Virðing og varúð við að leysa ráðgátu og bjarga verðmætum.

Í Faxaflóa liggja tvö flök sem njóta verndar laga um grafarhelgi. Það eru flökin af Goðafossi undan Garðskaga og flakið af DC-3 vélinni Glitfaxa, sem liggur út af Flekkuvík.

Um bæði flökin hefur ríkt samkomulag um það að þau hlíti lögum um grafarhelgi, en slík helgi ríkir yfir grafreitum í 75 ár. 

Samkvæmt því gilda þau lög um Goðafoss til ársloka 2019 og henni er létt af Glitfaxa í febrúar árið 2026. 

Bæði flökin eru skilgreindir grafreitir og veit ég að varðandi Glitfaxa var það ósk aðstandenda hinna látnu á sinni tíð. 

Þess vegna gildir þetta einkum um flakið af Glitfaxa þar sem 20 menn fórust og líkin sitja líkast til enn bundin í belti í sætum sínum.

Á framdekki Goðafoss var bíll af Packard-gerð sem var sérstök gjöf Roosevelts Bandaríkjaforseta til forseta Íslands. Kassinn með bílnum innanborðs ætti að liggja skammt frá Goðafossi og aðeins grind bílsins með grindarnúmeri og vélarblokk með vélarnúmeri þurfa að vera heil til þess að hann teljist vera hinn eini og sanni forsetabíll og hægt að gera hann upp sem slíikan. 

Um borð í Glitfaxa verður hugsanlega hægt að sjá af stillingu hæðarmælis og fleiri gögnum hvað olli því að vélin fór í hafið í aðflugi til Reykjavíkur og þar með leyst 75 ára gömul ráðgáta. 

Það liggur ekkert á. Við eigum að virða lögin um grafarhelgi og þann vilja aðstandenda að þau væru virt og sýnd virðing og varúð í hvívetna. 


mbl.is Skoðar sokkin skip á kafbátum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

DC-3 flugvélin hét Glitfaxi. Hún fórst 31. janúar 1951 með 20 manns er hún var á leið til Reykjavíkur frá Vestmannaeyjum.

Björn Blöndal (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 17:16

2 identicon

Voðalega er þetta skrítin umræða! Ertu að segja að þessir Microsoftkallar séu bara einhverjir gullgrafarar?

Jón bóndi (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 10:27

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk fyrir athugasemdina, Björn Blöndal. Á einhvern óskiljanlegan hátt setti ég rangt nafn flugvélarinnar inn og sé það fyrst nú. 1. febrúar er næsti dagur á eftir 31. janúar.

"Microsoftkallarnir"  eru reyndar aðeins með leyfi til að skoða Shirvan og Hamilton. 

Ómar Ragnarsson, 3.8.2010 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband