16.1.2014 | 18:55
Við ofurefli að etja.
Þrátt fyrir hetjulega baráttu urðu baráttuglaðir handboltalandsliðsmenn okkar að lúta í lægra haldi fyrir heimsmeisturum Spánverja.
Það er engin skömm að tapa fyrir slíku liði þótt tapið hefði mátt vera minna.
Athygli vekur að í báðum hálfleikjum leiksins ná Spánverjar undirtökum síðustu mínúturnar.
Undirliggjandi orsök í leikjum okkar við stórþjóðirnar getur verið sú að mannval þeirra er meira en okkar. Þeir geta komið til leiks með 16 manna hóp, þar sem allir eru jafn góðir.
Það er gríðarlegt álag lagt á máttarstólpa íslenska landsliðsins á stórmótum og á þessu móti hefur ekki bætt úr skák hve margir af okkar bestu handboltamönnum eru meiddir.
Handknattleikur er hópíþrótt, og enda þótt það séu jafn margir inni á báðum megin, skiptir "bekkurinn" ekki síður miklu máli. Og þá gildir máltækið, ekki síst til lengdar á erfiðu móti, að "enginn má við margnum."
Fimm marka tap gegn Spánverjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig stendur á því að það komi svona lítið út úr Snorra Steini, miðað við þá reynslu sem hann hefur? Hefði kannski verið réttara að skipta honum út fyrr?
Theódór Norðkvist, 16.1.2014 kl. 19:27
Það er kannski erfitt fyrir okkur að sjá það en sérfræðingana og þjálfarann að hlutverk Snorra Steins er fyrst og fremst að stjórna leik liðsins, en það að hann skori mörk sjálfur er númer tvö.
Ómar Ragnarsson, 16.1.2014 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.