25.1.2014 | 14:09
Þriggja til fjögurra kynslóða yfirsýn.
Geir Hallsteinsson kynntist ungur þjálfunaraðferðum Hallsteins Hinrikssonar, föður síns og Karls Benediktssonar sem var þjálfari hjá Fram og landsliðinu. Geir var brautryðjandi varðandi það að gerast atvinnumaður í Þýskalandi og fylgdist síðar með Loga, syni sínum og öðrum lærisveinum sínum í landsliðinu.
Nú er fjórða kynslóðin að vaxa upp þannig að Geir hefur óvenju mikla yfirsýn og mark er takandi á örðum hans þegar hann hælir Arnoni Kristjánssyni, sem kemur úr liði "erkifjendanna" Hauka en Geir metur að sjálfsögðu án tillits til neins slíks.
Miðað við þann mannskap, sem mönnum sýndist Aron fara með til á EM er ljóst að hann og strákarnir hafa unnið afrek með hinum óvænta árangri sínum.
Eðli handboltans er slíkt að hlutur þjálfarans er mjög mikill. Íslenskir handboltaþjálfarar hafa unnið sér ekki síðri orðstír erlendis en keppendurnir sjálfir og því er EM núna mikill sigur fyrir Aron Kristjánsson.
Ber mikið lof á Aron Kristjánsson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Án þess að hafa nokkurt vita á handbolta myndi ég halda að þær þjóðir sem núna eru í fjórum sætum fyrir ofan okkur séu sterkari en við (að maður tali nú ekki um þegar 3 af okkar lykilmönnum geta ekki leikið alla leikina). Þannig að fimmta sætið hlýtur að vera max-árangur á þessu móti :)
Gunnar Sigfússon, 26.1.2014 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.