Oft vandlifað í heiminum.

Það er oft vandlifað í heimi stórra og valdamikilla ríkja, sem togast á um auðlindir jarðar, auð og áhrif.

Stjórnarfarið í Sovétríkjum Stalíns var ógnarstjórn á hæsta stigi og það skorti ekki stóru orðin um það svartnætti og hættuna af heimskommúnismanum hjá talsmönnum "lýðræðisflokkanna" sem svo kölluðu sig, Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Alþýðuflokki.

En 1952 lentu Íslendingar í harðri deilu við Breta út af útfærslu íslensku landhelginnar, og eins og bæði fyrr og síðar, til dæmis haustið 2008, beitti Bretar ítrasta valdi til að koma Íslendingum á knén.

Í Bretlandi var langstærsti markaðurinn fyrir íslenskan fisk og Bretar settu löndunarbann á hann.

Þegar þannig er komið málum, þýðir ekki annað en að leita hverra þeirra ráða sem kunna að duga, og það gerði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þá, kannski minnug þeirra orða Winstons Churchills 1941, þegar hann gekk í bandalag við Stalín gegn Hitler,-  að enda þótt hann þyrfi að gera bandalag við kölska sjálfan gegn Hitler, myndi hann áreiðanlega finna einhver vinsamleg orð um kölska til að segja í Neðri málstofunni.

Íslendingar leituðu sem sé til Rússa og leppríkja þeirra í Austur-Evrópu um markað fyrir fiskinn og gerðu við þá vöruskiptasamninga.

Rússar fengu fiskafurðir og Íslendingar bíla, tæki og ýmiskonar vörur aðrar í vöruskiptum, því að hvorug þjóðin hafði gjaldmiðil sem nokkur maður tók mark á í heimsviðskiptunum.

Stundum velti ég því fyrir mér hvað við myndum gera ef svipað ástand kæmi upp nú. Þá er ljóst að Kínverjar eru ekki bara í svipaðri aðstöðu og Sovétið þá, heldur mun sterkari til að gera viðskipti við þjóð, sem er þrátt fyrir smæð sína er á svæði, sem vex að mikilvægi með hverju árinu sem líður.

Það voru Íslendingar lika hernaðarlega í Kalda stríðinu. GAZ-M-20__Pobeda__in_Warszawa_ceremonial_events_(rear_view)[1]

Því var gaukað að mér að segja eitthvað frá bílunum, sem við fengum að austan þegar gjaldeyri skorti til að kaupa vestantjaldsbíla.

Sá fyrsti hét Pobeda, GAZ M 20, bíll af svipaðri stærð og Toyota Avensis er núna nema um 15 sentimetrum hærri, og það var þingmaður Sjálfstæðismanna í Barðastrandasýslu, Gísli Jónsson, sem flutti þessa bíla inn. Pobeda 4x4

Pobedan var vélarvana og náði aðeins 105 kílómetra hraða, en það var fullnóg á mjóum malarvegum landsins á þeirri tíð. 

Gírarnir voru bara þrír og hámarkshraðinn i 2. gír aðeins 60, en 60 var reyndar leyfilegur hámarksrhraði á þjóðvegum þá.  

Hann var rúmgóður og þægilegur ferðabíll, það var bekkur frammí í og stýrisskipting, þannig að sex gátu setið í honum.

Og hann var með svo mikila veghæð og líka sterkbyggður fyrir moldarvegina í Rússlandi og Síberíu, að hann var eins og sniðinn fyrir vondu vegina okkar.

Þá lá leiðin til Patreksfjarðar um óbrúaðar ár á Þingmannaheiði og Pobedan fékk lof hjá sjálfstæðisþingmanni sýslurnnar.

Bilanatíðnin var nokkur, hann eyddi miklu miðað við vélarstærð og afl og hann var nokkuð ryðsækinn, en það voru þó flestir bílar reyndar á þessum tíma.

Og þessir bílar voru enn í umferð áratug síðar. Til dæmis var Pobeda fyrst bíll Jóns bróður míns.

Rússarnir smíðuðu nokkur þúsund fjórhjóladrifna Pobeda, sem báru heitið GAZ M-72, eins og þennan bláa hér fyrir ofan, en ég held ekki að neinn þeirra hafi ratað hingað.

Sá aldrifsbíll var stórmerkilegur því að hann var fyrsti "crossover" bíllinn í heiminum, þ. e. bíll án grindar en með heilsoðna sjálfberandi byggingu og fullkomið fjórhjóladrif með háu og lágu drifi.

Það væri gaman að eiga einn slíkan.

Að vísu á blaðfjöðrum en rússnesku blaðfjaðrirnar á þessum tíma voru þær langmýkstu og bestu í heimi.Warcava.

Pólverjar smíðuðu nokkur hundruð þúsund einsdrifsbílameð leyfi undir nafninu Warshava, gerðu hann síðar að stallbak og settu í hann toppventlavél. Hann var framleiddur fram til 1973, þegar Pólski Fiat tók við.  

Fyrir 1952 forðuðust Íslendingar viðskipti við Sovétmenn en neyddust til þeirra vegna landhelgisdeilunnar. Þrátt fyrir þessi viðskipti gættu þáverandi ráðamenn okkar þess að verða aldrei háðir austantjaldsríkjunum og halda fast í sjálfstæði landsins eftir því sem það var unnt.

Nú sækja Kínverjar viðskipti um allan heim, eru stærstu lánardrottnar Bandaríkjanna og með næst stærsta hagkerfi heims.

Þeir stunda að sjálfsögðu stórveldapólitík og nýta sér öll færi til þess að hafa áhrif sem víðast. Það er vandlifað fyrir litlar þjóðir í heimi stórveldatogstreitu og það skulum við að hafa í huga og fara að með gát.


mbl.is Ræddu um fríverslun við Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef íslensk fyrirtæki myndu reyna að selja allar íslenskar sjávarafurðir til annarra landa en Evrópusambandsríkjanna myndu þau fá mun lægra verð fyrir þær en neytendur í þeim ríkjum greiða.

Þar að auki er markaður fyrir íslenskar sjávarafurðir langt frá því að vera einsleitur og hefur verið byggður upp á mjög löngum tíma.

Íslenskur saltfiskur er til að mynda aðallega seldur til Suður-Evrópu en frystur og ferskur fiskur til Norður-Evrópu.

Og hæsta verðið fyrir íslenskan saltfisk fæst í Katalóníu á Spáni, þar sem Barcelona er höfuðstaður.

Fryst loðna og loðnuhrogn
eru hins vegar seld til Japans en einungis 1,9% af heildarútflutningi okkar Íslendinga fóru þangað árið 2009 og þá komu 3,4% af innflutningi okkar þaðan.

En útflutningur á íslenskum sjávarafurðum og öðrum vörum hefur aukist til Evrópusambandsríkjanna síðastliðna áratugi.

Og einungis 3,9% af öllum vöruútflutningi okkar Íslendinga fór til Bandaríkjanna árið 2009, 2,3% til Kína en 1,2% til Rússlands og 0,5% til Kanada.

Hins vegar voru þá um 80% af öllum íslenskum sjávarafurðum seld til Evrópusambandsríkjanna og þetta hlutfall hefur lítið breyst frá þeim tíma.

Þorsteinn Briem, 23.1.2014 kl. 23:45

2 identicon

Heyrði því fleygt að Síldarútvegsnefnd hefði á sínum tíma eignast fjórhjóladrifinn Phobeda sem haf gengið undir nafninu Háfeti.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 23.1.2014 kl. 23:59

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ál sem framleitt er hér á Íslandi er selt til Evrópusambandsríkjanna og til að mynda notað þar í bíla sem meðal annars eru seldir til Kína.

Ál og kísiljárn
er selt héðan nær eingöngu til Evrópska efnahagssvæðisins og við Íslendingar ráðum engu um það, þar sem framleiðslan hér er í erlendum verksmiðjum.

Flestir erlendir ferðamenn sem dvelja hér á Íslandi koma frá Norður-Evrópu og langflestir Íslendingar í námi erlendis stunda þar nám, auk þess sem við Íslendingar ferðumst aðallega til Evrópu.

Hins vegar er mjög líklegt að sífellt fleiri ferðamenn frá Kína dvelji hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 24.1.2014 kl. 00:02

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það var líka framleiddur fjórhjóladrifinn Moskwich sem mig minnir að ég hafi séð á sínum tíma á ferð hér. Kann þó að vera misminni. Fjalla um Moskwichinn síðar.

Ómar Ragnarsson, 24.1.2014 kl. 00:07

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Evrópusambandsríkin sætta sig við að íslensk fiskiskip fái um 12% af makrílkvótanum.

Hins vegar sætta Norðmenn sig ekki við það.


Og þeir eru helstu keppinautar okkar Íslendinga í sölu á sjávarafurðum.

Þorsteinn Briem, 24.1.2014 kl. 00:19

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er vegna þess að Nojarar þekkja íslendinga varðandi fiskivesen betur en sjálfa sig! Betur en sjálfa sig. Aðal samningar eða deilur Íslendinga varðandi sameiginlega stofna hefur alltaf verið við Nojara og stundum færeyinga. Þessi ríki, bæði Nojarar og íslendingar, hafa oft beitt þeirri taktík að nota ofveiði sem vopn. Þ.e. að taktíkin er: Ef við fáumekki þetta eða hitt - þá bara veiðum við alveg helvítis helling! Færeyingar hafa á síðari tímum ekki viljað vera minni menn og tekið upp sömu taktík.

Sennilega eru fá dæmi um álíka framferði og íslendingar hafa sýnt í makrílnum. Það er svo stórtækt og gróft. Vegna þess að þeir veiddu nánast engan makríl og höfðu engan kvóta fyrir 2007-2008. En samt hefur sama taktík oft verið notuð bæði af nojurum og íslendingum. Það eru mikli minni eða færri dæmi um slíkar deilur við ESB ríki.

Nojarar hafa viljað, og þær raddir eru nú orðnar afar sterkar í Noregi, að það eigi að svara Íslandi og Færeyjum í sömu mynt varðandi makrílinn. Nojarar segja núna: Við skulum bara veiða eins mikinn makríl og við getum!

Og þetta er náttúrulega lógískt hjá nojurum. Og þetta er gallinn við að beita ofveiðivopninu. Og þessi galli er vel kunnur og þekktur. Getur hentað til skamms tíma - en þýtt tap til lengri tíma.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.1.2014 kl. 01:34

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fái Evrópusambandsríkin ekki lengur óunninn íslenskan fisk missa þúsundir Skota og Englendinga vinnuna.

26.8.2010:

"Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi verði íslenskum og færeyskum skipum bannað að landa þar ferskum fiski.

Andrew Charles, fiskverkandi í Bretlandi, sagði í samtali við BBC að slíkt löndunarbann jafngilti því að loka höfnunum í Grimsby og Hull."

Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi vegna löndunarbanns

Þorsteinn Briem, 24.1.2014 kl. 01:50

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í fjórfrelsinu, sem gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu (EES), felast frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsir fjármagnsflutningar og sameiginlegur vinnumarkaður.

Þorsteinn Briem, 24.1.2014 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband