Málfarslögreglumál?

Omega sýndi víst erlent myndefni í sex daga í fyrra án þess að birta íslenskt tal eða texta með því, og fjölmiðlanefnd, sem er nokkurs konar deild í málfarslögreglunni, hefur snuprað kristniboðssjónavarpsstöðina fyrir þetta:  

 

Omega kastar ýmsu á glæ

og ekki er stöðin mjög hraust

ef of mikið gert er á þeim bæ

sem er alveg þýðingarlaust.

 

Misgörðin komst á svo magnað stig 

að málfarslöggan varð æst

og án þess að þýða það signdi hún sig

og sagði: Djísús Kræst!

 


mbl.is Omega braut gegn lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekkert þýtt var á þeim bæ,
undarlegur fjandi,
hvað þar þýðir hi og bye,
heilagur þó andi.

Þorsteinn Briem, 29.1.2014 kl. 02:02

2 identicon

Ekta mál fyrir bloggheima. Því þar vilja menn, öðrum fremur, að geðþóttaákvarðanir ráði hvort tekið er á lögbrotum eða ekki. Spurningin er, og gaman verður að sjá, hvort Omega sé nægilega vinsæl til að verðskulda miskunn eða hvort heimtuð verði opinber aftaka.

Oddur zz (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 02:09

3 identicon

Sæll.

Ríkiskassinn er galtómur og við erum að borga fyrir svona nefnd? Það á að leggja þessa nefnd niður sem allra fyrst enda fullkomlega gagnslaus.

Helgi (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 05:01

4 identicon

Eru virkilega til innbyggjarar sem horfa á forheimskandi bullið í Omega?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 06:33

5 identicon

Margar óþarfar - Nefndir, ráð og stjórnir

Sum staðar eru starfsmenn færri en stjórnarmenn

jafnvel hjá undirstofnunum ráðuneyta þar sem stjórnir eru algjörlega óþarfar.

Grímur (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband