Góð stund á Skólavörðustígnum í dag.

Það var "gefandi" í þess orðs fyllstu merkingu og raunar í mörgum merkingum þess orðs, að vera viðstaddur opnun uppboðs verka myndlistarmanna í Galleríi Ófeigs við Skólavörðustíg, sem þeir gefa til að mæta kostnaði vegna baráttu Hraunavina fyrir vernd náttúru- og söguverðmæta Gálgahrauns.

Í dag eru þær fréttir í fjölmiðlum að ákæra eigi níu af þeim, sem voru í hrauninu 21. október síðastliðinn, og framganga yfirvalda af ýmsu tagi í þessu máli veldur vaxandi undrun.

Næstkomandi þriðjudag skýrist málið væntanlega frekar þegar svokölluð "fyrirtaka" verður framkvæmd í Héraðsdómi Reykjaness.   

  


mbl.is Listin borgar málskostnaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í haust ei tóku höndum tveim,
háöldruðum köllum,
harkalega hentu þeim,
í Hverfissteininn öllum.

Þorsteinn Briem, 25.1.2014 kl. 19:52

2 Smámynd: Elín Erna Steinarsdóttir

Ég er mjög hissa hve litla athygli þessi frétt um ákærur nýrra níu menninga hefur vakið. Þetta er mjög hættuleg þróun og þar fyrir utan enn eitt brotið á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Greinilegt er að búið er að leggja línur um að ákæra í hvert sinn níu menn af handahófi úr hópi mótmælenda til að hræða fólk frá þátttöku í mótmælum.

Ef það eitt að hlíða ekki skipunum lögreglu er nóg til að gefa út kæru á hendur fólki er í raun búið að banna mótmæli á Íslandi, því ef lögregla skipar fólki að yfirgefa mótmælavettvang sem það gerir ekki þá getur lögreglan (samkvæmt þessu) handtekið einhverja níu að handahófi, stungið þeim í steininn og ákært fyrir brot á hlíðniskyldu við lögreglu.

Vill fólk búa í lögregluríki þar sem mannréttindi eru fótum troðin? Ef ekki endilega skrá ykkur í Hraunavini og styrkið þá í baráttunni gegn lögregluríkii á Íslandi.

Elín Erna Steinarsdóttir, 26.1.2014 kl. 00:03

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Fotkastanlegt því að ákæra ætti stjórnvöld og verktakana fyrir yfirgang og algert skeytingarleysi gagnvart náttúruni okkar!

Sigurður Haraldsson, 26.1.2014 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband