Mál til að læra af.

A níunda áratugnum var höfundur ævisögu einnar, sem kærður hafði verið fyrir meiðandi ummæli, dæmdur sekur fyrir þau. Bókaútgefandi einn sagði þá við mig að hann og kollegar hans væru í raun fegnir, vegna þess að fram að dómnum hefðu svo mörg hliðstæð mál verið á "gráu svæði" að gott væri að vissu leyti að fá um það úrskurð hvar lína hins ósæmilega og særandi lægi.

Við horfumst nú í augu við hliðstætt mál varðandi ummæli í ljósvakamiðli. Auðvitað er slæmt og slysalegt að slíkt skuli hafa hent en málið vekur umræður og umhugsun sem getur verið lærdómsrík og nauðsynleg fyrir alla.

Það eru nefnilega takmörk eins og Svíar segja stundum.

Sumir eiga erfitt með að skilja viðbrögðin við ummælunum, sem RUV hefur beðist afsökunar á, en það er kannski auðveldara að skilja þessi viðbrögð ef við setjum dæmið þannig upp að snúa hlutverkum Austurríkismanna og Íslendinga við og spyrjum, hvernig við hefðu tekið hliðstæðum ummælum úr munni austurrísks íþróttafréttamanns í hálfleik, þar sem Austurríkismenn hefðu haft algera yfirburði í fyrri hálfleiknum, og þessi ummæli fengið flug víða um lönd:

"Austurríkismenn eru að gera það sama og nasistarnir á kafbátunum 1944, - að slátra Íslendingum."

Púff!

Fyndið?  Nei. Ekki fyrir Íslendinga og ekki heldur fyrir neinn, allra síst Austurríkismenn að landi þeirra dytti í þessa gryfju og austurríska sjónvarpið þyrfti að biðja HSÍ, RUV og íslensku þjóðina afsökunar.

Það er mannlegt að skjátlast og allir geta gert og gera mistök.  Ég hef trú á Birni Braga Arnarssyni, hæfileikaríkum og skemmtilegum ungum manni, sem á framtíðina fyrir sér, einkum ef hann axlar til fulls ábyrgð á mistökum sínum og lærir af þeim. Geri hann það, lærir að lifa með þessum mistökum og nýtir hæfileika sína skynsamlega mun honum vel farnast og njóta góðra verka sinna.

En það þurfum við raunar öll að gera. Hér á landi hafa svona mál verið tekin of lausum tökum almennt og eðli svona mála ekki rætt nógu vel eða hve nauðsynlegt er að viðhafa aðgát í nærveru sálar.

Vonandi verður hægt að höndla þetta mál þannig að lágmarka tjónið af því með lagni, skilningi, auðmýkt og vilja til að læra af því.  

  


mbl.is RÚV biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"95. gr. Hver sem opinberlega smánar erlenda þjóð eða erlent ríki [...] skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.

Nú eru sakir miklar og varðar brot þá fangelsi allt að 6 árum."

Almenn hegningarlög nr. 19/1940

Þorsteinn Briem, 20.1.2014 kl. 01:19

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hæstaréttardómur nr. 163/1977.

Ákæruvaldið (Þórður Björnsson ríkissaksóknari) gegn
Matthíasi Johannessen, Styrmi Gunnarssyni og Sigmund Jóhannssyni.

Ærumeiðingar. Miskabætur.


Dómsorð:

"Ákærði Matthías Johannessen greiði sekt að fjárhæð kr. 25.000 til ríkissjóðs.


Ákærði Styrmir Gunnarsson greiði sekt að fjárhæð kr. 25.000 til ríkissjóðs.


Ákærðu Matthías Johannessen og Styrmir Gunnarsson greiði annar fyrir báða og báðir fyrir annan Karli Schütz miskabætur að fjárhæð kr. 100.000."

Þorsteinn Briem, 20.1.2014 kl. 01:27

3 identicon

Ég held að hann megi þakka fyrir ef ríkissaksóknari dragi hann ekki fyrir dóm fyrir brot á 95. gr. hegningarlaga. Það eru nægilega mörg dómafordæmi til að hafa smááhyggjur af því.

Vona að yfirmenn hans Á RÚV hafi upplýst hann um það, og í ljósi þess lagt höfuðáherslu á það við hann hversu mikilvægt væri að biðjast afsökunar af einlægni og alvöru við hlutaðeigandi.

Jón (IP-tala skráð) 20.1.2014 kl. 01:28

4 identicon

Jæja, tveir að skrifa á sömu nótum á sömu mínútunni. Til viðbótar dómi sem Steini vísar til, voru íslenski nýnasistar dæmdir fyrir brot á sömu lagagrein fyrir einhverjum 10 árum eða svo.

Jón (IP-tala skráð) 20.1.2014 kl. 01:31

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Það er áhugavert að bera Almenn hegningarlög, sem Steini Briem, vitnar í við Stjórnarskrána:

73. gr. [Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.

Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.

Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.]

Wilhelm Emilsson, 20.1.2014 kl. 03:29

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi," Wilhelm Emilsson.

Þorsteinn Briem, 20.1.2014 kl. 03:33

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Jón, ég er hvorki með né á móti neinum hér. Ég er bara að benda á það sem stendur í Stjórnarskránni, sem er hornsteinn þeirra laga sem sett eru á landinu. Mér fannst til dæmis mjög gott að fá upplýsingarnar sem þú lagðir fram :)

Wilhelm Emilsson, 20.1.2014 kl. 03:50

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.2.1995:

Jón Steinar Gunnlaugsson
, þá hæstaréttarlögmaður og síðar hæstaréttardómari, um frumvarp til breytinga á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar:

"Ekki er á því nokkur vafi að um víða veröldina gilda skorður á tjáningarfrelsi sem felast í því að menn verða að bera ábyrgð gagnvart öðrum mönnum fyrir dómstólum ef þeir hafa skert lögvarin réttindi með tjáningu sinni."

"Ef það væri ekki svo gætu menn sér að vítalausu brotið gegn höfundarrétti annarra, friðhelgi einkalífs þeirra (t.d. með því að birta læknaskýrslur um þá), svo ekki sé talað um æruna, barnaklámið o.fl., o.fl.

Kjarni málsins er sá að með mannréttindafrumvarpinu er vernd tjáningarinnar verulega aukin frá því sem gilt hefur.

Það gerist aðallega á þrennan hátt: (1) Með því að tjáningarfrelsi verður ekki lengur bundið við prent, (2) með því að ekki verður bara bönnuð ritskoðun, heldur einnig sambærilegar tálmanir og svo loks (3) með því að tilgreint verður í stjórnarskránni hver megi verða tilefni löggjafans fyrir skorðum á tjáningarfrelsi, en um það efni hefur löggjafinn haft óbundnar hendur til þessa.

Allir sannir unnendur frjálsrar tjáningar hljóta því að fagna frumvarpinu.
"

Frumvarpið styrkir vernd tjáningarfrelsis verulega


Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 20.1.2014 kl. 04:04

9 identicon

Hið grátbroslega er að það var engum Austurríkismanni slátrað 1938. Þeir gerðust bandamenn Hitlers þetta ár án þess að einu skoti væri hleypt af. Hrekkur BB er að koma upp um fáfræði okkar.

Kristján (IP-tala skráð) 20.1.2014 kl. 08:56

10 identicon

Þúsundir manna drepnir daglega - ekki einn status á Íslandi. Björn Bragi minnist á að Austurríkismenn gerðust bandamenn Þjóðverja fyrir 70 árum - allt brjálað. Við erum sannkallaðir hræsnarar!

Kristján (IP-tala skráð) 20.1.2014 kl. 09:04

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Under considerable pressure from both Austrian and German Nazis, Austria's Chancellor Kurt Schuschnigg tried to hold a referendum for a vote on the issue.

Although Schuschnigg expected Austria to vote in favour of maintaining autonomy, a well-planned coup d'état by the Austrian Nazi Party of Austria's state institutions in Vienna took place on 11 March 1938, prior to the referendum, which they canceled.

They transferred power to Germany, and Wehrmacht troops entered Austria to enforce the Anschluss."

"Hitler's forces worked to suppress any opposition.

Before the first German soldier crossed the border, Heinrich Himmler and a few SS officers landed in Vienna to arrest prominent representatives of the First Republic, such as Richard Schmitz, Leopold Figl, Friedrich Hillegeist, and Franz Olah.

During the few weeks between the Anschluss and the plebiscite, authorities rounded up Social Democrats, Communists, and other potential political dissenters, as well as Jews, and imprisoned them or sent them to concentration camps.

Within only a few days
of 12 March, 70,000 people had been arrested."

Anschluss

Þorsteinn Briem, 20.1.2014 kl. 09:29

12 identicon

Hrekkur? Ok, þannig að þetta var úthugsað en ekki vanhugsað?

Vona samt ekki. Hans vegna. Á hvorn veginn sem það var, tekst honum vonandi að útskýra hvað hann var að hugsa, ef útlendingarnir umræddu, smella til hans fyrirspurn. Það væri frábærlega vel sloppið ef hann nær að segja afsakið og allt tekið til greina án minnstu spurninga.

Jón (IP-tala skráð) 20.1.2014 kl. 10:09

13 identicon

Þarf Steini Briem alltaf að afrita hálfa Wikipedia eða lagasafn Íslands þegar hann setur inn innlegg? Getur hann ekki skrifað eitthvað frá eigin brjósti?

Kristján (IP-tala skráð) 20.1.2014 kl. 10:42

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Staðreyndir er það sem máli skiptir en ekki hvað mér finnst um þetta og hitt, "Kristján".

Og staðreyndir eru alltaf versti óvinur fávitanna.

Þorsteinn Briem, 20.1.2014 kl. 11:06

15 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Slátrun austurrískra gyðinga var vafalaust byrjuð 1938 þótt hún ætti eftir að vaxa næstu árin. En gallinn við ummælin, sem féllu í EM-stofunni, er sá, að það er erfitt að festa hendur á því hver meiningin var með þeim, ef hún var þá nokkur.

Ef hún er hugsuð sem líking á þann veg, að það hvernig Austurríkismenn féllu auðveldlega á vald Hitlers 1938 hafi líkst slátrun mótspyrnu Austurríkismanna, má minna á það að í Munchenarsamningunum í september það sama ár "slátruðu" nasistar líka Vesturveldunum eins og þau lögðu sig, þannig að Austurríkismenn voru ekkert einir um það að vægja fyrir nasistum, - sigurganga þeirra þetta ár var einstæð.

Síðan er alveg eftir að velta því fyrir sér hve mikill heiður það var fyrir íslenska landsliðið að líkja því við "slátrunarsveitir" nasista.  

Ómar Ragnarsson, 20.1.2014 kl. 13:38

16 identicon

Nú hefur Egill Helga bæst í hóp þeirra sem vilja gera sem minnst úr "insulting" og heimskulegum orðum Björns Braga. Líkir þeim við heldur lélegan þátt um óhreinan gaffal etc.

Og margir innbyggjarar gera sér enga grein fyrir því hvað svona tal þýðir hér í Mið-Evrópu. Einkenni heimóttarháttar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.1.2014 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband