Endalaus veldishröðun hagvaxtar gengur ekki upp.

Orðið hagvöxtur er orðið slíkt trúaratriði að ekki virðist lengur skipta máli hvort hann er í kapítalísku ríki eða kommúnísku, allir falla fram og tilbiðja þennan mikla guð nútímamanna.

Setjum sem svo að nægur uppgangur í hagvexti felist í því að það sé 7% vöxtur á ári, sem er minna en það sem hefur verið í gangi í Kína. Það þýðir 50% vöxt á sex árum eða tæpa tvöföldun vergrar þjóðarframleiðslu á aðeins 10 árum.

Eftir 20 þarf þjóðarframleiðslan að hafa fjórfaldast ef 7% hagvöxtur á ári heldur áfram, á 30 árum að áttfaldast, 40 árum að sextánfaldast og á 50 árum að verða 32 sinnum meiri !

Allan tímann liggur þó fyrir að auðlindir jarðarinnar eru  föst stærð og sú stærð byrjar að rýrna varðandi margar þær helstu á næstu áratugum vegna rányrkju.  

Dæmið er svo einfalt að það blasir við hve fráleit þessi trú á takmarkalausan og endalausan hagvöxt er.  


mbl.is Minnsti hagvöxtur í 14 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"það blasir við hve fráleit þessi trú á takmarkalausan og endalausan hagvöxt er." Hárrétt Ómar.

1. Skref: stöðva fjölgun mannkyns. Fjölgunin hefur verið aðalröksemd fyrir nauðsyn hagvaxtar, sem hefur þróast þannig að helmingur auðlegðar heimsins er núna í vösum 85 manna.

2. Skref: dreifa auðlegð heimsins jafnar. Ójöfnuður skapar "markað" fyrir gerfilausnir eins og "kökustækkun" og "brauðmoladreifingu". Lögvarin dreifing auðs með "jákvæðri mismunun" dregur úr eftirspurn eftir "snákaolíu". Það að vilja breyta því ástandi að helmingur auðlegðar heims er í vösum 85 manna er ekki ofstæki heldur heilbrigð skynsemi.

stefan benediktsson (IP-tala skráð) 23.1.2014 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband