Því miður er meginatriðið hjá N.Y.Times rétt.

Það vekur athygli að að enda þótt umhverfisráðherra geri nú athugasemdir við einstök atriði í umfjöllun New York Times um það að Ísland sé núna númer 30 af 52 völdum áfangastöðum heims, gerir umhverfisráðuneytið ekki athugasemd við meginatriði hennar, sem er þess eðlis, að þeir sem vilji fara til Íslands til að njóta einstæðrar náttúru og víðerna hálendisins eigi ekki að draga það, því að hart sé sótt með mannvirki og virkjanir inn á hálendið.

Enda væri ekki hægt að þræta fyrir þetta, því að daglega eru nú sagðar fréttir af komandi stórsókn virkjana- og stóriðjufíkla og mannvirkjaþyrstra um þvert og endilangt hálendið.

Í fyrradag var sagt frá komandi háspennulínu af stærstu gerð um Sprengisand fyrir stóriðju Austurlands. 

Á síðustu dögum hefur verið sagt frá virkjun inni í Þjórsárverum og uppþurkun ígildis tveggja og hálfs Gullfoss í Efri-Þjórsá auk árforma um að kollvarpa stórum hluta rammaáætlunar með því að drita niður virkjunum út um allt og virkja á verndarsvæðum 2. áfanga áætllunarinnar svo sem í Gjástykki og í  Grændal alveg ofan í hlaðvarpa Hvergerðinga.

Í skipulagi miðhálendisins er gert ráð fyrir svonefndum "mannvirkjabeltum" yfir bæði Kjöl og Sprengisand og raunar ákvað samvinnunefnd um skipulag miðhálendisins einróma að svæðið Leirhnjúkur-Gjástykki skuli verða iðnaðarsvæði.

Ríkisstjórnin hefur einróma ítrekað eindreginn vilja sinn til að reisa álver í Helguvík sem þýðir samfellt virkjana- og mannvirkjabelti fyrir stóriðjuna frá Reykjanestá austur í Skaftafellssýslu og upp á miðhálendið.

Ekki er langt síðan fréttist af nýjum áformum um álver á Bakka og hafinn er mikill dýrðarsöngur um sæstreng til Skotlands sem ráðamenn segja blákalt að geti annað orkuþörf stórs hluta Evrópu þótt einfaldar tölur sýni að gervöll virkjanleg orka Íslands með tilheyrandi rústun á einstæðri náttúru landins og víðernum dugar ekki nema fyrir innan við einu prósenti af orkuþörf álfunnar.  

Dýrðarsöngur er einnig sunginn um  stórkostlega 250 kílómetra styttingu leiðarinnar milli Egilsstaða og Reykjavíkur með nýrri hraðbraut á milli þessara staða, sem yrði raunar að liggja þráðbeina loftlínu yfir hvað sem fyrir væri  leiðinni til að fá fram slíka styttingu !

Hvorki meira né minna en ný heimsmynd á að vera að skapast í kringum Ísland með "heimshöfn" í Finnafirði vegna stórfelldra siglinga á nýjum heimskautaskipaleiðum.

Ísland í miðju nýrrar heimsmyndar! Minna má það ekki vera !

Sést þó á kortum að stysta siglingaleið á milli Evrópu og Japans norður fyrir Asíu liggur meðfram strðndum Noregs og Rússlands.

En okkur verður sjálfstagt ekki skotaskuld úr því að fá skipin til að að taka á sig krók til Finnafjarðar ef við beitum sömu aðferð og tekin var upp 1995 þegar auglýst var að lægsta orkuverð í heimi byðist á Íslandi auk sveigjanlegs mats á umhverfisáhrifum.

Og ekki verður okkur heldur skotaskuld úr því að reisa borgarsamfélag þar, sem nauðsynlegt er fyrir aðgang að fjölbreyttri þjónustu og viðskiptum fyrir miðju nýrrar heimsmyndar!

Væntanlega verða það þá lang lægstu hafnargjöld í heimi sem boðin verða í Finnafirði og sveigjanlegasta mat á umhverfisáhrifum í heimi varðandi olívinnsluna stórfelldu sem er að dynja yfir norður af landinu og mun gera Íslendinga 20 sinnum ríkari olíuþjóð á hvern íbúa en Norðmenn.

Og ekki mun veita af að við tökum sem virkastan þátt í því að auka framleiðslu og notkun á jarðefnaeldsneyti til þess að flýta fyrir hlýnuninni af mannavöldum svo að hafísinn og jöklarnir bráðni sem hraðast til að flýta því að við breytum heimsmyndinni.

Meginatriðið hjá New York Times er rétt þegar ofangreint er dregið saman varðandi það í hvert stefni í meðferð okkar á hálendinu, landinu og auðlindalögsögunni í kringum það.  

 


mbl.is Athugasemdir við fréttaflutning New York Times
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.12.2013:

"Landsvirkjun getur ekki annast orkuöflun fyrir álver í Helguvík nema að litlu leyti, að sögn forstjórans.

Álverð þyrfti að hækka um 30 til 40 prósent
svo að hægt yrði að ljúka samningum."

Landsvirkjun getur ekki aflað orku fyrir álver í Helguvík

Þorsteinn Briem, 12.1.2014 kl. 06:26

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.5.2013:

Skipulagsstofnun: Kísilver í Helguvík þyrfti 130 MW þegar það yrði komið í fulla stærð, sjá bls. 4


Norðurál:
"Álver í Helguvík þarf 625 MW þegar það er komið í fulla stærð."


Álver í Helguvík þyrfti því um fimm sinnum meiri raforku en kísilver á sama stað.


Og samtals þyrftu álverið og kísilverið 755 MW.

Þorsteinn Briem, 12.1.2014 kl. 06:39

3 identicon

Ferðamönnum gengur líka bísna vel að gera landið sjúskað og leiðinlegt, það er massív ferðamannamengun hérna!

Wilfred (IP-tala skráð) 12.1.2014 kl. 09:59

4 identicon

Með því að virkja Lagarfljót væri hægt að fá alla þá orku sem álver í Helguvík þarf á að halda. Ég skil ekki afhverju það hefur ekki verið skoðað.

Einar Valberg (IP-tala skráð) 12.1.2014 kl. 10:26

5 identicon

Svona hljómar tilvitnunin í Árna Finnson í New York Times:

„The Icelandic government has spent decades protecting its glaciers, pools, ponds, lakes, marshes and permafrost mounds in the Thjorsarver Wetlands, which constitute 40 percent of the entire country, mostly in the interior. But last year, the government announced plans to revoke those protections, allowing for the construction of hydropower plants (instead of glaciers and free-flowing rivers, imagine man-made reservoirs, dams, paved roads and power lines). “If they get into this area, there will be no way to stop them from destroying the wetlands completely,” said Arni Finnsson, the chairman of the Iceland Nature Conservation Association. More bad news looms: A law intending to further repeal conservation efforts has been put forward, so if you ever want to see Iceland in all of its famously raw natural beauty, go now.“

Meira en lítið á skjön við raunveruleikann !





Ágúst (IP-tala skráð) 12.1.2014 kl. 11:01

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.1.2014 (í dag):

Vestfirðir og Snæfellsnes fá umhverfisvottun


Útgjöld erlendra ferðamanna
til íslenskra fyrirtækja voru 238 milljarðar króna árið 2012 og þeir dvelja hér á Íslandi aðallega til að njóta náttúrunnar en ekki heljarinnar raflínustaura úti um allar koppagrundir.

Íslenska ríkið fær skatt af tekjum þessara fyrirtækja og þeirra sem hjá þeim starfa.

30.12.2013:

Níu þúsund starfa í ferðaþjónustunni hér á Íslandi allt árið og þeim fjölgar um nokkur þúsund á næstu árum


Ferðaþjónusta hefur farið vaxandi um allan heim síðastliðna áratugi.

Þróun alþjóðlegrar ferðaþjónustu frá árinu 1980 - Línurit bls. 7


Og í fyrra, 2013, varð ferðaþjónustan stærsti útflutningsatvinnuvegurinn hér á Íslandi.

Að sjálfsögðu þarf að byggja upp aðstöðu fyrir bæði íslenska og erlenda ferðamenn um allt landið, reisa til að mynda hótel og gistiheimili, ráða starfsfólk, stækka bílastæði, bæta salernisaðstöðu, leggja fleiri göngustíga og halda þeim gömlu við.

Íslenskir og erlendir ferðamenn geta greitt hér fyrir afnot af salernum og engin ástæða fyrir íslenska ríkið að leggja á þá sérstakan skatt vegna kostnaðar við einhverja göngustíga, sem er örlítið brot af þeim tekjum sem ríkið fær vegna ferðamanna.

Rúmlega 900 þúsund erlendir ferðamenn voru hér á Íslandi í fyrra, 2013, en um 3,4 milljónir manna heimsóttu Yellowstone-þjóðgarðinn í Bandaríkjunum árið 2012. Garðurinn var stofnaður árið 1872 og ég veit ekki betur en að hann sé í góðu lagi.

Yellowstone National Park

Þorsteinn Briem, 12.1.2014 kl. 11:15

7 Smámynd: Skúli Víkingsson

Það er greinilega ekki tekið úr með tómri sældinni að vera umhverfistaliban!

Skúli Víkingsson, 12.1.2014 kl. 11:49

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar erum með minnstu þjóðum í heiminum.

Við erum þó með mestu fiskveiðiþjóðum í heiminum og þar er ekki miðað við höfðatölu.

Árið 2002 varð raforkunotkunin hér sú mesta í heiminum á mann.

Og búist er við að hingað til Íslands komi um tvær milljónir erlendra ferðamanna eftir áratug.

Samt er það ekki nóg
fyrir örþjóðina Íslendinga.

Þorsteinn Briem, 12.1.2014 kl. 11:56

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er samt mikið til í þessu hjá Árna Finnsyni. Núer talað umað þessi hugmynd Sigurðar Inga sé svo ,,hagkvæm". Þetta sé langhagkvæmasti kosturinn í stöðunni etc. Það er líka augljóst að framsóknarmenn ætla að setja sína menn í fræðinganefndina til að tryggja ,,rétta" niðurstöðu. Ok. segjum að framsóknarmönnum takist að böðlast svona á landi sínu - að hvað þá næst? Hvað verður næst ,,hagkvæmt"? Það verður það að stækka lónið! Fólk ætti að prófa að lesa umræður frá síðustu öld þegar til stóð að sökkva þjórsárverum vegna þess hve það væri ,,hagkvæmt". Það voru síðan útlendingar sem komu í veg fyrir að íslendingar ynnu slík spellvirki og óþverraskap gegn landinu. Það var enginn skilningur almennt hjá almenningi þá á gildi verndunnar. Útlendingar töluðu bara við íslenska pólitíkusa og gátu á síðustu stundu stoppað þetta. Þegar framsóknarmenn og sjallar verða komnir á bragðið með að koma niður öðrum fæti þarna - þá verður græðgi þeirra óseðjandi og þeir munu sennilega sökkva landi og lýð í óvitaskap sínum og græðgi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.1.2014 kl. 12:05

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framleiðsla vatnsorkuveranna í Noregi er 113 TWh/a, um 60% af þeirri vatnsorku sem þar væri hægt að virkja.

Og framleiðsla vatnsorkuveranna hefur lítið aukist frá árinu 1990, samkvæmt skýrslu sem Þorkell Helgason skrifaði fyrir forsætisráðuneytið um skattlagningu orkufyrirtækja í Noregi.

Þorsteinn Briem, 12.1.2014 kl. 12:10

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Raforkuvinnsla hér á Íslandi árið 2008 var 16,467 GWh og hafði þá aukist frá árinu áður um 37,5%.

Og notkunin á íbúa jókst úr 38,5 MWh í 51,6 MWh.

Árið 2002 varð raforkunotkunin hér sú mesta í heiminum á mann
en áður hafði hún verið mest í Noregi.

Með Fjarðaáli jókst raforkunotkun stóriðju verulega árið 2008 og hlutur hennar fór þá í 77% af heildarnotkuninni.

Þorsteinn Briem, 12.1.2014 kl. 12:14

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Á síðustu dögum hefur verið sagt frá virkjun inni í Þjórsárverum..."

Hver er svo vitlaus að segja frá virkjun inni í Þjórsárverum þegar engin slík áform eru uppi? Ég er hissa á að Ómar Ragnarsson leiðrétti ekki vitleysuna. Hann er að sögn sérfróður um landið okkar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.1.2014 kl. 14:21

13 identicon

Ómar er einhver umhverfisráðherra á Íslandi, hef ekki orðið var við hann sl. mánuði.

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 12.1.2014 kl. 14:33

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Maður spyr sig hverju þeir framsóknarmenn finna uppá næst. Eyðileggja handritin?? Maður yrði ekkert hissa þó tillaga kæmi frá þeim framsóknarmönnum um það. Þetta eru algjörir plebbar þessir menn enda framsóknarflokkurinn almennt kallaður Plebbaflokkurinn.

Málið er einfaldlega að þetta kemur ekki til greina. Eg þetta næst fram að ganga - þá verður erfitt að stoppa stækkun.

Þetta er svona taktík hjá framsóknarmönnum. Ná að setja niður fæti þarna og byggja virki - og ráðast síðan a landinu úr þessu virki og sökkva því alveg upp að jökli. Það er draumur framsóknarmanna.

Framsóknarmanni er ekki treystandi fyrir horn í náttúruverndarmálum frekar en í nokkru öðru máli.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.1.2014 kl. 18:07

15 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Umhverfisráðherrann tók samkomulag allra aðila, sem átti að undirrita um stækkun friðlandsins, og afturkallaði það rétt fyrir undirritunardag , en lagði síðan fram nýja tilhögun þar sem hann leggur mjóa og langa totu ófriðaðs lands inn í friðlandið til þess að koma þar fyrir virkjun.

Þetta er svona álíka eins og lagðar væru mjóar totur ófriðaðs lands inn í Öskju eða Þingvelli til þess að koma þar fyrir virkjunum.  

Ómar Ragnarsson, 12.1.2014 kl. 19:38

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fer þetta ekki svolítið eftir (kannski lítt áberandi*) útfærslunni, Ómar minn?

Og er Sigurður Ingi ekki um leið að stækka friðlandið annars staðar?

* Ekki ber nú mikið á sumum virkjununum allt frá t.d. Steingrímsstöð.

Jón Valur Jensson, 12.1.2014 kl. 21:00

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eigi kemur á óvart að þjóðrembingar vilji ráðast á landið sitt og þá ágirnast þeir mest hjartað. Þetta kemur ekkert á óvart. Zero.

Um þennan þursaskap framsóknarmanna og þjóðrembinga þarf eigi að hafa mörg orð. Þarna ber að líta á samhengið. Fyrir örstuttu ætluðu þessir menn að sökkva þjórsárverum upp að jökulrótum. Þá voru þeir slegnir niður og útleningar gripu fram fyrir hendurnar á óvitunum og gott ef þeir útlendingarnir flengdu ekki óvitana duglega.

Framsóknarmenn og þjóðrembingar eru enn við sama heygarðshornið. Þeir hafa legið í leynii og beðið færis að ráðast á land sitt.

Þeir ætla sér að setja upp virki þarna, ná fótfestu, og herja síðan á landið og helst rústaleggja því og kaffæra öllu saman.

Frmsóknarmenn og þjóðrembingar ætla að drepa landið sitt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.1.2014 kl. 21:38

18 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Uppþurrkun þriggja fossa, tveggja á stærð við Gullfoss og eins aðeins minni, getur varla talist "lítt áberandi".

Ómar Ragnarsson, 12.1.2014 kl. 22:46

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nesjamennsku-einræður Ómars Bjarka eru engu minna leiðigjarnar en copy-paste-raðinnleggin hans Steina Briem. Stundum er ekki hægt að halda uppi vitrænni umræðu með þessa menn síendurtakandi sjálfa sig.

Jón Valur Jensson, 12.1.2014 kl. 22:52

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

En ekki vil ég láta eyðileggja fallega og mikla fossa eins og þá sem sáust í Sjónvarpi í 19-fréttunum, Ómar Ragnarsson. Eru ÞEIR ALLIR í alvöru á þessu svæði?

Jón Valur Jensson, 12.1.2014 kl. 22:54

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er síðan annig með framsóknarmenn og þjóðrembinga - að það er ekki hægt að greina neitt samviskubit hjá þeim í landníðingsskap sínum. Þetta er svo otrúlegt. Svo er þetta hyski gjammandi og gapandi útum allt með lyga- og hálvitavellu um ,,landið" o.s.frv. Þetta lið á að læra að skammast sín og þegja sínar í amk. 20 ár. Þetta lið er skammarlegt fyrir Ísland.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.1.2014 kl. 23:16

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við hvað rembist þú, Ómar Bjarki Kristjánsson?

Alltaf eins og rjúpan við staurinn að rembast við þína Evrópusambandshjátrú!

Jón Valur Jensson, 13.1.2014 kl. 01:10

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

PS. Og finnst þér gaman að vera kallaður "hyski"?

Jón Valur Jensson, 13.1.2014 kl. 01:11

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eða á ég kannski að fara með vísuna mína um þig?

Jón Valur Jensson, 13.1.2014 kl. 01:13

25 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sona sona Jón Valur!

Okkur þykir öllum vænt um fossana okkar þó svo sumir landsmanna á meðal framsóknarmanna eru svo absúrd hugsandi að vilja sýna ótakmarkaða ást sína á þeim með því að vilja eyðileggja þá.

Guðjón Sigþór Jensson, 13.1.2014 kl. 15:19

26 identicon

nú þekki éf ekki svæðið en væri hægt að virkja fyrir neðann fossana og leift fossunum að halda sér með renslisvirkjun

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 13.1.2014 kl. 17:14

27 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Varðandi þessa tilvitnun hjá #5 hér að ofan þá fletti ég henni upp á nokkrum stöðum. Það viraðst vera tvær útgáfur í gangi aðra má sjá hér, og þar stendur:

„The Icelandic government has spent decades protecting its glaciers, pools, ponds, lakes, marshes and permafrost mounds in the Thjorsarver Wetlands, which constitute 40 percent of the entire country, mostly in the interior."

í stað

"The Icelandic government has spent decades protecting its glaciers, pools, ponds, lakes, marshes and permafrost mounds in the Thjorsarver Wetlands, part of the central highlands, which constitute some 40 percent of the entire country, mostly in the interior."

eins og segir t.d. í umræddri grein NYT. Á þessu er nokkur munur, þar sem í neðri tilvitnuninni er talað um Þjórsárver sem hluta af hálendinu, sem nemi 40% af...

Bara svo þetta komi fram...

Haraldur Rafn Ingvason, 13.1.2014 kl. 17:23

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

Alvöru-Ómar, ertu þarna?

Áttu svar við spurningu minn í gær kl. 22:54?

Jón Valur Jensson, 13.1.2014 kl. 23:09

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

Könnun meðal erlendra ferðamanna sem dvöldu hér á Íslandi veturinn 2011-2012 (frá september til maí):

  • Tæplega helmingur (47,5%) svarenda var með há laun eða laun yfir meðallagi, um 41% með laun í meðallagi og um 11% með lág laun eða laun undir meðallagi.
  • Helmingur svarenda var í stjórnunar- eða sérfræðistörfum, 13,1% í skrifstofu- eða þjónustustörfum, 10,1% voru nemar, 8,3% ellilífeyrisþegar eða heimavinnandi, 6% sérhæft starfsfólk eða tæknar og 12,1% í öðrum störfum.
Erlendir vetrargestir 2011-2012 - Ferðamálastofa

Þorsteinn Briem, 16.1.2014 kl. 08:11

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

Könnun meðal erlendra ferðamanna sem dvöldu hér á Íslandi sumarið 2011:

Tæp 47% svarenda voru með há laun eða laun yfir meðallagi, rúm 39% með laun í meðallagi og tæp 14% með lág laun eða laun undir meðallagi.

Erlendir ferðamenn sem dvöldu hér á Íslandi sumarið 2011 - Ferðamálastofa

Þorsteinn Briem, 16.1.2014 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband