Merkingaskorturinn og ruglið eru víða.

Smiðjuhverfið í Kópavogi er eitt af ótal dæmum um það hvernig aðkomufólk er beinlínis afvegalegaleitt á leið sinni til ákveðins húss, til dæmis eftir forsögn símaskrárinnar eða ja.is.

Ekkert eftirlit virðist vera með því að húseigendur sjálfir merki hús sín með númerum heldur virðist viðhorf bæði borgar- og bæjaryfirvalda vera það að allir eigi fyrirfram að vita hvar allt er.

Það eru ekki svo fáar ferðirnar sem maður er búinn að fara um Smiðjuhverfið til að leita að fyrirtækjum og verður yfirleitt að aka fram og til baka þangað til maður dettur niður á skiltið sjálft.

Síðan virðist engin ein regla vera um það hvernig húsnúmerum er raðað eða hvað sé skilgreint sem ein gata. Ekki svo fáar ferðirnar sem maður hefur farið um ný hverfi til að finna þetta út og vera að villast langtímum saman.

Sums staðar á maður að vita það að allir botnlangarnir teljist með heildargötunni, annars staðar að það sé einmitt ekki þannig.

Í fyrra fór ég í langa gönguferð um hálft hverfi til að leita að húsi með númeri, sem var á allt öðrum stað í þessu völundarhúsi en hægt var að sjá fyrir.

Fyrir hálfri öld var þetta hins vegar ekkert vandamál. Öll hús voru merkt þar sem gatnakerfi var og reglan algild: Talið var til vesturs í Vesturbænum og austurs í Austurbænum, oddatölur vinstra megin og jafnar tölur hægra megin.

Dæmin eru svo mörg að þau virðast óteljandi. Hvers vegna ekur ókunnugur maður eftir Súðarvogi til norðurs og á að vita það fyrirfram að nafn hennar breytist í Skútuvog þegar hún kemur yfir gatnamót?

Hver er þessi Katrín, sem Katrínargata heitir allt í einu eftir? Katrín mikla? Af hverju er verið að leggja niður gömul og gróin nöfn gatna sem saga liggur á bak við og segir auk þess til hvar hún er í bænum.

Gatan Höfðatorg lá í áttina að Höfða, sem flestir vita hvar er. En hvar er þessi Katrín?

Fyndnasta dæmið sem ég þekki er þegar kenna átti konu frá Stykkishólmi hér um árið um að hafa valdið árekstri á Hellissandi þar sem hún lenti á bíl sem ók á móti einstefnu á einstefnugötu og lenti´á henni.

Konunni var sagt að allir á Hellissandi vissu að þar færi fólk ekkert eftir einstefnumerkinu og væri því á varðbergi?  Hvernig átti konan frá Stykkishólmi að vita það?

 


mbl.is „Hverfið fer í taugarnar á fólki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvað ég er sammála.. Sonur minn (sem reyndar býr í Noregi til margra ára) hélt uppá afmælið sitt í fyrra, tók á leigu sal í Kópavogi, og þvílík martröð að finna staðinn..

Kalla Lóa Karlasdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2014 kl. 17:53

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Góð sagan, sem ég fékk senda á facebook. Maður einn ætlaði að heimsækja kærustu sína, sem bjó í Kópavogi, en þegar hann loksins fann hana, var hún búin að gifta sig !

Ómar Ragnarsson, 12.1.2014 kl. 22:44

3 identicon

Sæll.

Góð og þörf hugleiðing hjá þér.

Ef Íslendingar eru í vandræðum hvað þá með ferðamenn? Svo hjálpar ekki upp á þegar t.d. borgarfulltrúar í Rvk ákveða á breyta heiti á götu svona bara upp á fönnið.

Annars held ég að þetta skilningsleysi opinberra starfsmanna í Kópavogi sýni glöggt að hið opinbera vinnur ekki fyrir okkur heldur við fyrir hið opinbera. Þannig á það augljóslega ekki að vera. Hvað fá þau fyrirtæki sem greiða opinber gjöld til Kópavogs fyrir sinn pening?

Ef menn fá ekki það sem þeir eru að greiða fyrir er spurning hvort menn eiga að borga?

Helgi (IP-tala skráð) 13.1.2014 kl. 05:33

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ekki fyrir alls löngu átti eg leið um þetta hverfi og leitaði lengi uns eg fann búðina sem eg leitaði að. Verslun þessi blasir við þegar ekin er Reykjanesbraut en þar er auðvitað ekki unnt að stoppa og ganga síðasta spölinn.

Heyrt hefi eg að upphaflega var þetta hverfi tilheyrandi Reykjavík. En þegar verið var að skipuleggja Seljahverfið syðri part Breiðholtshverfisins, tókst ekki betur til en að mælingarmenn voru komnir langt inn í land Kópavogs áður en nokkur hafði áttað sig á mistökunum. Voru nú góð ráð dýr og var ákveðið í borgarstjórn Reykjavíkur að fá hluta af Blesugróf og landið þar suður af vestan Reykjanesbrautar. Er von að ekki hafi betur tekist til? Gunnar Birgisson vildi halda hlífisskildi yfir klámbúllum og þarna í hverfinu var lengi vel ein slík.

Guðjón Sigþór Jensson, 13.1.2014 kl. 15:09

5 Smámynd: Már Elíson

Þú ert nú meiri kjáninn, Guðjón, og veist ekkert hvað þú ert að segja. - Þetta er þvílíkt bull í þér, maður, að þú verður að fara að lesa þér til.

T.d. er þessi "klámbúlla" þín ennþá þarna og gerir það gott, sínum kúnnum. Sem líta nú bara nokkurn veginn út eins og þú !

Már Elíson, 13.1.2014 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband