Hægt að stórminnka flugbann.

Gosið í Eyjafjallajökli 2010 var tímamótaeldgos hvað snerti afleiðingar þess á flugumferð og samgöngur í heiminum, eftirköst þess og afleiðingar.

Grundvallarástæðan var reyndar alvarlegt flugatvik mörgum árum fyrr yfir Indónesíu, þar sem stórþota flaug óvart í gegnum fljúgandi öskukökk í blindflugi sem slökkti á  öllum hreyflum vélarinnar.

Þegar þeir kólnuðu á niðurleið losnaði bráðin öskuskánin hins vegar þannig að þeir hrukku í gang á síðustu stundu.

Þegar Eyjafjallajökull gaus og askan úr honum barst í átt til Evrópu fóru menn eðlilega á límingunum og notuðu tölvulíkön til að reikna út hættusvæði, sem fjótlega sást og hefur nú komið í ljós að voru allt of stór og í flestum tilfellum óþörf.

Allar rannsóknir eru mikils virði eins og sú sem er að fæða af sér möguleika á að spá fyrir hæð og stærð öskumakkar. Jónas Elíasson 1

Meðfylgjandi myndir voru teknar á fyrirlestri Jónasar Elíassonar prófessors á dögunum, en ein myndanna, sem raunar er ekki sýnd hér, var tekin úr mikilli hæð fyrir sunnan land 1. maí 2010.

Á þeirri mynd sést hvernig brúnan gosmökkinn úr Eyjafjallajökli leggur undan stífum norðavestavindi í öllum hæðum til suðausturs en að öðru leyti er loftið hreint yfir Íslandi. Jónas Elíasson 2

Á þessum sama tíma ætlaði ég að fljúga frá Reykjavík austur á Hvolsvöll en vegna útreikninga tölvu í London var sett á flugbann til norðvesturs frá Eyjafjallajökli allt vestur að Þjórsá.

Samt stóð 30 hnúta vindur í jarðarhæð úr norðvestri í átt að fjallinu, 35 hnúta norðvestan nv-vindur í 5000 feta hæð,

40 hnúta nv-vindur í 10 þúsund feta hæð og 18 þúsund feta hæð. Þessar staðreyndir og ljósmyndin sýna að engin aska gat borist frá fjallinum á móti vindinum, sem samt var lokað fyrir flug ! TF-TAl mælingar 3TF-TAL mælingar 1

Áhugi á þessu kviknaði hjá Jónasi Elíassyni prófessor, sem síðan hefur rannsakað þetta mál í samvinnu við háskóla í Dusseldorf og í Japan.

Ásamt Jónasi blöskraði okkur Sverri Þóroddssyni blöskraði ástandið og Jónas smíðaði í samvinnu við Sverri lítið mælitæki, sem hægt var að nota á lítilli einshreyfils flugvél Sverris, TF-TAL. TF-TAL. Mælingar 2

Tækifæri til að nota það fékkst í Grímsvatnagosinu 2011 og með notkun þess á flugi á TF-TAL tókst í meira en sólarhring að halda opnum Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli í heiðskíru veðri, þegar tölvan í London staðhæfði að það yrði að loka völlunum vegna eldfjallaösku í loftinu!

Jónas hefur síðan fullkomnað tilraunir sínar og útreikninga í nálægð eldfjalls í Japan þar sem flogið var með mælitæki hans í svipaðri flugvél og á Íslandi, og við blasir að næst þegar gýs hér á landi ætti að vera hægt að stórminnka og jafnvel afstýra hundraða milljarða tapi vegna ótímabærs flugbanns.

Hinn eldvirki hluti Íslands er eitt af helstu undrum veraldar og það er vel að við Íslendingar séum í fararbroddi rannsókna sem gagnast öllum þjóðum varðandi þekkingu á eldfjöllum og eldgosum.

Frá landnámi hafa orðið þrjú svakaleg stórgos á svæðinu milli Fjallabakssvæðisins og Lakagíga með um 4-500 ára millibili, 934, 1480 og 1783. 

Skaftáreldar 1783 ollu dauða milljóna manna víða um heim og Eldgjárgosið 934 var enn stærra.

   


mbl.is Geti spáð fyrir um hæð gosmakkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband