Áunnið sinnuleysi.

Hegðun þúsunda fólks í umferðinni er ekki hluti af lélegri umferðarmenningu heldur almennri ómenningu sem hefur verið landlæg hér á landi. Bílastæði 2

Hegðunin á bílastæðum er bara lítið dæmi og því hið besta mál að Hulda Dagmar Magnúsdóttir hafi rannsakað hana vísindalega.

Ef ég hefði vitað af þessari rannsókn hennar hefði getað sent henni marga tugi mynda sem ég hef tekið af því hvernig fólk leggur bílum sínum og líka af fleiri atriðum í umferðinni.

Vegna svipaðs áhuga á þessu og Hulda hef ég tekið þessar myndir að gamni mínu og rætt við fjölmarga bílstjóra á þessum bílum, til dæmis þá sem misnota stæði fatlaðra. Bílastæði

Þetta er svo áhugavert vegna þess að í heild bitnar þessi hegðun á öllum, í heild tapa allir á þessu rugli.

Ég græði oft á því, vegna þess að ég er yfirleitt á ferð á svo smáum bílum, að ég kemst inn í stæði, sem "smákóngarnir" héldu að þeir gætu fært út á næsta stæði.

Annað dæmi um áunnið sinnuleysi, sem bitnar alltaf á öllum vegna þess að enginn græðir á því: Íslendingur bíður við beygjuljós á gatnamótum og er einn af tveimur eða þremur fremstu í röðinni. Þegar græna ljósið kviknar liggur honum sko ekkert á. Hann veit að af því að hann er svona framarlega kemst hann yfir á grænu. Þegar fyrstu beygjuljósin voru sett upp á Íslandi sagði evrópski sérfræðingurinn að sjö bílar ættu að komast yfir á hverju grænu ljósi.

Reynslan varð sú að aðeins tveir komust að meðaltali yfir! Erlendi sérfræðingurinn hristi höfuðið og átti ekki orð. Það varð að lengja öll grænu beygjuljósin á gatnamótunum sem kostaði það að afköst beygjuakreinarinnar og gatnamótanna í heild skertust stórlega.

Síðan bölvuðu allir ökumenn umferðarteppum sem komu og voru algerlega sköpunarverk þeirra sjálfra.

Áfram með íslenska ökumanninn, sem liggur ekkert á, þegar hann er meðal allra fremstu á beygjuljósum og tók sér sinn tíma í þeirri stöðu á beygjuljósinu.

Á næstu beygjuljósum lendir hann hins vegar aftar í röðinni og horfir á þá fremstu hegða sér eins og bavíanar, rétt eins og hann sjálfur gerði rétt á undan. Þá leggst þessi vinur okkar á flautuna og bölvar hinum í sand og ösku, þarf kannski að bíða þrisvar í röð við ljósið í stað þess að komast yfir í kjölfar þeirra fremstu.

Eða að hann svindlar og fer yfir á rauðu, sem er furðu algengt og skapar hættu og setur umferðina í uppnám.

Þegar litið er á svona heildarmynd er hún svo arfa heimskuleg að það vekur áleitnar spurningar.

Svarið getur varla legið í almennri heimsku heldur í siðferðisbresti, sem byggist á almennri uppgjöf og sinnuleysi gagnvart ástandinu, einmitt þeim sömu atriðum og hlóðu eldivið fyrir Hrunið á sínum tíma og fjölmörgu öðru, sem gengur á afturfótunum hjá okkur.  

Fyrirbærið mætti kalla "áunna fáfræði og sinnuleysi" í stíl við áunna sykursýki.


mbl.is Breytast í smákónga á stórum bílastæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugaverd hugleiding.

Eftir 20 ára búsetu í DK, er nokkud undarleg umferdarmennig á gamla landinu sem eftir fleiri heimsóknir á landid góda og akstur thar, er ég samt ad komast i girinn og adlagast thessu hrokafullu hegdun ( reikrna ekki med ad fá pláss á stofnbraut frá adrein).

Hér i DK fær madur sekt fyrir ad leggja bil sem er ekki allur innanfyrir merkt stædi, kallast hér dømmebøde (heimskusekt) sem er upp á ca ISK 12.000. trátt fyrir ad thad er ekki gjaldskylda á bilastædinu.

Er thad ekki svipad og einhverjir nádu i launahækkun á mánudi i kjarasamningum nýgerdum.

Gæti skrifad meira um Islensnka umferdarmennin, en læt stadar numid hér.

Gben

Gisli Benediktsson (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband