Grátlegir brandarar tengdir þessu nafni.

Nýsir hf er gjaldþrota og af því að ég er ókunnugur í völundarhúsi kennitalnanna, átta ég mig ekki á tengslum þess fyrirtækis við fyrirtæki með sama nafni sem starfaði síðustu áratugina fyrir aldamót.

Man þó það að tvívegis í byggðasögu landsins báðu ráðamenn landsins fyrirtæki, sem hét Nýsir, að gera úttekt á draumaverkefnum sínum og ég fæ alltaf aulahroll þegar ég minnist þess.

Í fyrra skiptið var þetta gert til að sýna fram á yfirburði lagningar heilsársvegari frá Vestfjörðum um Steingrímsfjarðarheiði frekar en að fara einhverja af þessum leiðum:  Skálmardalsheiði, Kollafjarðarheiði, Þorgeirsdal / Þorskafjarðarheiði og áfram yfir þveran Gilsfjörð og suður, allar leiðirnar meira en 50 kílómetrum styttri suður en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði.  

Þaðan af síður kom mönnum í hug þá að gera heilsársveg um jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar og bæta veginn yfir Dynjandisheiði og hálsana við norðurströnd Breiðafjarðar, sem líklegast var þó besta leiðin fyrir alla Vestfirðinga þegar til lengri tíma var litið, enda liggur stysta loftlína milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um Skálmarnes og mynni Hvammsfjarðar en ekki um Steingrímsfjörð.

Nýsir dró upp svonefnda Inndjúps-áætlun sem átti að sýna fram á að blómleg landbúnar/sjávarútvegsbyggð myndi rísa við Ísafjarðardjúp ef Steingrímsfjarðarheiði yrði valin.

Þegar þegar þessi skýrsla er skoðuð og hún borin saman við það hvernig mál skipuðust í raun, er hún einhver fáránlegasta vitleysa og grátlegasti brandari, sem sést hefur í skýrsluformi hér á landi.  

Eftir þetta afrek var sami aðili að sjálfsögðu fenginn að nýju til að gera áætlun um dýrð Kárahnjúkavirkjunar, sem átti að tryggja mikla fólksfjölgun upp á 1500 manns á Austurlandi.

Á Austurlandi búa nú um 700 færri en 1990 og enda þótt fólk flytti til Egilsstaða og Reyðarfjarðar vegna 450 manna vinnustaðar í álverinu, gleymdist að athuga það að hundruð myndu nota tækifærið og flytja í burtu í burtu þau misseri sem fasteignaverð hækkaði á meðan á framkvæmdum stóð, en um það veit ég mörg dæmi. Í Fjarðabyggð búa aðeins 100 fleiri en árið 1990.

Þegar Íslandshreyfingin hélt fund á Húsavík 2007 skók hópur bálreiðra manna, sem heimtuðu álver á Bakka, hnefana framan í okkur og hrópuðu: "Þið ætlið að fjötra okkur í átthagafjötra hér og koma í veg fyrir að við getum selt húsin okkar og flutt burt!"

Athyglisvert. En að lokum er þó rétt að athuga, að stóran þátt í því, hvernig þessu var farið, áttu vafalaust stjórnmálamennirnir sem mokuðu inn í skýrsluvinnuna draumóraforsendum sem brugðust.   


mbl.is Gjaldþrot Nýsis samtals 27 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nýsis verður blómlegt bú,
bráðum nú í Djúpi,
geysi fá þeir graða kú,
Guðmundar frá Núpi.

Þorsteinn Briem, 23.1.2014 kl. 00:32

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.3.2009:

"Nýsir fasteignir ehf., dótturfélag Nýsis hf., hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta hjá Héraðsdómi Reykjaness.

Jafnframt var dótturfélag Nýsis fasteigna, Engidalur ehf., tekið til gjaldþrotaskipta."

"Nýsir fasteignir rekur húseignir ýmissa menntastofnana og félaga, til dæmis íþróttamiðstöð Bjarkar í Hafnarfirði, leikskólann Álfastein og Lækjarskóla í Hafnarfirði."

"Nýsir er alþjóðlegt þekkingar- og fjárfestingafélag, stofnað árið 1991.

Meginstarfsemi félagsins er á Íslandi, í Bretlandi og Danmörku.

Félagið sér meðal annars um rekstur og uppbyggingu tónlistar- og ráðstefnuhússins og uppbyggingu austurhafnarinnar í Reykjavík, byggingu golfvallar og íbúðasvæðis við Ölfusárósa, uppbyggingu Dulheima og íbúðasvæðis í Hveragerði, stækkun Egilshallarinnar og þjónustuíbúðir fyrir 60 ára og eldri í Mörkinni. "

Nýsir fasteignir gjaldþrota

Þorsteinn Briem, 23.1.2014 kl. 00:57

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

21.1.2013:

Heildarkostnaður ríkis og Reykjavíkurborgar vegna byggingar Hörpu um 18 milljarðar króna eftir yfirtöku, að meðtöldum fjármagnskostnaði vegna lána til 35 ára


1.7.2010:


Um 10 milljarða króna kostnaður vegna byggingar Hörpu fyrir yfirtöku ríkis og Reykjavíkurborgar


Heildarkostnaður
vegna byggingar Hörpu er því um 28 milljarðar króna.

Tekjur
vegna Iceland Airwaves og CCP Fanfest eru samanlagt um einn og hálfur milljarður króna í nokkra daga á ári hverju, eða 30 milljarðar króna á 20 árum.

Þorsteinn Briem, 23.1.2014 kl. 01:38

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heildarkostnaður við Kárahnjúkavirkjun verður vart undir 146 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum sem Landsvirkjun sendi frá sér í janúar 2008, og fyrir þessa upphæð hefði verið hægt að kaupa sex þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, miðað við 24,2ja milljóna króna meðalverð á íbúðarhúsnæði á því svæði árið 2006, en í árslok það ár voru 8.260 íbúðir í Hafnarfirði.

Þorsteinn Briem, 23.1.2014 kl. 01:42

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jóhanna María Sigmundsdóttir búfræðingur á Látrum í Ísafjarðardjúpi og þingmaður Framsóknarflokksins.

Þorsteinn Briem, 23.1.2014 kl. 02:01

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Greiðslur íslenska ríkisins vegna sauðfjárræktar árið 2012 voru um 4,5 milljarðar króna og þar af voru beinar greiðslur til sauðfjárbænda um 2,3 milljarðar króna, samkvæmt fjárlögum.

Þar að auki er árlegur girðingakostnaður Vegagerðarinnar, Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar vegna sauðfjár um 400 milljónir króna.

Samtals var
því kostnaður ríkisins, skattgreiðenda, vegna sauðfjárræktarinnar um fimm milljarðar króna árið 2012.

Árið 2008 höfðu 1.955 sauðfjárbú rétt til fjárhagslegs stuðnings ríkisins og dæmigerður sauðfjárbóndi er með 300-600 kindur.

Kostnaður skattgreiðenda vegna hvers sauðfjárbús var því
að meðaltali um 2,5 milljónir króna árið 2012.

Og skattgreiðendur og neytendur búa langflestir á höfuðborgarsvæðinu.

Landbúnaður og þróun dreifbýlis


Fjárlög fyrir árið 2012, sjá bls. 66

Þorsteinn Briem, 23.1.2014 kl. 02:22

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þrátt fyrir um fimm milljarða króna árlegar greiðslur íslenskra skattgreiðenda vegna sauðfjárræktar hér á Íslandi er lambakjöt rándýrt í verslunum hérlendis, þannig að þúsundir Íslendinga hafa ekki efni á að kaupa kjötið, enda þótt þeir taki þátt í að niðurgreiða það.

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vilja hins vegar endilega að skattgreiðendur niðurgreiði lambakjöt ofan í sjálfa sig og erlenda ferðamenn hér á Íslandi, enda kjósa fjögur þúsund sauðfjárbændur á um tvö þúsund búum, sem haldið er uppi af skattgreiðendum, flestir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn.

Þorsteinn Briem, 23.1.2014 kl. 02:32

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagkerfi margra vestrænna landa byggist nú á þjónustu og samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum veittu Bandaríkin mesta þjónustu árið 2005.

Næstmesta veittu Japan og Þýskaland en þjónusta myndaði þá 78,5% hagkerfis Bandaríkjanna."

En það skilja Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn engan veginn.

Þjónusta
- Vörur

Þorsteinn Briem, 23.1.2014 kl. 02:33

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Sá 3,1% hagvöxtur sem mældist á fyrstu níu mánuðum [2013] var að verulegum hluta drifinn áfram af stórauknum tekjum í ferðaþjónustu, enda var framlag þjónustuviðskipta við útlönd til hagvaxtar 2% á tímabilinu."

Þorsteinn Briem, 23.1.2014 kl. 04:00

10 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Takk fyrir að minna á þessa sögu, Ómar. Okkur hættir til að láta óskhyggju ráða ferðinni í stórpólitískum málum og mættum að ósekju tileinka okkur meiri varkárni í stað þess að elta gullkálfinn með bundið fyrir bæði augu.

Páll Vilhjálmsson, 23.1.2014 kl. 10:44

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk, sömuleiðis, Páll.

Ómar Ragnarsson, 24.1.2014 kl. 00:38

12 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Það verður seint sem þú sættist við Kárahnjúkavirkjun og frekar langsótt að kalla til gjaldþrota Nýsis til styðja málstaðinn. Það væri ráð að fá Steina Briem ofurgreini til að greina hvernig ástandið væri í dag án virkjunarinnar, þar með talinn íbúafjöldi á Austfjörðum. Hún var m.a. reist til að styrkja byggð á Austurlandi.Þúsundir komu að hönnum rannsóknum og byggingu hennar með margfeldisáhrifum fyrir þjóðfélagið.Síðan á hún eftir að skila miklum gjaldeyristekjum um ókomin ár. En takk fyrir að kynna okkur Hafrahvammagljúfur upphaflega. Þangað hefðu reyndar

fáir komist ef ekki væri fyrir virkjunina.

Sigurður Ingólfsson, 26.1.2014 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband