Að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri.

Sjálfbær þróun merkir meðal annars að orkulind sé endurnýjanleg en gangi ekki til þurrðar vegna rányrkju. Þannig er hægt að fella skóg skipulega og grisja hann til að framleiða eldivið en sjá samt til þess að skógurinn endurnýist og haldi stærð sinni.

Notkun eldiviðar sem orkulindar er hins vegar hluti af loftslagsvanda mannkynsins, sem er erfiðasta úrlausnarefni okkar tíma.

Olíuvinnsla eins og hún er stunduð, er hins vegar ekki aðeins með sömu galla varðandi loftslagsvána og notkun skógar sem eldiviðar, heldur er hún græðgisfull rányrkja þegar olían gengur til þurrðar á nokkrum áratugum.

Nú gerist það þessa dagana, að á ráðstefnu í Tromsö um nýtingu heimskautasvæðanna, þeirri stærstu sem haldin hefur verið um það málefni, belgir íslenski utanríkisráðherrann sig út og segir, að Íslendingar ætli að verða í forystu um sjálfbæra nýtingu á heimskautasvæðunum.

Og suður í Abu Dahbi heldur forseti okkar þrumuræðu um þær skelfingar sem útblástur gróðurhúsalofttegunda séu að leiða yfir mannkynið og munar ekki um að lýsa því þannig að jörðin sé orðin stjórnlaus !

Á sama tíma undirritar þriðji íslenski ráðamaðurinn leyfi til olíuvinnslu á íslensku yfirráðasvæði og næst á undan ráðstefnunni í Abu Dahbi hafði forsetinn básúnað inn í hvílíka dýrð bráðnun heimskautaíssins af völdum loftslagsbreytinga myndi leiða Íslendinga !

Um svona lagað hefur verið talað um að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri. Íslenska ráðamenn munar þessa dagana ekki um að bæta um betur, hafa fjórar tungur og tala sitt með hverri.   


mbl.is Tugir mótmæltu olíuvinnslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Teitur Haraldsson

Á Olíuvinnsla bara að vera vanamál annarra þjóða?

Við (og þú líka Ómar) notum olíu, en við viljum ekki skaffa hana.

Er ekki rétt að minnka eftirspurnina, það að ráðast á framboðið kemur bara niður á þeim sem eiga ekki peninga.

Teitur Haraldsson, 22.1.2014 kl. 19:13

2 identicon

Við höfum meira en nóg af hreinni orku hér á landi og eigum að berjast á móti því að olíu sé unnin á norðurslóðum - tala nú ekki um út á Ballarhafi og fiskimiðum.

Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 22.1.2014 kl. 19:14

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verðum senn við Láfa laus,
lítill er hans sómi,
heilinn nú í honum fraus,
í hel að mínum dómi.

Þorsteinn Briem, 22.1.2014 kl. 19:16

4 Smámynd: Teitur Haraldsson

Við höfum ekki farartæki sem geta nýtt þessa hreinu orku.

Og munum ekki hafa næstu ár.

Norðmenn eru búnir að vinna olíu á þessum slóðum lengi, veit ekki til að það hafi orðið tjón hjá þeim.

Teitur Haraldsson, 22.1.2014 kl. 19:21

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.9.2013:

""Við hjónin látum okkur ekki muna um að skreppa frá Reykjavík austur á Flúðir og það kostar aðeins 200-kall," segir Halldór Jónsson húsgagnabólstrari og Nissan LEAF-eigandi.

[Kostnaðurinn er því um tvær krónur hver kílómetri.]

"Áður var þetta eldsneytiskostnaður upp á 5-6 þúsund krónur fram og til baka.

Eystra hleð ég bílinn yfir nóttina og þar er ég bara með 16 ampera öryggi en bíllinn er tilbúinn um morguninn.

Heima
er ég hins vegar með hleðslustöð sem hleður rafgeyminn á 2½ klukkustund," segir Halldór Jónsson."

Kostar 200 krónur að aka Nissan LEAF frá Reykjavík austur á Flúðir

Þorsteinn Briem, 22.1.2014 kl. 19:28

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Every US specification Nissan LEAF is backed by a New Vehicle Limited Warranty providing: [...] 96 months (í átta ár)/100,000 miles (eða 161 þúsund km.) Lithium-Ion Battery coverage (whichever occurs earlier)."

Þorsteinn Briem, 22.1.2014 kl. 19:30

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári og því er raforkukostnaður vegna rafbílsins Nissan LEAF þar um 22 þúsund krónur á ári, þar sem kostnaðurinn er um tvær krónur á kílómetra.

Meðalstórt heimili í Reykjavík notar hins vegar um fjögur þúsund kWst raforku fyrir um 70 þúsund krónur á ári.

Raforkukostnaður vegna rafbílsins er því minni en þriðjungur af þeim kostnaði.

16.8.2013:

Raforkukaup íslenskra heimila - ASÍ


Raforkunotkun íslenskra heimila - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 22.1.2014 kl. 19:32

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mjög ör þróun hefur verið í framleiðslu á rafhlöðum og engin ástæða til að ætla annað en að svo verði áfram.

Og rafbílar eru aðallega í hleðslu á næturnar þegar önnur raforkunotkun heimila og fyrirtækja er yfirleitt í lágmarki, þannig að ekki þarf að reisa nýjar virkjanir fyrir allri raforkunotkun rafbíla á öllum íslenskum heimilum.

Þau greiða hæsta verðið fyrir raforku og Landsvirkjun er í eigu íslenska ríkisins.

Þorsteinn Briem, 22.1.2014 kl. 19:40

10 Smámynd: Teitur Haraldsson

Já þetta er frábært.

Þá er bara fyrir alla að eyða 5 milljónum í eitt stk svona bíl og þetta er komið.

Það eru 210.000 fólksbílar hérna, sinnum 5.000.000 = 1.050.350.000.000

Eða er það kannski þannig að bara betri borgararnir skella sér á svona bíla?

Þú úreldir ekki bílaflota íslands yfir nótt, það tekur mörg ár.

Það verða slys við flutning hvar svo sem því er dælt upp.

Teitur Haraldsson, 22.1.2014 kl. 19:52

11 Smámynd: Teitur Haraldsson

Og það er ekki talað um ábyrgð á Nissan Leaf hérlendis

http://www.nissan.is/electric-vehicles/leaf/hledsla-og-rafhlada/

Ég vona allir sem kaupa sér nýja bíla í dag kaupi þetta.

Teitur Haraldsson, 22.1.2014 kl. 19:55

12 Smámynd: Teitur Haraldsson

Það eru 8000 bílar selir á ári hérna.

Þá tekur það okkur rétt um 20 ár að rafmagnsvæða flotann.

Ennþá geta þeir sem vilja ferðast um landið reyndar ekki nýtt sér þessa bíla, en það er hvort eð er ekkert spennandi. Betra að fara erlendis.

Það er kannski verra fyrir þá sem búa út á landi og þurfa að gera sér ferð til höfuðborgarinnar (þ.e þeir sem búa lengra en 160km í burtu).

http://www.vb.is/frettir/79392/

Teitur Haraldsson, 22.1.2014 kl. 20:00

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hefðbundnar bifreiðar nota mikið af rafbúnaði sem knúinn er af sprengihreyfli en honum fylgir margvíslegur og flókinn búnaður og mengunarskapandi útblástur.

Rafmótorinn hefur hins vegar einungis fáeina hreyfanlega hluti í stað hundruða.

Í rafbíl eru slitfletir margfalt færri og hitamyndun minni, sem skilar sér í lengri endingu.

Rafmótor þarf minna viðhald en hefðbundin bílvél
sem þarfnast olíu- og síuskipta, kertaskipta, ventlaskipta, tímareimaskipta, pústviðgerða, viðhalds á vatnsdælu, eldsneytisdælu, rafal og öðru sem fylgir flóknum sprengihreyfli.

Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári, eða 30 kílómetrar á dag.

"Every US specification Nissan LEAF is backed by a New Vehicle Limited Warranty providing: [...] 96 months (í átta ár)/100,000 miles (eða 161 þúsund km.) Lithium-Ion Battery coverage (whichever occurs earlier)."

Nissan LEAF 2013


Miðað við 11 þúsund kílómetra akstur á ári tekur um fimmtán ár að aka 161 þúsund kílómetra.

Og engin ástæða til að ætla að rafhlaða í Nissan LEAF endist skemur hér á Íslandi en í Bandaríkjunum.

Þorsteinn Briem, 22.1.2014 kl. 20:07

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eigendur rafbíla hér á Íslandi nota sparnaðinn af því að þurfa ekki að kaupa bensín til að kaupa hér aðrar vörur og greiða af þeim næst hæsta virðisaukaskatt í heimi til íslenska ríkisins.

Íslensk heimili greiða þennan virðisaukaskatt til ríkisins af raforku sem þau kaupa og greiða hæsta verðið fyrir raforkuna.

Hvað ætla svo olíufélögin að gera þegar öll olía er uppurin?!

Þorsteinn Briem, 22.1.2014 kl. 20:51

15 identicon

Það er mun einfaldara að rafvæða bílaflotann heldur en það var t.d. að skipta út kyndingu með olíu fyrir heita vatnið. Nægt framboð er af rafbílum af ýmsum gerðum og það eina sem vantar er opinber stefnumörkum.

Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 22.1.2014 kl. 21:17

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

"In this brief video, a Nissan host will walk you through the basics of owning a Nissan LEAF, including how to charge this vehicle:"

View Video

Þorsteinn Briem, 22.1.2014 kl. 21:20

17 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Norðmenn eru búnir að vera að vinna olíu lengi á þessum slóðum." Þetta eru alveg nýjar fréttir. Hvar "á þessum slóðum"?

Það er verið að ræða um margfalt meira dýpi en nokkurs staðar annars staðar, 1100 metra dýpi og þar að auki langt frá landi.

Fullyrðingin um að Norðmenn hafi verið að vinna olíu lengi á þessum slóðum er dæmi um það á hvaða stigi umræðan hefur verið ef umræðu skyldi kalla, svo örlítil hefur hún verið.

Ómar Ragnarsson, 22.1.2014 kl. 21:34

18 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Raynslan af því að fást við olíuleka

í norðurhöfum er nánast engin. Las nýlega að að engin ráð sé til til þess að stöðva olíuleka sem yrði undir hafís. Gegn slíku eru menn ráðþrota. Líst illa á að fá olíugráðuga Kínverja sem granna hér norðurfrá.

Eiður Svanberg Guðnason, 22.1.2014 kl. 22:47

19 Smámynd: Teitur Haraldsson

Ég hef ekki tíma til að leita mér upplýsinga um þetta sem stendur, en er ekki vinnusvæði íslendinga og hluti af olíuvinnslu norðmanna í þessu Ægisdjúpi?

Ef það er ekki rétt þá biðst ég afsökunar á rangfærslum og þakka fyrir leiðréttinguna.

Það er hægt að treysta Kínverjum jafnt og öðrum kapítalistum að vilja ekki leggja í þetta óheyrilegar fjárhæðir til að dæla olíunni út í sjó.

Ég sé ekki að það skipti nokkru máli hvað þetta er á miklu dýpi.

Það er tæknilegt vandamál sem virðist vera hægt að yfirvinna.

Teitur Haraldsson, 23.1.2014 kl. 07:44

22 identicon

Nei vinstra liðið og trefla og húfupakkið sem er á bótum og í heimspeki eða álíka áratugum saman vill ekki að við getum orðið rík af olívinslu. þetta er sama pakkið og er í feministafélögum og öðrum álíka glæpasamtökum. þetta er fólkið sem vill flytja hér inn flóttamenn í þúsundatali og koma því á ríkis og sveitarspenan. Enn nei hér verður aldrei vinstri stjórn framar. Amk ekki forræðishyggjufávitaklúbbur Feminista og fasista sem allt vilja banna og skattleggja í botn hérna. þetta lið sem þarna stóð ætti að drullast í vinnu og halda sér saman.

Nú eða bara fara til afríku að vinna hjálparstörf þar og láta okkur hin njóta þess finnist hér olía. Manni verður óglat af að sjá þetta kaffilatte grænmetispakk röflandi og tuðandi hér alla daga. Enn þetta hefur varla staðið lengi þarna. Hlítur að hafa farið fljótt in á Prikið í annan latte ;o)

ólafur (IP-tala skráð) 23.1.2014 kl. 14:24

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í engu öðru póstnúmeri hér á Íslandi er aflað meiri erlends gjaldeyris en 101 Reykjavík.

Hvað kostar lítri af bensíni í Noregi og hversu marga rafbíla eiga Norðmenn?

Þorsteinn Briem, 23.1.2014 kl. 17:20

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 23.1.2014 kl. 18:00

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.12.2013:

"Norðmenn hafa tekið afgerandi forystu meðal þjóða heims í rafvæðingu bílaflota síns.

Nú í nóvember voru rafbílar um 14% af öllum seldum bílum í Noregi og Nissan Leaf var mest selda einstaka bílategundin í þeim mánuði.

Nú eru yfir 17 þúsund rafbílar á vegum Noregs og hefur sala þeirra milli ára meira en tvöfaldast.

Allt bendir því til þess að opinbert markmið Norðmanna um 200 þúsund rafbíla í landinu árið 2020 náist og meira en það."

Rafbílar - Stefna óskast

Þorsteinn Briem, 23.1.2014 kl. 18:16

26 Smámynd: Teitur Haraldsson

Steini Briem: Það vantar alltaf í söguna hjá þér.

Hvað með þá sem búa út á landi?

Hvað með atvinnubíla?

Hvað með þá sem eru ekki vel efnaðir?

Eigum við ekki að axla okkar hluta af ábyrgðinni og vinna okkar olíu sjálf?

Það er öruggt að við keyrum á olíu næstu 30-80 ár.

Teitur Haraldsson, 23.1.2014 kl. 20:02

27 Smámynd: Teitur Haraldsson

„In 2007 there were 2.6 million automobiles in Norway.“

200.000 fyrir 2020?

Er ekki allt í lagi?

Teitur Haraldsson, 23.1.2014 kl. 20:11

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

Langflestir nota einkabíla til að aka stuttar vegalengdir hverju sinni, hvort sem þeir búa á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi eða landsbyggðinni, enda búa langflestir hér í bæjum eða þorpum.

Á fjölmörgum heimilum eru tveir einkabílar og þar er vel hægt að nota rafbíl til ferðalaga innanbæjar.

Ör þróun hefur verið í framleiðslu á rafhlöðum
og engin ástæða til að ætla annað en að flutningabílar verði einnig rafbílar, þannig að flutningskostnaður minnki verulega.

Rekstrarkostnaður rafbíla er mun minni en bensínbíla.

Þorsteinn Briem, 23.1.2014 kl. 20:33

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fari mikil olía í sjóinn hér við Ísland frá gríðarstóru olíuskipi, eða -skipum, gæti olían  lagt stærstu nytjastofna okkar Íslendinga í rúst áskömmum tíma.

Hrygningarstöðvar þorsks eru aðallega við Suðurland og Suðvesturland og þaðan berast afkvæmin með hafstraumum á Vestfjarðamið.

Og hafstraumarnir fara einnig norður fyrir landið.

Þorsteinn Briem, 23.1.2014 kl. 20:45

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enda þótt olía frá gríðarstóru olíuskipi, sem sykki eða strandaði hér við Ísland, og jafnvel fleirum en einu, legði ekki fiskistofna hér í rúst, fáum við Íslendingar hátt verð fyrir íslenskan fisk erlendis meðal annars vegna þess að fiskurinn er úr hreinu hafi.

Og fiskistofnar hér við Ísland eru endurnýjanleg auðlind en olían ekki.

Þorsteinn Briem, 23.1.2014 kl. 21:20

31 Smámynd: Teitur Haraldsson

Hvort sem við borum eða ekki þá koma enn til með að koma olíuskip hér sem fyrr, það breytist ekkert. Hættan sem stafar af því er og hefur alltaf verið til staðar.

Og já það eru tveir bílar og annar þeirra gæti vel verið rafmagnsbíll.

En þá eru samt eftir 100.000 bílar hérna sem þurfa að nota olíu.

Ertu þá að segja það sé betra að láta önnur lönd um að taka áhættuna af olíuvinnslu?

Teitur Haraldsson, 24.1.2014 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband