Hvað um Peking ´08, Moskvu '80, Berlín '36, Los Angeles '32 o. s. frv..?

Þegar rætt er um sniðgöngu á Ólympíuleikunum í Sochy er rétt að skoða fortíðina í þessum málum til að átta sig á því, hvort og þá hvernig eigi að blanda saman íþróttum og stjórnmálum.

Ógöngurnar, sem slíkt getur leitt af sér, sjást til dæmis á því þegar ýmsar vestrænar þjóðir sniðgengu Ólympíuleikana í Moskvu 1980 og eyðilögðu þá í raun, vegna þess að Rússar höfðu árið áður ráðist inn í Afganistan til að fást við Mujaheddin múslima þar, sálufélaga Talibana.

Í því stríði studdu Bandaríkjamenn Talíbana með hernaðaraðstoð til þess að flæma Rússa í burtu, en aðeins 12 árum síðar réðust Bandaríkjamenn inn í Afganistan til þess að berjast við þessa fyrrum skjólstæðinga sína.  

Rússar og taglhnýtingar þeirra hefndu sín með því að eyðileggja Ólympíleikana í Los Angeles 1984.

Íslendingar sendu fólk á báða þessa leika, sem betur fór.

Mannréttindabrot eru líkast til öllu meiri í einræðisríkinu Kína en í Rússlandi en samt eru Íslendingar hreyknir af handboltalandsliðinu, sem fór til Peking 2008 og nældi sér í silfurverðlaun að viðstöddum forseta vorum. Þangað fóru nefnilega íslenskir ráðamenn og bandarískir líka.

Á þessu ári eru 25 ár frá því að valdhafarnir þar slátruðu stúdentum á Torgi hins himeska í þeirri sömu borg og hafa ekki slakað á alræðiskló kommúnistaflokksins síðan.  

1936 voru Ólympíuleikarnir haldnir í Berlín í landi þar sem einræðisherrann Hitler hélt þá þegar uppi kúgun og ofsóknum.

1932 voru leikarnir haldnir í Los Angeles í ríki þar sem mannréttindi blökkumanna voru enn víða fótum troðin.

Leikarnir voru haldnir í París, London og Amsterdam á þeim tíma sem þetta voru höfuðborgir nýlenduvelda sem beittu fjarlægar þjóðir harðræði.  

 


mbl.is Gagnrýndu Rússlandsför ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðum og einstaklingum er væntanlega í flestum tilvikum í sjálfsvald sett hvort þeir taka þátt í eða eru áhorfendur á Ólympíuleikum.

Og ef menn vilja mótmæla einhverju með því að taka ekki þátt í leikunum geta þeir það að sjálfsögðu.

Í kommúnistaríkjunum
er hins vegar auðvelt að banna hitt og þetta, þar á meðal í Kína, þar sem mörlenski presidentinn er með annan fótinn og hlær við sínum hjartans vinum.

Þorsteinn Briem, 23.1.2014 kl. 22:21

2 identicon

Ég er að vissu leyti sammála þér Ómar en það sem er að gerast í Rússlandi er afturför. Nýleg lög sem hafa verið sett á banna jákvæðan fréttaflutning af LBGT einstaklingum. Það er verið að stíga skref aftur á bak í mannréttindum þar í landi. Og þetta land er hliðiná Evrópu og margir myndu segja að sé vestrænt ríki (annað en Kína).

Þannig að ég skil hvers vegna margir eru að mótmæla svona harðlega Sochi.

Jens Ívar (IP-tala skráð) 23.1.2014 kl. 22:36

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, Jens, það er málið, að láta í sér heyra og mótmæla. Það sögðust menn hafa gert í Peking 2008 en ekki er að sjá að forseti okkar hafi látið heyra í sér múkk í heimsókn til Shri Lanka, þar sem við völd er ríkisstjórn sem fékk óáreitt frá alþjóðasamfélaginu að strádrepa uppeisnarmenn í blóðbaði fyrir nokkrum árum og viðheldur mannréttindabrotum.

Ómar Ragnarsson, 24.1.2014 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband