachtas [írska þjóðþinginu], along with 11,725 statutory instruments.
Just one in five of the Acts made any reference to European legislation, while approximately one-third of the statutory instruments did so.
The percentage of Irish laws influenced by the EU since 1992 is 29.92 per cent."
Þorsteinn Briem, 7.1.2014 kl. 22:34
Hér birti ég einungis staðreyndir og hvarflar ekki að mér að þrasa við nafnlausa menn.
Þorsteinn Briem, 7.1.2014 kl. 22:38
Nú, ef ESB sinni er uppvís að lygi, þá beinir hann umræðunni annað.
Þannig gengur þetta þar til enginn nennir að hrekja lygar lygarans, og lygarnar fá að standa óáreittar.
Mr. Breim, hvernig væri nú að mannast upp svona einu sinni, og biðjast afsökunar á fyrri lygum, áður en vaðið er í nýjar?
Ekki vera sú mannleysa að finna einhverjar bjánalegar afsakanir til að forðast umræðuna.
Hilmar (IP-tala skráð) 7.1.2014 kl. 22:40
Hef ekki lesið neitt af því sem þú hefur skrifað hér, "Hilmar".
Þorsteinn Briem, 7.1.2014 kl. 22:41
*Nú, auðvitað er það þitt val mr. Breim, að vera afhjúpaður sem lygari, í stað þess að mannast upp og viðurkenna að hafa farið með rangt mál.
Hélt sannast sagna að þú værir ekki svo steiktur. Biðst innilega forláts á þeirri greiningu, hún var röng.
Hilmar (IP-tala skráð) 7.1.2014 kl. 22:45
"EES-réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.
Hins vegar er skylt að taka hann í landslög í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."
(Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið, bls. 168.)
Þorsteinn Briem, 7.1.2014 kl. 22:53
"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."
Schengen-samstarfið
Þorsteinn Briem, 7.1.2014 kl. 22:55
Hinn nafnlausi Hilmar ætti að huga að því að í þjóðaratkvæðagreiðslu vildu nær 70% að frumvarp stjórnlagaráðs yrði lagt til grundvallar nýrri stjórnarskrá.
Hefði sú stjórnarskrá verið gild 1993 hefði ekki verið hægt að ganga inn í EES nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þar að auki er skilyrði um að ákvörðun sé afturkræf, þ. e. að síðar verði hægt að afturkalla hana ef þjóðin kýs svo.
Ómar Ragnarsson, 7.1.2014 kl. 23:39
"Þegar aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins vilja kaupa fasteignir hér á landi þarf leyfi frá innanríkisráðherra og hvert mál er metið sérstaklega."
"Magnús Leópoldsson fasteignasali, sem selt hefur útlendingum jarðir og fasteignir í 26 ár, segir að margir þeirra séu með einhverja tengingu við Ísland.
Flestir komi frá löndum Evrópska efnahagssvæðisins og aðallega frá Norðurlöndunum."
"Fjölmargir útlendingar eiga hér bæði jarðir og fasteignir.
Og samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu hafa 24 undanþágur verið veittar til aðila utan Evrópska efnahagssvæðisins til fasteigna- og jarðakaupa hér frá árinu 2007."
Fjöldi eigna hérlendis í eigu aðila utan Evrópska efnahagssvæðisins
Þorsteinn Briem, 7.1.2014 kl. 23:54
Vissulega er Hilmar nafn, Ómar minn. Það er fjöldi fólks skýrður þessu nafni. Vissulega veit ég að ykkur vinstrimönnum finnst það bagalegt að geta ekki flett mér upp, og ákvarðað mér sömu örlög og þið ákvörðuðu Ragnari Þór Péturssyni.
En því miður Ómar minn, ég gef ekki upp kennitöluna mína, af ótta við þær afleiðingar sem það gæti hat fyrir mig.
Já, satt, ég óttast að ofstæki ykkar hafi efnahagslegar og félagslegar afleiðingar fyrir mig, ef ég gef frekari upplýsingar.
En að grínkosningunum ykkar. Vissulega kaus 30% þjóðarinnar með bjánalegum tillögum ykkar vinstribloggara. Það er svona hefðbundið vinstrafylgi, kannski örlítið umfram. Og auðvitað sniðgekk meirihluti þjóðarinnar grínkosningar þar sem einungis handvaldar tillögur ykkar vinstrimanna vorur bornar undir þjóðina. Fimm spurningar voru lagðar fyrir vinstrimenn, af þeim 113 sem voru grundvöllur að nýrri stjórnarskrá vinstrimannaráðsins.
Já, þjóðin átti að ráða 3,5% tillagnanna, og engum af þeim mikilvægu.
Rétt er það að ykkur vinstrimönnum tókst, með fulltingi Sjálfstæðismanna, að koma okkur ólöglega í EES. En þjóðin setti hælana í jörðina með ESB, núna með fulltingi Sjálfstæðismanna, Framsóknarmanna og forseta Íslands.
En með ykkar tillögum, hefði þjóðin aldrei fengið að ráða aðkomu að ESB, nema þegar búið væri að aðlaga landið að ESB, með innleiðingu alla laga og tilskipana sem ESB krefst fyrir aðild.
Kosning um ESB hefði því einungis verið formleg staðfesting á því sem búið væri, og hefði verið endurtekin þangað til meirihluti segði einu sinni já.
Og þetta með að ganga úr ESB er náttúrulega grín. Íslendingar eru ekki fífl Ómar minn. Meira að segja Bretar, sem eru stórveldi innan ESB, þurfa að þola lítt duldar hótanir um fyrirhugaðar kosningar um ESB árið 2017. Hvað ætli ESB myndi segja við okkur, smáþjóðina út í ballarhafi?
Hilmar (IP-tala skráð) 8.1.2014 kl. 00:05
Samkvæmt söguskilningi þínum, Hilmar, kaus aðeins 23% þjóðarinnar stjórnarskrána 1918. Ég hef nú verið með þessa bloggsíðu í sjö ár og athugasemdirnar eru líkast til farnar að skipta tugum þúsunda. Aðeins einu sinni, einn dag, hef ég neyðst til að loka fyrir ómálefnalegar svívirðingar.
Vænisýki þín um það að ég muni refsa þér grimmilega fyrir skrif þín hér með hreinum ólíkindum.
Ómar Ragnarsson, 8.1.2014 kl. 00:57
Hvað ertu að æsa þig yfir honum Hilmari, Ómar? Ég sé ekki betur en hann rökstyðji mál sitt vel, t.d. um muninn á upptöku Svía (nær algerri) á ESB-löggjöf og hins vegar okkar (6,5%). Ætlarðu að "refsa" honum með útilokun, bara af því að hann rekur ESB-predikarann Eirík Bergmann Einarsson á gat? Á kannski að beita Hilmar sömu aðferðinni og fullveldissinninn Gunnlaugur Ingvarsson er nú beittur á Eyjunni, visir.is og dv.is? -- öll hans innlegg þar hafa nú verið þurrkuð út!!!!
"Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft," endurtekur Steini Briem eins og páfagaukur upp úr tillögum hins ólöglega "stjórnlagaráðs", en horfir algerlega fram hjá því, að sama "ráð" kaus í sinni 67. grein að banna þjóðinni þjóðaratkvæðagreiðslu einmitt um slíka úrsögn úr hinu valdfreka Evrópusambandi (værum við komin þangað inn).
Sem sé: ESB-sinnarnir mörgu í "ráðinu" (a.m.k. 10 harðir þar auk annarra "áhugasamra") og taglhnýtingar þeirra samþykktu, að framselja mætti ríkisvald til Evrópusambandsins --- þ.m.t. æðsta löggjafarvald yfir landinu --- en að þjóðin mætti ekki einu sinni krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um að ganga úr því Evrópusambandi !!!
Varstu sofandi eða utan við þig þarna á köflum, Ómar? (því að þótt þú sért Samfylkingarmaður, get ég ekki eignað þér meðvitaða og viljandi landsölustefnu).
Jón Valur Jensson, 8.1.2014 kl. 04:20
Varðandi Hilmar hef ég trúlega verið að misskilja Ómar þarna í hraðlestri mínum að áliðinni nóttu.
Ómari Bjarka nesjamanni kann ég engar þakkir fyrir níðið, en minni hann á, að það er auðvelt að kveða hann í kútinn, það hef ég gert í harðskeyttri vísu og get alveg endurtekið það, ef hann heldur sama hætti gagnvart mér.
Jón Valur Jensson, 8.1.2014 kl. 04:27
"50. gr.
1. Sérhvert aðildarríki getur ákveðið að segja sig úr Sambandinu í samræmi við stjórnskipunarreglur sínar. ..."
Þorsteinn Briem, 8.1.2014 kl. 04:27
"Mikilvægt er að hafa í huga að aðildarsamningar að Evrópusambandinu hafa sömu stöðu og stofnsáttmálar sambandsins og því er ekki hægt að breyta ákvæðum þeirra, þar á meðal undanþágum eða sérákvæðum sem þar er kveðið á um, nema með samþykki allra aðildarríkja."
Þorsteinn Briem, 8.1.2014 kl. 04:40
Samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup, sem fyrirtækið birti fyrir átta dögum, hefur Framsóknarflokkurinn nú 16,4% fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn 25,3%, eða samanlagt 41,7%.
Og Samfylkingin hefur nú samkvæmt þessari könnun 15,1% fylgi, Björt framtíð 13,1%, Vinstri grænir 13,3% og Píratar 10,7%, eða samanlagt 52,2%.
Þorsteinn Briem, 8.1.2014 kl. 05:02
Nei Ómar, skv. mínum söguskilningi kaus 38,95% þjóðarinnar (þeirra á kjörskrá) með sambandslögunum. Í þeim kosningum nýttu einungis 24% þeirra kvenna sem voru á kjörskrá, atkvæðisrétt sinn, meðan að 60% karla gerðu það. Þetta voru þó svipaðar tölur og í kosningunum 1916, um þegnskylduvinnu, og mun meiri þáttaka en í fyrri kosningum.
En það er náttúrulega alveg fráleitt af manni sem vill láta taka sig alvarla, að bera saman vetrarkosningar 1918, og kosningar 2012. Í október 1918 voru konur ekki vanar að kjósa. Samgöngur voru eins og þær voru, t.d. tók 2-3 vikur að telja atkvæði úr kosningunum. Fyrri heimstyrjöldinni að ljúka, með stórmerkilegum tíðindum á hverjum degi, Kötlugos í hæstu hæðum og spænska veikin í fullum gangi í Evrópu, og á leiðinni hingað. Árið 2012 hoppuðu menn í heita og þægilega bíla, og brunuðu á nokkrum mínútum á kjörstað. Og í október 2012 var ekki rassgat að gerast, hvorki hér né úti í heimi.
Varðandi þennan skemmtilega miskilning þinn, að ég óttist að þú refsir mér grimmilega, þá er það nú ekki svo, ég hef þó varan á mér gagnvart kengklikkuðu liði sem telst til skoðanabræðra þinna og systra, sem eru augljóslega ekki alveg heilt á geði, sem hver Íslendingur er farinn að þekkja, af ofstækisfullum yfirgangi og hótunum, og þá oftast á DV, stundum Eyjunni og Vísi, og að sjálfsögðu, stundum í heimsókn hjá þér. Maður passar sig á að geðbilað lið hafi ekki heimilisfangið sitt.
Hilmar (IP-tala skráð) 8.1.2014 kl. 07:51
Hilmar. Það er hættulegt líðræðinu þegar menn ætla að fara að velja sér kosningar til að fara eftir. Við sem kusum í kosnigunni um stjórnarskránna eigum ekki að liða fyrir þá sem sátu heima. Niðustöðurnar voru skírar. Ef þú og þínir ætlið að fara að velja ykkur kosningar til að fara eftir að þá búum við ekki lengur í líðræðisríki og einmitt út af því þurfum við nýja stjórnarskrá. Þetta segi ég án ofstækis og tiltölulega laus við yfirgang og hótannir.
Baldinn, 8.1.2014 kl. 16:04
Og Hilmar. það vita allir að við munum ganga í ESB. Það er bara spurning um hvenær.
Ég skrifa undir dulnefni til að teboðsmenn Íslands láti mig vera á mínu heimili, eins klikkaðir og þeir eru.
Baldinn, 8.1.2014 kl. 16:07
Í þessu efni má ekki vanmeta própaganda eða áróðursmátt hægri-öfga sérhagsmunaaflanna. Það er alveg ljóst að hægri öflin hafa eytt mikilli orku og fjármunum í að tala niður Nýja Stjórnarskrá og vinna skemmdarverk o.s.frv.
Eg gæti alveg trúað því að í kosningum núna mundi meirihluti fólks bara segja nei í öllum liðum. Hringlandi sumra er slíkur og veikleiki gagnvart hálfvitaáróðri.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.1.2014 kl. 16:36
Nei Baldinn, það er hættulegt lýðræðinu þegar óprúttnir stjórnmálamenn hanna kosningar utan um hugðarefni sín.
Vinstristjórnin hreina og tæra meinaði Íslendingum að kjósa um 95% ákvæða í nýrri stjórnarskrá. Vinstristjórnin hreina og tæra meinaði Íslendingum um að kjósa um umsókn í ESB. Vinstristjórnin hreina og tæra meinaði þjóðinni að kjósa um Icesave.
Í öllum ofangreindum atriðum fór vinstristjórnin hreina og tæra gegn þjóðarhagsmunum, og meinaði þjóðinni að segja sitt álit. Með aðstoð forseta Íslands tókst þjóðinni að hrinda þessum atlögum að þjóðarhagsmunum. Í öllum ofangreindum málum beið ríkisstjórnin afhroð gegn þjóðarvilja. Við höfnuðum Icesave tvisvar, við sniðgengum kosningar með fyrirfram hönnuðum niðurstöðum, og við höfnuðum með einstaklega glæsilegum hætti þeim flokkum sem unnu að aðlögun að ESB í trássi við þjóðarvilja.
Og Baldinn, þú ert einn af fáum með DV eðlið sem kýs að fela nafn þitt. Ég virði þann rétt þinn þó svo að skoðanir þínar séu fremur skuggalegar, eins og birtist í þeim spádómi þínum að Ísland komi til með að ganga í ESB þrátt fyrir þjóðarvilja. Það bendir til þess að þið vinstrimenn hafið ekki gefið upp á bátinn þá iðju, að misnota lýðræðið.
En þú þarft ekki að óttast einelti og ásakanir um glæðasamlega iðju frá hægrisinnuðum andstæðingum þínum, sú framkoma er einungis bundin við ofstækisfulla DV liða, sem eru vinstrisinnaðir.
Hilmar (IP-tala skráð) 8.1.2014 kl. 18:41
Fólk var ekki óvant að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslum þegar kosið var um afnám bannalaganna og það var enginn vetur þá. Samkvæmt þínu skilningi ættu bannlögin enn að vera í gildi af því að svo margir tóku ekki þátt í kosningunum að mikill minnihluti þeirra, sem voru á kjörskrá greiddu atkvæði með því að afnema bannlögin.
Samkvæmt þínium skilningi hefur enginn forseti Bandaríkjanna verið kjörinn löglega af því að í engu tilfelli hafa meira en 30% prósent Bandaríkjamanna á kosningaaldri kosið forsetann.
Ómar Ragnarsson, 8.1.2014 kl. 20:15
Þjóðaratkvæðagreisla sem lýðræðisleg stjórnskipan hefur borið á góma hér í ummælum.
Ég skrifa þetta í Sviss, en í stjórnarskrá landsins eru einhver frægustu ákvæði heims um þjóðaratkvæðagreiðslur. Vilhjálmur Þorsteinsson skrifaði eftirfarandi um atkvæðagreiðslur og kjörsókn í Sviss fyrir rúmlega einu ári og ég gæti ekki gert það betur.
„Í Sviss hafa þjóðaratkvæðagreiðslur verið tíðkaðar í 160 ár. Þar er unnt að greiða atkvæði um sett lög og um breytingar á stjórnarskrá, jafnt sambandsríkisins sem einstakra kantóna (sjálfstjórnarsvæða). Síðan í ársbyrjun 2000 hafa verið 38 kjördagar vegna sambandsríkiskosninga, eða að meðaltali um þrír á hverju ári. Samtals hafa 104 mál verið borin undir kjósendur þessi 13 ár eða 8 á ári að jafnaði. Við þetta bætast svo atkvæðagreiðslur í kantónum og í sveitarstjórnum.
Ég tók saman kjörsókn í Sviss á öllum þessum 38 kjördögum. Hún hefur lægst verið 27,8%, hæst 58,4% og að meðaltali er hún 45%.
Greidd hafa verið atkvæði um alls kyns mál. Sem dæmi má nefna að tillögur um styttri vinnutíma og 6 vikna sumarfrí handa öllum voru felldar. Bann við byggingu bænaturna (mínaretta) var hins vegar staðfest og bætt við sambandsstjórnarskrána. Málefni innflytjenda og hælisleitenda hafa oftsinnis komið til atkvæðagreiðslu. Aðild að Sameinuðu þjóðunum (!) og Schengen var samþykkt. Þá var hækkun virðisaukaskatts til að standa undir örorkutryggingum samþykkt.
Í allnokkrum tilvikum hefur verið mjótt á mununum í þessum atkvæðagreiðslum. En meirihlutinn ræður, hversu lítill sem hann er. Í Sviss er enginn þátttökuþröskuldur, þ.e. lágmarkskjörsókn, til þess að niðurstaða sé bindandi. Það er í samræmi við meðmæli (best practice) Alþjóðastofnunarinnar um lýðræði og aðstoð við framkvæmd kosninga (IDEA).“
Sem sagt, rúmlega helmingur kjósenda greiðir ekki atkvæði, þótt allir fái kjörseðilinn sendan heim sem senda má í pósti eða mæta á kjörstað. Þeir sem nenna ekki að greiða atkvæði sætta sig auðvitað við niðurstöður, allt annað þætti hortugheit og kjánaskapur.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.1.2014 kl. 21:31
Hvort er íslandi ætlað að ganga í Lissabonsáttmála eða ESB?
Hver er munurinn á laga/regluverki Lissabonsáttmálans og ESB?
Er ekki rétt að allur sannleikurinn sé hafður með í öllu þessu vafnings-leikriti Mammons-Páfaríkis-heims-stjórnarinnar?
Páfa-auglýsingaskilti Djöfulsins, var um sjálf Jesú-jólin, látið búa til símahringingu fórnfúsra, hjartahlýrra og ektagóðra nunnanna sannkristnu. Og Páfa-fígúran var látinn gera þær fórnfúsu og Almættis-sannkristnu/góðu nunnur tortryggilegar! Og vegna þess að þær ektagóðu nunnur sinntu mannúðarstörfum, í staðinn fyrir að sitja auðum höndum við símann, og bíða eftir hringingu frá tásuþvotta-plat-iðrunar-töffaranum: Frans, sem almennt í heiminum er kallaður alvaldi Páfi=(Galna-mætti á Jörðu).
Fjárans Frans virðist vera í þykistu-iðrunar-leikriti Djöfulsins!
Ég bið reglulega fyrir glötuðum valdamönnum, sem hafa gert Djöfulsguðinn Mammon að leiðtoga sálarlífs-ljóssins, í sínum eigin huga og hjarta.
Enginn getur hjálpað, né leiðbeint glötuðum Mammon-keyptum, og blekktum sálum, nema almættið algóða.
Almættið algóða er eina réttláta Guðs-ljósorkan, sem getur vísað sannleikans-réttlætis-veginn. Það skiptir engu máli hvað ég/aðrir reyna að segja/gera, til að reyna að útskýra/sanna þetta, því það er sem betur fer ekki í mínu/annarra jarðarbúa-valdi, að sanna þann sannleika, og verður aldrei.
Valdið/ákvörðunin er hjá hverjum og einum einstaklingi á jörðinni, sem vissulega eru allir jafnmikilvægir, og allir sköpunarverk Guðs-almáttugs-góðu orkunnar. Í Guðs almáttugs augum góðu orkunnar er enginn útvalinn, og enginn óvelkominn, á Hótel Jörð.
Gervi-Guðir eru ekki, og verða aldrei, sammála mér, því trúarbragða-blekkingar leyfa ekki sannleika, frið, kærleika og réttlætis-veg boðskapar Jesú-KRISTS-FRELSIS (frelsara frá fals-kaupmanna-musterinu siðblinda).
Trúarbrögð voru stjórntæki í ótal margar aldir, og eru enn um allan heim.
Og plan Djöfla-pólitísku "rétt"-trúar-skólakerfis-heilaþvottastöðva heimsins, á að stjórna, í gegnum meðfædda trúarstöð heilans, í framtíðinni. Gervi-mannréttinda-áróðurs-ó-frelsi er líka ætlað að gegna mjög mikilvægu hlutverki, hjá siðblindum, hefndarsjúkum og villuráfandi heims-stjórnar-sálum í framtíðinni.
Gleðilega framtíðar--jóla-Páfa-háð-tíð, í heimi "sannkristinna" og stríðsstyðjandi heims-stjórnsýslu-Páfaþjóna, og "rétt"-trúarbragða-heimsveldis-stjórnenda. Sem kenna blekkingar-rétttrúnað, í gegnum opinberlega rekna/hannaða skyldu-grunnskóla-svika-flokkunar-ramma-útprentun! Útkoman er andlega niðurbrotið og heilaþvegið ólæst og trúarbragða-stríðsfólk.
Grunnskólum er ætlað að ræna börn, sinni eigin meðfæddu sannleiks-sálarsamvisku-hæfni og siðferði, til að þjóna Mammon-Guðinum í Páfa-Vatikanónunni friðarspillandi.
Sjálfsvaldið á að sjálfsögðu að vera, í huga, hjarta, og höndum hverrar sálarsamvisku á jörðinni, frá fyrsta degi hvers barns. Hvert barn á fullann og meðfæddan rétt á að vera óbrenglað og ómengað, af glæpavaldhöfum og stjórnsýslusiðblindingja-Mammon-glæpaklíkum jarðarinnar.
Hugarfarsbreyting hjá örfáum einstaklingum á jörðinni breytir ekki neinu, ef hugarfarsbreyting allra "hinna" breytist ekkert.
Hvað þýðir orðið: Samfélag?
Og hvað þýðir orðið: Sátt?
Og hvað þýðir orðið: Siðfræði?
Ef Páfa-falskristni-veldið sem stjórnar fyrst og fremst öllum svikabönkum/lögregluyfirvöldum, Háskóla-stjórnsýslunni, og heims-samfélaginu öllu, getur útskýrt þessi orð, á siðferðislegan, sannkristinn og skiljanlegan hátt, þá er von, fyrir heimsfriðinn og náungakærleikann.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.1.2014 kl. 21:33
Íslenska ríkið á aðild að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og okkur Íslendingum er því nú þegar "gert að innleiða ríflega 80% af öllum lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða", án þess að taka nokkurn þátt í að semja lög sambandsins.
Það er nú allt fullveldið.
Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.
Nú hafa verið gjaldeyrishöft hér á Íslandi í rúmlega fimm ár og ekki sér enn fyrir endann á þeim.
Í fjórfrelsinu, sem á að gilda á öllu Evrópska efnahagssvæðinu, felast hins vegar frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsir fjármagnsflutningar og sameiginlegur vinnumarkaður.
Þar að auki kveður EES-samningurinn á um samvinnu EES-ríkjanna í meðal annars félagsmálum og jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum.
Íslensk stjórnvöld verða því að aflétta gjaldeyrishöftunum eins fljótt og auðið er.
Á meðan hér eru gjaldeyrishöft getur Seðlabankinn hins vegar að töluverðu leyti stjórnað gengi íslensku krónunnar.
Falli hins vegar gengi krónunnar eftir að gjaldeyrishöftunum verður aflétt hækkar hér verð á innfluttum vörum, aðföngum og þjónustu, eins og margoft hefur gerst.
Stýrivextir á evrusvæðinu voru í október síðastliðnum 0,5% og verðbólga 0,7%.
Við Íslendingar flytjum mest af okkar vörum til evrusvæðisins og kaupum einnig mest þaðan.
Hlutfall evrusvæðisins í útflutningsvog Seðlabanka Íslands árið 2010, byggðri á vöruviðskiptum árið 2009, var 60% og hlutfall allra Evrópusambandsríkjanna er að sjálfsögðu hærra.
Við eigum því að fá greidd laun okkar hér á Íslandi í evrum og greiða hér fyrir vörur og þjónustu í evrum, rétt eins og erlendir ferðamenn hér, sem búa á evrusvæðinu.
Og hér á Íslandi var 5,2% atvinnuleysi í september síðastliðnum, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands, sem er sama atvinnuleysi og í evruríkinu Þýskalandi, þar sem áttatíu milljónir manna búa.
Atvinnuleysi 5,2% hér á Íslandi - Hagstofa Íslands
Við Íslendingar höfum því enga góða ástæðu til að skipta hér evrum í íslenskar krónur og þeim svo aftur í evrur með tilheyrandi gríðarlegum kostnaði.
Euro coins - National sides
Þorsteinn Briem, 8.1.2014 kl. 22:40
Nú eru 19,55 milljónir manna atvinnulausar á evrusvæðinu margrómaða!
Og allt blaður Steina Briem megnar ekki að breiða yfir þá staðreynd, að "stjórnlagaráðið" gerði bara ráðstöfun til þess að geta komið Íslandi inn í Evrópusambandið, en passaði það sérstaklega að koma í veg fyrir, að þjóðin gæti fengið með þjóðaratkvæðagreiðslu að krefjast úrsagnar og fá hana.
Hvað köllum við slíkt "ráð".
Og hvernig vogar það sér að vísa í þjóðfundinn 6. nóvember 2010 sem eina af forsendum sínum og undirstöðum? Þjóðfundurinn tók einmitt ítrekað fram, að stjórnarskrá landsins ætti að standa vörð um fullveldi þess.
En ESB-mönnum veitist létt að snúa öllu á haus.
Lesið svo þessa talandi grein á Mbl.is í kvöld: mbl.is/frettir/erlent/2014/01/08/byggd_verdi_upp_bandariki_evropu/
og þar talaði sjálfur dómsmálastjóri Evrópusambandsins og varaforseti framkvæmdastjórnar sambandsins.
Jón Valur Jensson, 8.1.2014 kl. 22:59
Þú heldur þig við sama heygarðshornið Ómar. Kosningaþáttaka 1933 var 70%, (ekki minnihluti eins og þú heldur fram) en enn voru konur eftirbátar, 60% þáttaka hjá þeim, en 77% þáttaka hjá körlum. 70% þáttaka er bísna góð í þjóðaratkvæðagreiðslu, umtalsvert betri en þessi 36% í grínkosningunum. Og séu þjóðfélagaðstæður, aðgengi að kjörstöðum vegna samgangna tekin með í reikninginn, verða þessi 36% enn hlægilegri.
Ég hreinlega átta mig ekki á því hvert þú ert að fara. Veit auðvitað að þú ert að grípa í einhver hálmstrá, en kommon, að fara 100 ár aftur í tímann í samanburð, eða til Bandaríkjanna, sem er bara allt allt annað land en Ísland, með allt allt annan pólitískan kúltúr.
Af hverju ertu að bera saman Bandaríkin með sína mætingu á kjörstaði, og Ísland þar sem kjörsókn er nánast undantekningalaust meiri en 80% og yfirleitt í kringum 90%?
Viltu bara ekki bera mætinguna í grínkosningarnar saman við aðrar kosningar á svipuðum tíma?
Þetta er ofureinfalt, vinstristjórnin hannaði kosningar með fyrirframgefnum niðurstöðum. Meirihluti landsmanna ákvað að sniðganga þessar kosningar, (ég er einn af þeim sem það gerðu).
Vinstristjórnin handvaldi spurningar sem hentaði þeim, en sleppti þeim sem hentuðu stjórninni ekki. Einungis var boðið upp á að kjósa um 4,4% tillagnanna, en ekki um 95,6%.
Almenningi á Íslandi bauðst t.d. ekki að kjósa um 110 gr., sem hljóðar svo:
"Ráðherra gerir þjóðréttarsamninga fyrir hönd Íslands. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi, innsævi, landhelgi, efnahagslögsögu eða landgrunni, eða kalla á breytingar á landslögum, eða eru mikilvægir af öðrum ástæðum, nema samþykki Alþingis komi til."
Þarna segir afdráttarlaust að ráðherra (ríkisstjórn) geti samið við ESB um hvað sem er, án þess að þjóðin verði um það spurð. Það þýðir t.d. að ríkisstjórnin geti selt sjávarútveginn undir stefnu ESB án þess að spyrja þjóðina. Það hefði gerst, ef þessi nýja stjórnarskrá hefði verið í gildi.
Af hverju var fólk ekki spurt um 110 gr., Ómar?
Hilmar (IP-tala skráð) 8.1.2014 kl. 23:03
Með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu er Ísland nú þegar 80% í Evrópusambandinu og kjör íslenskra bænda væru ekki verri ef Ísland væri að öllu leyti í sambandinu.
Of langan tíma tæki að flytja mjólk frá öðrum Evrópulöndum hingað til Íslands með skipum og of dýrt að flytja mjólkina hingað með flugvélum.
Ostar frá Evrópusambandsríkjunum yrðu hins vegar ódýrari í verslunum hér en þeir eru nú en tollar féllu niður á öllum íslenskum vörum í Evrópusambandsríkjunum, til að mynda lambakjöti og skyri.
Verð á kjúklingum frá Evrópusambandsríkjunum myndi einnig lækka í íslenskum verslunum en kjúklingar og egg eru hins vegar framleidd hér í verksmiðjum.
Tollar á öllum vörum frá Evrópusambandsríkjunum féllu niður hérlendis, til að mynda 30% tollur á kjúklingum og eggjum, 20% á sætabrauði og kexi, 15% á fatnaði og 7,5% á heimilistækjum.
Þar af leiðandi myndi rekstrarkostnaður íslenskra heimila lækka verulega, einnig heimila íslenskra bænda.
Þar að auki eru dráttarvélar, kjarnfóður, tilbúinn áburður, illgresis- og skordýraeitur, heyrúlluplast og olía seld hingað til Íslands frá Evrópu.
Vextir myndu einnig lækka verulega hérlendis og þar með kostnaður íslenskra bænda, bæði vegna lána sem tekin eru vegna búrekstrarins og íbúðarhúsnæðis.
Þorsteinn Briem, 8.1.2014 kl. 23:05
Þorsteinn Briem, 8.1.2014 kl. 23:10
Það skiptir nú ekki miklu máli fyrir Evrópusambandsríkin hvaða dýr fá að vera hér á Íslandi og því harla ólíklegt að þau sæki það fast að fá að flytja hingað lifandi dýr fyrir íslenskan landbúnað.
Hins vegar hefur verið töluverður útflutningur á hrossum héðan frá Íslandi og árið 2009 voru flutt hér út 1.589 lifandi hross, þar af um 90% til Evrópska efnahagssvæðisins.
Þorsteinn Briem, 8.1.2014 kl. 23:13
Það er náttúrulega rangt að kjörsókn á Íslandi sé alltaf 80% eða meira. Alrangt. Sumir hægri-öfgamanna hljóta bara að vera að grínast eða tröllast sem kallað er. Það er tæplega hægt að vera svona vitlaus. 1933 var minna en 50% þáttaka og frumvarpið var í raun naumlega samþykkt. Það munaði engu að áfengisbannið gilti áfram! 1933. En jú jú, samkvæmt sjöllum þá er líklega enn áfengisbann í gildi og þeir sjallar sem drekka því allir brotamenn. Sambandslögin og fullveldið eru ekki heldur í gildi samkvæmt Sjöllum. Það var minna en 50% þáttaka 1918. Varðandi Nýju Stjórnarskrána sem var samþykkt þarna 2012, að þá verður ekki litið framhjá því að skoðanakannir voru nokkuð í samræmi við úrslit kosninganna. Skráin var samþykkt á lýðræðislegan hefðbundin hátt með frekar afgerandi niðurstöðum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.1.2014 kl. 02:03
Merkilegt hvað Ómar Ragnarsson er orðinn mállaus á sinni eigin síðu!
Jón Valur Jensson, 9.1.2014 kl. 03:20
Ekki frá hinum sí-afsakandi Steina Briem né öðrum íslenzkum (?) ESB-málpípum: Straight from the horse's mouth: varaforseti framkvæmdastjórnar ESB vill að stefnt verði að Bandaríkjum Evrópu!
Jón Valur Jensson, 9.1.2014 kl. 21:07
Og hver er afstaða Ómars Ragnarssonar til þess?
Jón Valur Jensson, 9.1.2014 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.