Fleiri svona upplýsingamiðstöðvar.

Í ferðalögum um þjóðgarða erlendis, sem telja má hliðstæða íslenskum eldfjallasvæðum, er víða að finna stórar ferðamannamiðstöðvar sem eru í raun söfn með upplýsingum og fræðslu um landið, sem ferðamennirnir eru að skoða.

Nú eru Gatnamót ehf að áforma byggingu ferðamannamiðstöðvar við gatnamót Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar, nokkuð, sem ég hef verið að suða um í 15 ár að gert sé hér á landi en jafnan fengið viðbrögðin "uss, eitthvað annað en stóriðja er bull."

Svona miðstöðvar mætti reisa til dæmis nálægt gatnamótum Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar þar sem með nýjustu tækni yrði útskýrð jarðfræði og náttúruverðmæti Reykjanesskagans og nálægt Kröflu þar sem vettvangur Kröfluelda, Mývatnselda og eldgosa norðan Vatnajökuls yrðu útskýrðar í safninu "Sköpun jarðarinnar og ferðir til annarra hnatta."

Vísir að hliðstæðu safni er á Kirkjubæjarklaustri en illu heilli var ákveðið í síðustu fjárlögum að fella burtu framlög til slíks starfs og uppbyggingar fyrir ferðamenn þar, enda verið að hrinda af stað svipuðu ferli og hófst 1995 með áherslu á virkjanir fyrir stóriðju og stöðvun og jafnvel afnám eða minnkunar friðlýsinga.

Það eru ekki margir sem átta sig til dæmis á því að Skeiðin og Flóinn standa á risavöxnu hrauni, sem rann fyrir þúsundum ára alla leið ofan frá Tungnaársvæðinu og út í sjó og þessar flötu og grösugu sveitir eru því mekilegur hluti af hinum eldvirka hluta Íslands, sem er eitt af helstu undrum veraldar.

Í safni Gatnamóta ætti því að vera völ á að skoða líkön af landsköpun og landmótun á Suðurlandi og afréttum og víðernum eldmótaðs lands allt vestur á Hellisheiði og norður að jöklunum, sem mynda hinn víða jöklahring í kringum sunnanvert landið.  

Læt hér fylgja með mynd af snoturri ferðamannamiðstöð í svonefndu Svartfótarhrauni (Blackfoot) í Idaho. Þetta er lítið hraun nokkur hundruð kílómetra fyrir vestan Yellowstone sem óðum er að hyljast skógi en þykir merkilegt.

Ekki þarf að tíunda hve mikið er gert í Yellowstone til þess að upplýsa ferðamenn um náttúru Yellowstone og heilla þá með flottum ferðamannamiðstöðvum. Þrjár milljónir manna koma árlega í þennan elsta þjóðgarð heims, þar af helmingurinn frá öðrum löndum en Bandaríkjunum.

Þar er að finna langmestu samanlagða jarðvarmaorku og vatnsorku í Ameríku en ekki svo mikið sem megavatt virkjað, af því að í augum Bandaríkjamanna er Yellowstone "heilög jörð" þótt standi að baki hinum eldvirka hlluta Íslands sem undur og náttúrugersemi.


mbl.is Vilja ferðamiðstöð með eldfjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Flottar hugmyndir hjá þér Ómar. Þetta er löng þróun sem endar vitanlega í allsherjar þjóðgarði. Án gamans, þá er mikið í gerjun og verkefnin næg framundan. Eldfjallahúsið inn í miðri verslunarmiðstöð á Selfossi er hluti af leikmynd sem við trúum á að eigi að vera framtíðarsýn til umheimsins? Ég hef ekki séð gríðarlega stór indíánatjöld við Stóra-gljúfur en við Niagarafossa er mikill leikmynd í gangi. Hluti af afþreyingu.

Hingað til hefur þessi þáttur uppfræðslu eða afþreyingar verið tengdur opinberum söfnum. Nú hefur einstaklingsframtakið tekið forystu eins og eldfjallalsafnið í Stykkishólmi og Eldfjallastofan við Þorvaldseyri. Ekki hafa allir þolinmæði til að bíða eftir frumkvæði sérfræðinga og opinbera styrkja sem enginn veit hvenær birtast.

Sjálfsagt er að einstaklingar og byggðarlög taki saman og geri endurbætur.

Taki gjald fyrir tengda þjónustu. Hjákátlegt og dapurt er að heyra að ferðamenn á Þingvöllum lendi í hálkuslysum. Fyrirtæki og þjóðgarðsverðir gætu dreift sandi og girt svæðið, en sama ástandið er í byggð. Alltaf má gera betur en hlutirnir kosta sitt og koma ekki án gjaldtöku.

Sigurður Antonsson, 24.1.2014 kl. 23:12

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja voru 238 milljarðar króna árið 2012 og ekki þarf nema örlítið brot af þeirri upphæð til að stækka hér bílastæði, bæta salernisaðstöðu, leggja nýja göngustíga og viðhalda þeim gömlu.

Og íslenska ríkið fær stóran hlut af þessum tekjum sem skatt þessara fyrirtækja.

Þar af leiðandi er engin ástæða til að leggja hér á Íslandi sérstakan skatt á erlenda ferðamenn vegna einhverra göngustíga.

Íslenskir og erlendir ferðamenn geta að sjálfsögðu greitt fyrir afnot af salernum og bæði íslenskir og erlendir ferðamenn nota hér göngustíga.

Þorsteinn Briem, 24.1.2014 kl. 23:47

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í fyrra, 2013, varð ferðaþjónustan stærsti útflutningsatvinnuvegurinn hér á Íslandi.

30.12.2013:

Níu þúsund starfa í ferðaþjónustunni hér á Íslandi allt árið og þeim fjölgar um nokkur þúsund á næstu árum


Árið 2012 voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals 238 milljarðar króna.

Þessi íslensku fyrirtæki greiða alls kyns skatta til íslenska ríkisins og þeir níu þúsund Íslendingar sem hjá þeim starfa greiða að sjálfsögðu einnig skatta til íslenska ríkisins, tekjuskatt og næst hæsta virðisaukaskatt í heimi af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér á Íslandi.

Svo og útsvar til íslenskra sveitarfélaga.

Og erlendir ferðamenn greiða í raun alla þessa skatta með útgjöldum sínum til íslenskra fyrirtækja, 238 milljörðum króna árið 2012.

Sjálfstæðisflokkurinn ætti að fara að ákveða sig hvort skattar eru lágir eða háir hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 24.1.2014 kl. 23:57

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.1.2014 (síðastliðinn fimmtudag):

"Vinna við landvörslu í sumar minnkar um helming frá því í fyrra vegna lægri fjárframlaga til Umhverfisstofnunar.

Landverðir starfa í íslenskum þjóðgörðum og á náttúruverndarsvæðum á sumrin.

Þeir taka á móti gestum, veita upplýsingar og fræðslu, gæta þess að ákvæði friðlýsingar og náttúruverndarlaga séu virt, hafa eftirlit með umferð og umgengni og sjá um framkvæmdir eins og að leggja göngustíga og halda tjaldsvæðum við."

Vinna við landvörslu minnkar um helming frá því í fyrra vegna minni fjárframlaga

Þorsteinn Briem, 25.1.2014 kl. 00:24

5 identicon

Hvar er myndin?  Svartfótarhraunið?

Tobbi (IP-tala skráð) 25.1.2014 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband